Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Síða 73

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Síða 73
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 73 atli HarðarSon 2010). Þessi skólahefð á sér langa sögu því bóknám til stúdentsprófs við framhalds- skóla nútímans mótaðist að miklu leyti á 19. öld undir áhrifum menntaheimspeki sem kenna má við húmanisma og upplýsingu (Atli Harðarson, 2011). Í stuttu máli má segja að með nýju aðalnámskránni leggi tæknihyggja 20. aldar enn til atlögu gegn mennta- hugsjónum 19. aldarinnar og það með nokkuð ákveðnari hætti en fyrri námskrár fyrir íslenska framhaldsskóla hafa gert. Nýja aðalnámskráin fyrir framhaldsskóla kerfisbindur markmiðssetningu með tvennum hætti eins og fram hefur komið: Annars vegar með því að krefjast þess að allir áfangar séu skipulagðir út frá markmiðum sem tilgreina þekkingu, leikni og hæfni og hins vegar með því að fella allt starf skóla undir sex meginmarkmið sem kölluð eru grunnþættir. Þessi tvíþætta áhersla á að skólastarf sé skipulagt út frá markmiðum er afsprengi bandarískrar hefðar í námskrárfræðum sem rekja má til rita eftir John Franklin Bobbitt (1876–1956) og Ralph W. Tyler (1902–1994). Talsmenn þessarar hefðar lögðu áherslu á að nota vísindalegar aðferðir til að leiða kennsluhætti, námsefni og skipulag skólastarfs af fyrir fram skilgreindum markmiðum. Henni var fram haldið af nokkrum af þekktustu námskrárfræðingum síðustu aldar eins og Benjamin S. Bloom (1913–1999) og Hildu Taba (1902–1967). Í því sem á eftir fer segi ég hluta af sögu þess- arar hefðar og geri stuttlega grein fyrir því hvað hún hefur mikil áhrif á yfirstjórn og stefnumótun á sviði menntamála enn þann dag í dag þrátt fyrir mótrök og efasemdir fjölmargra fræðimanna. Í framhaldinu greini ég frá sjónarmiðum tveggja af mikilvæg- ustu andmælendum umræddrar hefðar í námskrárfræðum. Þeir eru Bandaríkjamað- urinn Joseph Schwab (1909–1988) og Bretinn Lawrence Stenhouse (1926–1982). Áhrifa Stenhouse gætir víða í skrifum um námskrármál á síðustu árum. Meðal þekktra fræðimanna sem sótt hafa í smiðju hans má til dæmis nefna Englendingana A. Vic Kelly (1931–2010) (sjá til dæmis Kelly, 2009) og John Elliott (sjá til dæmis Elliott, 2006). Stenhouse hefur haft allnokkur áhrif hér á landi. Hann kom til landsins og hélt námskeið við Kennaraháskóla Íslands á áttunda áratug síðustu aldar¹, rit hans hafa verið lesin í kennaranámi hér á landi og þeir sem nú stunda starfendarannsóknir líta gjarna á hugmyndir hans sem undanfara þeirra fræða (Rúnar Sigþórsson, 2004). Joseph Schwab hefur, eftir því sem ég kemst næst, haft minni áhrif hér á landi en Sten- house þótt Andri Ísaksson (1983) og Guðrún Geirsdóttir (1997) hafi fjallað nokkuð um skrif hans. Frá Schwab er komin stefna í námskrárfræðum sem er enn áhrifamikil og er kennd við yfirvegun (e. deliberation). Með þekktustu talsmönnum þessarar stefnu nú um stundir má telja enska námskrárfræðinginn William A. Reid (sjá til dæmis Reid, 2006) og Bandaríkjamanninn Wesley Null (sjá til dæmis Null, 2011). Schwab og Stenhouse settu andmæli sín gegn hefðinni fram á árunum um og upp úr 1970. Rök sem þeir tveir, og eftirmenn þeirra eins og Kelly, Elliott, Reid og Null, settu fram vekja annars vegar spurningar um hvort það sé mögulegt og hins vegar hvort það sé æskilegt að móta skólastarf eftir markmiðum á þann hátt sem ný aðal- námskrá framhaldsskóla segir að gert skuli. Sumar þessar spurningar eru ansi áleitnar og gefa tilefni til að ætla að nýja aðalnámskráin byggist á gömlum hugmyndum um námsmarkmið sem standast illa fræðilega gagnrýni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.