Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Side 146

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Side 146
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012146 HlUtverk HÁSkÓlakennara í nÁmSkrÁrgerð vera góður nemandi innan greinarinnar?), hlutverka kennara (hver er kennsluorðræða greinarinnar?) og hvað skipti máli innan greinar (hver er stýrandi orðræða greinar- innar?). Vettvangsathuganir voru fyrst og fremst notaðar til að varpa ljósi á samskipti og ríkjandi menningu innan skorarinnar og það hvernig staðið var að sameiginlegum ákvörðunum um námskrá. Viðtöl voru afrituð, vettvangsathuganir skráðar og öll gögn lesin gaumgæfilega og með opinni kóðun leitað að ríkjandi þemum. Við greininguna var beitt sífelldum samanburði þar sem hvert viðtal eða vettvangsathugun var greind áður en aflað var frekari gagna. Á síðari stigum greiningar voru lykilþemu endurskoðuð í ljósi þeirra kenninga eða hugtaka Bernsteins sem byggt var á. Gögnin voru skoðuð enn á ný út frá hugtökum Bernsteins, flokkun og umgerð og orðræðu uppeldis og kennslu, og þemu skerpt ef við átti. Þannig leiddi greining gagna til kenninga sem varpað gátu ljósi á gögn og kenning Bernsteins var jafnframt skoðuð í ljósi gagna (Strauss og Corbin, 1998). Textar voru sumir hverjir orðræðugreindir en aðrir fyrst og fremst notaðir til að efla skilning rannsakanda á ramma námskrárgerðar. Við lok gagnagreiningar voru niðurstöður um hverja háskólagrein bornar undir fulltrúa viðmælenda úr hverri skor. Þar sem í texta er vísað beint í orð viðmælenda er háskólagrein kennara tilgreind. hElstu niðurstÖður Hér verða niðurstöður rannsóknarinnar settar fram í þremur meginþáttum. Fyrst verður stuttlega gerð grein fyrir námskrá háskólagreinanna þriggja og sérstöðu þeirra. Þá verður hugtakið staðbundin námskrá kynnt og gerð grein fyrir þeim þáttum sem helst hafa áhrif á staðbindingu námskrár. Að lokum verður fjallað um það hvernig kennarar háskólagreinanna þriggja upplifa svigrúm sitt til að taka ákvarðanir um val þekkingar eða inntaks í námskeiðum sínum. Námskrá háskólagreinanna þriggja Háskólagreinarnar þrjár voru valdar með það í huga að þær væru þekkingarfræðilega og félagslega ólíkar (Becher og Trowler, 2001; Bernstein, 1971). Þær voru þó vissulega taldar eiga margt sameiginlegt enda tilheyra þær allar sömu stofnun og eru undir hatti sameiginlegra laga og reglna. Markmið rannsóknarinnar var því ekki að skoða að hvaða marki þær væru ólíkar heldur leita leiða til að draga fram, með viðtölum við kennara, vettvangsathugunum og greiningu texta, ríkjandi hugmyndir um sérstöðu hverrar greinar bæði hvað varðar stýrandi orðræðu hennar svo og kennsluorðræðu (Bernstein, 2000; Squires, 1992). Með því að beita hugtökum Bernsteins um flokkun og umgerð við greiningu gagna mátti draga upp mynd af því hvernig ólík orðræða um uppeldi og kennslu setur mark sitt á námskrá greinanna þriggja. Hver námskrá er ekki aðeins ólík námskrám hinna greinanna tveggja heldur einstök í sjálfri sér. Þannig virðist hver háskólagrein, þrátt fyrir sameiginlegt stofnanaumhverfi, búa yfir einstakri uppeldislegri orðræðu sem endurspeglast í námskrá. Í töflu eru niðurstöður greininga á námskrá háskólagreinanna þriggja settar fram:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.