Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Side 152

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Side 152
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012152 HlUtverk HÁSkÓlakennara í nÁmSkrÁrgerð Svigrúm háskólakennara til að velja þekkingu í námskrá Barnett og Coate (2005) segja að í námskrárgerð megi líta á hverja athöfn kennara sem inngrip í það svæði eða svigrúm sem í raun tilheyrir nemendum. Námskrárgerðina megi því sjá sem tæki kennara sem gefur honum vald til að skipuleggja og ráðstafa (náms-)tíma nemanda. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að innan námskrár hverrar greinar eru þessi inngrip mismikil og með ólíkum hætti. Svigrúm kennara til að velja þekkingu eða inntak til umfjöllunar í námskeiðum, svo og mat þeirra á því hvaða þekking er fullgild, er mjög misjafnt eftir greinum. Stýrandi orðræða hverrar greinar skilgreinir það hvaða kostum góðir nemendur hennar búa yfir og svo hvers konar samskipti milli kennara og nemenda teljast við hæfi. Hin stýrandi orðræða greinarinnar endurspeglast í kennsluorðræðunni sem var mismunandi frá einni grein til annarrar (sjá 9.–10. línu í töflu á bls. 147). Til að gefa innsýn í mun á greinum verður hér fjallað sérstaklega um svigrúm kennara til að velja þekkingu eða inntak námskrár í sinni grein (sbr. 4.–5. línu í töflunni). Þekking í eðlisfræði og véla- og iðnaðarverkfræði einkennist af sterkri flokkun og lóðréttri skipan hvað varðar grunnnám. Námskeið falla að lóðréttu skipulagi þar sem hvert námskeið tekur við af öðru og námskráin flytur nemendur af einu þrepi á það næsta: Andstætt því sem ég heyri úr öðrum deildum, þá byggist allt okkar nám á þrepum. Við kennum Eðlisfræði 1, 2, 3, 4. Við kennum eða lærum Stærðfræði 1, 2, 3, 4 og alltaf lærum við meira og meira. Og byggjum á því sem undir er og það er ekki fyrr en þú ert kominn með þennan áfanga og kominn á þriðja ár í grunnnámi sem þú ferð að skynja samhengi hlutanna. (Háskólakennari í eðlisfræði) Kennarar þessara greina telja að það sé ekki í þeirra höndum að ákveða hvaða þekk- ing eigi heima í námskeiðum. Þetta á einkum við í eðlisfræðinni þar sem litið er á þekkingu sem algilda. Hverju námskeiði tilheyrir ákveðin þekking sem er fyrirfram kunn og skýrt skipulögð. Ákvarðanavaldið liggur ekki í höndum einstakra kennara heldur er það svo skýr þáttur í stýrandi orðræðu skorarinnar að það þarf ekki að ræða sérstaklega. Fari kennarar í skipulagi námskeiða eða kennslu út fyrir settan ramma er það brot á stýrandi orðræðu greinarinnar og þau tilvik þarf að ræða og koma málum aftur í rétt horf: Við veljum ekki efni í námskeiðið, við komum okkur saman um það sem er í nám- skeiðunum. Það er meira og minna ákveðin skorarhefð. Ef þú kennir Rafsegulfræði þá er það þetta efni sem þú ferð yfir og ef þú kennir Eðlisfræði 1 þá er það þetta efni sem þú ferð yfir. Og ef þú kennir verklegum hópi þá eru það þessar tilraunir sem þú kennir … Nú það hefur auðvitað komið fyrir að kennari kenni Skammtafræði 1 eins og það væri Skammtafræði 2 eða Eðlisfræði 3 eins og það væri Skammtafræði 1 og það hefur valdið almennri óánægju í skorinni og við reynum að ræða og koma reglu á þetta. (Háskólakennari í eðlisfræði) Námskrá véla- og iðnaðarverkfræði er í upphafi náms svipuð námskrá í eðlisfræði að uppbyggingu og telst, eins og hún, vera samsöfnuð. Námskeið eru skýrt afmörkuð og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.