Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Síða 50

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Síða 50
MÁLEFNI ALDRAÐRA Samstarf unglinga og eldri borgara Margrét Erlendsdóttir, framkvœmdastjóri framkvœmdanefirdar um ár aldraðra, og Hildur Björg Hafstein, verkefnisstjóri Islands án eiturlyfja Þjóðfélag fyrir fólk á öllum aldri er yfirskrift Sameinuðu þjóðanna á ári aldraðra 1999. í grundvallarat- riðum rúmast helstu markmið ársins í þessum orðum. Áhersla er lögð á að stuðla að samstöðu kynslóða, auka þátttöku aldraðra á sem flest- um sviðum þjóðlífsins, auka mennt- un á efri árum og vinna gegn félags- legri einangrun aldraðra. Framkvæmdanefnd árs aldraðra hefur í starfí sínu lagt áherslu á að efna til verkefna sem eru líkleg til að vaxa og styrkjast eftir þvi sem fram líða stundir. Þótt ár aldraðra liði undir lok er mikilvægt að verk- efni ársins lifí og dafni þannig að áfram verði byggt á því sem vel hef- ur verið gert. Samstarf framkvæmda- nefndar árs aldraöra og íslands án eiturlyfja Snemma á þessu ári höfðu for- svarsmenn áætlunarinnar Island án eiturlyfja samband við fram- kvæmdastjóm árs aldraðra og ósk- uðu eftir samstarfí við útgáfu vegg- spjalds sem fékk yfirskriftina Byggjum brýr. Tilgangurinn með útgáfu þess var að benda öldruðum á hve veigamiklu hlutverki þeir geta gegnt í lífi bama og unglinga með því að vinna traust þeirra og trúnað. Þótt markmið íslands án eiturlyíja og framkvæmdanefndar árs aldraðra virðist eiga fátt sameiginlegt við fyrstu sýn hefúr annað komið á dag- inn. Til að stuðla að samstöðu kyn- slóðanna, sem er eitt af grundvallar- markmiðunum á ári aldraðra, er nauðsynlegt að efla og bæta sam- skipti ungra og aldraðra. Með sam- vinnu og samráði gefast tækifæri til að auka þekkingu ungra og aldraðra á lífi og menningu hvors hóps um sig. Ef vel tekst til að brúa kyn- slóðabilið er það mikilvægur áfangi í vímuvarnastarfi. Hér er því um sameiginlega hagsmuni að ræða. Góð samvinna tókst milli Islands án eiturlyfja og framkvæmdanefnd- ar árs aldraðra við útgáfu vegg- spjaldsins. Því var dreift um allt land og fékk rnjög góðar viðtökur. Þetta varð til þess að ákveðið var að standa að fleiri sameiginlegum verkefnum sem hefðu það markmið að færa unga og aldraða nær hvor öðrum, báðum hópum til gagns og ánægju. Trjárækt - mannrækt Annað verkefnið í þessum anda var að koma á tengslum félagsmið- stöðva unglinga og eldri borgara. Þar sem um tilraunaverkefhi var að ræða var leitað til félagsmiðstöðva í tveim hverfúm í Reykjavík, annars vegar í Vesturbænum og hins vegar i Heima- og Vogahverfi. Þegar farið var að huga að sameiginlegum verk- efnum félagsmiðstöðva ungra og aldraðra kom fljótlega upp sú hug- mynd að þeir tæku sameiginlega að sér landskika til trjáræktar. Vinnu- heiti þess verkefnis er „Trjárækt - mannrækt". Stofnaður var undir- búningshópur þeirra sem stóðu að verkefninu og jafnframt var leitað til Skógræktarfélags Reykjavíkur um land til afnota. Niðurstaðan varð sú að taka á leigu land til ræktunar- starfa i Hvammsvík í Hvalfirði. 100 manna hópur unglinga og eldri borgara fór upp í Hvammsvík í byrjun júlí í blíðskaparveðri og gróðursetti 1000 trjáplöntur sem Skógræktarfélag íslands hafði gefið til verkefnisins. Ferðin tókst í alla staði vel og var ýmislegt gert sér til skemmtunar þegar hvíld var tekin frá gróðursetningunni. Meðal ann- ars var efnt til samkeppni um nafn á skikann og varð Álfamörk fyrir val- inu. Þetta er framtíðarverkefni og er miðað við að ferðir í Álfamörk verði fastur liður í sumarstarfí fé- lagsmiðstöðvanna. Samvinna og tengsl milli félags- miðstöðvanna eru þó ekki eingöngu bundin við Hvammsvíkurverkefnið, því verið er að undirbúa ýmis sam- eiginleg verkefni sem verða liður í vetrarstarfí þeirra. Það er sérlega ánægjulegt hve vel unglingar og eldri borgarar hafa tekið þessari ný- breytni og það er greinilegt að fólk þarf ekki að vera á sama aldri til að eiga saman skemmtilegar stundir. Einum kennt, öðrum bent - skóli fyrir fólk á öllum aldri Undanfarin ár hefúr Fræðslumið- stöð Reykjavíkur staðið fyrir gerð kynningar- og fræðsluefnis undir heitinu Skóli atvinnulífsins þar sem verkefnin miðast við vettvangsferðir nemenda og starfsfræðslu. Á ári 304

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.