Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Síða 76

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Síða 76
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 201276 ný aðalnÁmSkrÁ og gömUl nÁmSkrÁrfræði 3. Það er hægt að ná markmiðunum eða ljúka þeim. Þau eru ekki leiðarstjörnur sem menn fylgja heldur áfangar sem þeir ná, svo ég noti greinarmun sem ég hef útskýrt annars staðar (Atli Harðarson, 2012). Hefðinni fylgir stundum: 4. Áhersla á skilvirkni og að árangur sé mælanlegur. Eins og áður segir byggist nýleg aðalnámskrá fyrir framhaldsskóla að miklu leyti á þessari hefð. Það sem segir um þrenns konar markmið í áföngum er í anda hennar og grunnþættirnir (sem raunar eru sameiginlegir námskrám framhaldsskóla, grunnskóla og leikskóla) virðast að minnsta kosti fela í sér fyrstu tvær áherslurnar. Bobbitt og Tyler skrifuðu báðir eins og þess væri kostur að leiða námskrá að öllu leyti af markmiðum og menn gætu í raun og veru hannað og smíðað menntun frá upphafi til enda. Þessi hugmynd um að byrja með hreint borð og skapa skólann með vísindalegum hætti á sér rætur í rökhyggjuhefð og trú á mátt vísindanna. Líklega hafa fáir orðað hana betur en helsti upphafsmaður rökhyggjunnar, Frakkinn René Descar- tes (1596–1650). Í Orðræðu um aðferð, sem út kom árið 1637 sagði hann: Þau verk, sem margir meistarar gera af mörgum hlutum, eru oftlega ekki eins fullkomin og hin, sem einn maður hefur að unnið. Af þessum sökum eru þær bygg- ingar, sem einn húsameistari hefur staðið að frá upphafi til enda, að jafnaði fegurri og samstilltari en hinar, sem margir hafa lagt sig fram um að lagfæra og látið þá gamla veggi standa sem upphaflega höfðu verið reistir í öðru augnamiði … Á sama hátt hef ég ímyndað mér, að þær þjóðir, sem voru hálfvilltar og komust ekki til siðfágunar nema fet fyrir fet og settu sér ekki lög nema eftir því sem glæpir og illdeilur knúðu þær til, gætu ekki búið við jafngóða skipan og hinar, sem þegar í upphafi sameiningar sinnar fóru að stjórnskipunarlögum einhvers viturs löggjafa. … þótti mér sem hin bóklegu fræði – að minnsta kosti þau þeirra, sem eru ekki nema sennileg og þar með ósönnuð, en hafa orðið til og hlaðizt upp jafnt og þétt úr skoðunum margra ólíkra manna – kæmust ekki jafnnærri sannleikanum og skynsamur maður getur komizt með því að draga á eðlilegan hátt rökréttar ályktanir af því, sem á vegi hans verður. (Descartes 1991, bls. 71–74) Aðalatriðið í þessari rökhyggju er að skynsamleg, úthugsuð, vísindaleg hönnun sé betri en eitthvað sem til verður án meðvitaðra ákvarðana. Þetta er í dúr við aðferðafræði Descartes sem gerði ráð fyrir að mannleg skynsemi væri þess umkomin að afla öruggrar þekkingar með því að kasta öllum fordómum fyrir róða, fallast einungis á forsendur sem hafnar væru yfir vafa og beita strangvísindalegri aðferð. Andi þessarar rökhyggju hefur komið víða við á seinni öldum og birst í ýmiss konar vísinda- og tæknihyggju og stefnum sem kenndar eru við módernisma, meðal annars hjá talsmönnum pósitífisma á 19. öld og rökfræðilegrar raunhyggju (e. logical positivism) á fyrri hluta 20. aldar. Þótt Bobbitt og Tyler hafi skrifað í anda svona rökhyggju og látið að því að liggja að hægt væri að byggja námskrá frá grunni með vísindalegri aðferð voru sumir fulltrúar hefðarinnar tvístígandi í afstöðu sinni til hennar. Þetta á til dæmis við um Taba sem lýsti efasemdum um að raunhæft væri að byrja með hreint borð og hanna námskrá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.