Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Qupperneq 105

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Qupperneq 105
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 105 HJalti JÓn SveinSSon og rúnar SigÞÓrSSon ályktAnir Mikilvægt er fyrir framhaldsskóla á borð við VMA að taka eins vel og kostur er á móti þeim stóra og fjölbreytta hópi nýnema sem kemur í skólann á hausti hverju. Ein for- senda þess að vel takist til er að starfsmenn skólans þekki þarfir og hæfileika nemenda sinna og beri skynbragð á tilfinningar þeirra og viðhorf til skóla og náms (Evrópumið- stöðin fyrir þróun í sérkennslu, 2011). Rannsókn af því tagi sem hér um ræðir er ætlað að leggja lóð á vogarskálarnar í þeim efnum og hjálpa til við að ná því marki sem allir góðir skólar keppa að en það er að koma nemendum sínum til sem mests þroska og búa þá undir hvort sem er frekara nám eða þátttöku í atvinnulífinu. Niðurstöður þeirra tveggja rannsókna sem hér hafa verið lagðar til grundvallar gefa vísbendingar um að endurskoða þurfi nokkra þætti skólastarfsins til þess að auka árangur nemenda og koma frekar til móts við þá. Niðurstöður rannsóknanna tveggja eru skýrar en úrtakið er aftur á móti lítið og rannsóknirnar gerðar í einum skóla. Þetta ber að hafa í huga þegar ályktanir um nám í öðrum framhaldsskólum eru dregnar af niðurstöðunum. Rannsóknirnar tvær auka engu að síður þekkingu og skilning á þörfum ólíkra hópa nemenda í framhaldsskólum sem framhaldsskólar ættu að geta nýtt sér sem grundvöll umræðna og aðgerða sem miða að því að uppfylla þarfir allra nemenda, bæta líðan þeirra og draga úr brotthvarfi. Í fyrsta lagi gefa niðurstöður um B-hópinn til kynna að fleiri nemendur en ætla mætti, þegar miðað er við námsárangur í grunnskóla, gætu átt við lestrarörðugleika að stríða og þarfnist þess vegna sérstakrar aðstoðar eins og kveðið er á um í Aðal- námskrá framhaldsskóla í íslensku (Menntamálaráðneytið, 1999) og í almennum hluta nýrrar Aðalnámskrár framhaldsskóla (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2012). Það undirstrikar að innan þess hóps hafi nemendur einnig fjölbreyttar þarfir sem skólar þurfa að kappkosta að sinna í samræmi við tilmæli Evrópumiðstöðvar fyrir þróun sér- kennslu (Evrópumiðstöðin fyrir þróun í sérkennslu, 2011). Í öðru lagi virðast fleiri nemendur glíma við erfiðleika í stærðfræði en búast mætti við; ekki aðeins nemendur í A-hópnum, heldur einnig hátt hlutfall þeirra sem eru í B- hópi. Þessi niðurstaða styður ályktanir Kristínar Bjarnadóttur (2011) um nauðsyn þess að endurskoða námsefni og kennsluhætti í byrjunaráföngum í stærðfræði. Þegar litið er til niðurstaðna rannsóknarinnar um B-hópinn er vandi sumra nemenda í þessum efnum svo alvarlegur að hann gæti staðið í vegi fyrir því að nemendur, sem annars gengur vel í námi, ljúki því á réttum tíma eða ljúki því yfirleitt. Í þriðja lagi sýna niðurstöðurnar mikilvægi þess að foreldrar láti sig varða nám barna sinna á meðan þau eru í framhaldsskóla (Elias o.fl., 2003; Sigrún Aðalbjarnar- dóttir og Kristjana Stella Blöndal, 2005). Þeir nemendur sem búa við mikla hvatningu og aðhald frá foreldrum telja það jafnvel hafa orðið til þess að þeir hafi ekki gefist upp á skólagöngunni. Framhaldsskólar eiga að hvetja foreldra til þátttöku í námi barna sinna og gætu jafnframt boðið upp á námskeið til að styrkja þá í því. Um leið væri unnt að miðla til foreldra upplýsingum og fróðleik um starf framhaldsskólans og samfélag. Fjórði þátturinn, sem nefndur er hér í lokin, er mikilvægi þess að eiga góða félaga og vini í skólanum. Fram kom hjá þátttakendum B-hópsins að þeir mátu það mikils að geta leitað til þeirra í tengslum við námið og þótti jafngott að geta aðstoðað þá þegar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194
Qupperneq 195
Qupperneq 196
Qupperneq 197
Qupperneq 198
Qupperneq 199

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.