Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Side 55

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Side 55
FRA LAN DSHLUTASAMTOKUNUM Steinunn Vaidís Óskarsdóttir, fráfarandi formaður SSH, afhendir fulltrúum Reykjavíkurborgar umhverfisviðurkenninu SSH fyrir árið 1999. Helgi Pétursson, formaður heilbrigðis- og umhverfisnefndar Reykjavíkur, þakkar viðurkenninguna. Aðrir á myndinni eru Sigurð- ur Albert Jónsson, forstöðumaður Grasagarðs Reykjavíkur frá upphafi 1961, Jóhann Pálsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkur, og Auður Óskarsdóttir garðyrkjufræðingur. Ljósm. Árni Sæberg, Morgunblaðið. fræðslu og ánægju. Eitt meginmarkmið með starfsemi garðsins er að gera tilraunir með gróðurtegundir sem þrifist geta hérlendis og í þeim tilgangi eru starfsmenn hans í samskiptum við 400 sambærilega garða erlendis. Þetta er i 16. sinn sem viðurkenningin er veitt og hafa meira en tuttugu einstaklingar, stofnanir og sveitarfélög fengið viðurkenninguna á þessum árum. Ályktanir fundarins Svohljóðandi ályktanir voru samþykktar á fundinum: 1. Fyrirhugaður niðurskurður opinberra útgjalda vegna þenslu Aðalfundur SSH, haldinn í Reykjavík 9. október 1999, varar við þeim hugmyndum að láta niðurskurð í ífamkvæmdum hins opinbera vegna þenslu á markaðin- um bitna eingöngu á höfuðborgarsvæðinu. Bent er á að margar framkvæmdir við stofnbrautir á svæðinu eru vegna öryggis vegfarenda. Bætt umferðarmannvirki hafa dregið úr slysum í umferðinni og jafnframt því að vera þjóðhagslega hagkvæm hafa þau umferðarmann- virki sem reist hafa verið í raun dregið úr útgjöldum samfélagsins með auknu öryggi í umferðinni. Ákvarðanir löggjafans hafa þrýst mjög á fram- kvæmdahraða sveitarfélaganna i uppbyggingu grunn- skóla og í frárennslismálum án tillits til þess fram- kvæmdahraða sem sveitarfélögin hafa sjálf treyst sér til. Þensla sem hlýst af þessum framkvæmdum er því aðal- lega á ábyrgð stjómvalda. 2. Tekjustofnar sveitarfélaga Aðalfúndur SSH, haldinn í Reykjavík 9. október 1999, leggur áherslu á að sveitarfélögum verði bætt þegar ffá næstu áramótum skerðing á tekjustofnum sínum vegna margvíslegra skattkerfisbreytinga sem nema nú árlega u.þ.b. 2 milljörðum króna. Aðalfúndurinn hvetur til þess að í þeirri heildarendur- skoðun á tekjustofnum sveitarfélaga sem nú stendur yfir verði tryggt fjárhagslegt sjálfsforræði sveitarfélaga. Sveitarfélögum verði ennffemur tryggðar nægar tekjur til að standa undir lögbundnum verkefnum sínum og kostn- aði vegna síaukinnar þjónustu, einkum á sviði félags- og umhverfísmála. Aðalfúndurinn hvetur jafnframt til þess að við endur- skoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga verði úthlutun- arreglur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga teknar til endurskoð- unar, einkanlega með tilliti til hlutdeildar sveitarfélaga á höfúðborgarsvæðinu í jöfnunarffamlögum vegna grunn- skólakostnaðar og vegna aukinna krafha á sviði félags- og umhverfismála. Ályktuninni fylgdi svohljóðandi greinargerð: Ríkisvaldið hefúr á undanfomum ámm stöðugt verið að skerða tekjustofna sveitarfélaga og valda þar með talsverðri óvissu í rekstri þeirra. í skýrslu sem lögð var 309

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.