Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Síða 25

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Síða 25
FRÆÐSLUMÁL - FÉLAGSMÁL Við vígslu nýbyggingar við Dalvíkurskóla á sl. hausti. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Björn Friðþjófsson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Tréverks ehf. á Dalvík, Fanney Hauksdóttir, hönnuður viðbyggingarinnar, Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson bæjarstjóri og Anna Baldvina Jóhannesdóttir, skólastjóri Dalvíkurskóla. Ljósmyndirnar með frásögninni: Halldór Ingi, Bæjarpósturinn, Dalvík. samningi við Háskólann á Akur- eyri um sérfræðiþjónustu við skóla í sveitarfélögunum og að- stoða einstaka skóla og stjómend- ur við gerð sértækra þjónustu- samninga við stofnanir og ein- staklinga. • að vinna að undirbúningi undir frekari samræmingu á þjónustu- kerfi fatlaðra við félagsþjónustu á vegum sveitarfélaganna. • að undirbúa námskeið fyrir starfs- menn skóla og þjónustukerfis sveitarfélaganna til að styrkja fag- lega úrlausn á vettvangi. • að vinna að því í samstarfi við stjórnendur sveitarfélaganna að stofnað verði til stöðu sálfræðings við heilsugæslu í sveitarfélögun- um. Verkefnisstjóri hefur skrifstofu- aðstöðu við Rannsóknastofnun Há- skólans á Akureyri og fasta viðveru á Sólborg á Akureyri. Auk þess hef- ur hann aðgang að vinnuaðstöðu á skrifstofúm sveitarfélaganna. I fyrstunni annaðist Benedikt til- tekin verkefni við undirbúning sam- starfs við stjómendur sveitarfélag- anna og stofnana þeirra og sótti undirbúnings- og kynningarfundi í skólum. Nánari upplýsingar um þetta sam- starfsverkefni veita Halldór Sig. Guðmundsson, félagsmálastjóri í Dalvíkurbyggð, í síma 466 1370, Óskar Þór Sigurbjörnsson, skóla- stjóri á Ólafsfírði, í síma 466 2134 og verkefnisstjórinn, Benedikt Sig- urðarson MEd., í síma 463-0900. Frá Lánasjóði sveitarfélaga Umsóknarfrestur um lán úr sjóðnum á árinu 2000 er til 31. janúar nk. Umsóknum skulu fylgja upplýsingar varöandi lánsumsóknina ásamt kostnaðaráætlun vegna þeirra framkvæmda eða fjárfestingar sem sótt er um lán til. Skilyrði fyrir því að lán verði veitt úr Lánasjóði sveitarfélaga eru m.a.: 1. Að ársreikningar sveitarfélagsins hafi verið gerðir samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. 2. Að fjárhagsáætlun hafi verið gerð samkvæmt sömu lögum. 3. Að umsækjandi sé ekki í vanskilum við sjóðinn vegna eldri lána sem veitt hafa verið. 4. Að fjárhagur sveitarfélagsins sé, að dómi sjóðsstjórnar, svo traustur, að telja megi vísa greiðslu afborgana og vaxta á umsömdum tíma. Lánasjóður sveitarfélaga Háaleitisbraut 11 • Pósthólf 8100, 128 REYKJAVÍK, • sími 581 3711 279

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.