Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Síða 50

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Síða 50
MENNINGARMÁL Bóka- og byggðasafn Norður- Þingeyinga á Kópaskeri Kristveig Bjömsdóttir sajhvörður, Valþjófsstöðum Á safnadegi árið 1996. Hinn 28. júlí 1991 var Byggða- safn Norður-Þingeyinga formlega opnað almenningi. Var það stór áfangi í sögu þess, þar sem söfnun muna hafði þá staðið í u.þ.b. 30-40 ár, en á því tímabili ekki talið fært að ráðast í byggingu né fyndist hentugt húsnæði sem hýst gæti safn- ið. Það var annars frá upphafi áformað að væntanlegt hús gæti rúmað bæði byggðasafn og sýslu- bókasafn, sem Helgi í Leirhöfn (Kristjánsson) og Andrea Jónsdóttir, kona hans, höfðu formlega gefið sýslunni þegar árið 1952. Helgi hafði lánað húsnæði heima hjá sér og haft umsjón með hinu merka safni allt frá byrjun, en sannarlega var orðið tímabært að korna því í varanlegt húsnæði. Arið 1982 var tekinn í notkun nýr bamaskóli í miðju þorpsins á Kópa- skeri og fljótlega eftir það ákvað hreppsnefnd Presthólahrepps að leggja gamla bamaskólann til sem húsnæði undir hvort tveggja, bóka- og byggðasafn, og er það síðan hvort öðm svo nátengt að hvomgt er hægt að nefna án þess að hitt komi við sögu. Fljótlega gekk sýslan öll í það að ljármagna lagfæringar á húsnæðinu og var það meðal annars klætt utan; einnig lögðu ýmsir til fjárhæðir, ekki síst burtfluttir N-Þingeyingar, einnig með dálitlu fjármagni frá rík- inu nú síðustu árin. Byijað var á því að innrétta fyrir bókasafnið og þvi komið fyrir, útlánasafni á jarðhæð, en hinu stórmerka safni Helga á efri hæð. Að því búnu var innréttaður salur á efri hæð, í eldri hluta húss- ins, þ.e. fjögur herbergi og gangur gert að einu, fyrir byggðasafn. Var Úr Byggðasafni N-Þingeyinga. því verki lokið árið 1989 og var þá strax hafist handa við að taka upp úr kössum það sem safnast hafði í ár- anna rás, koma því fyrir og merkja. Fljótlega bættist verulega í safnið, munir úr ýmsum áttum, þ. á m. mik- ið af vönduðu handverki kvenna frá 19. öld og fyrstu þrem áratugum þessarar aldar. Mun það skapa safn- inu nokkra sérstöðu og hefúr vakið athygli hve mikið hefur borist af slíku, en annars hefur safnið að 1 76

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.