Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Síða 166

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Síða 166
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012166 HreYfing í fortíð, nútíð og framtíð hreyfingar í samhengi við nýjan grunnþátt í aðalnámskrá allra skólastiga sem snýr að heilsu og velferð. Í annarri greininni stiklar Sigurbjörn Árni Arngrímsson á stóru í þróun íþróttafræðimenntunar á Íslandi, allt frá opnun íþróttaskóla Björns Jakobs- sonar í tengslum við Héraðsskólann á Laugarvatni 1932 til vorra daga. Í þriðju grein þáttarins fjallar Janus Guðlaugsson um mikilvægi námskrár í íþróttum fyrir grunn- skóla, og að hún endurspegli alla grunnþætti aðalnámskrár. Loks er fjórða og síðasta greinin vangaveltur Erlings Jóhannssonar um framtíðarviðfangsefni íþrótta- og heilsufræðinga og stöðu þeirra og mikilvægi innan menntakerfisins. mikilVægi hrEyfingAr Vísindasamfélagið er nokkuð sammála um að stærstu áhættuþættir langvinnra sjúk- dóma séu óhollt mataræði, reykingar, áfengisdrykkja og ekki síst hreyfingarleysi. Á síðustu áratugum hafa fræðimenn lagt fram afar sterk rök fyrir því að kyrrsetulífs- stíll auki líkurnar á ótímabærum dauða og ýmiss konar krankleika sem koma mætti í veg fyrir með aukinni hreyfingu fólks (World Health Organization, 2010). Í hinu virta tímariti Lancet voru nýlega lagðir fram útreikningar sem leggja mat á þann toll sem hreyfingarleysi tekur af samfélagi okkar (Lee, Shiroma, Lobelo, Puska, Blair og Katzmarzyk, 2012). Niðurstaða þeirra útreikninga er að um 6–10% dauðsfalla af völd- um helstu langvinnu sjúkdómanna annarra en smitsjúkdóma (kransæðasjúkdóma, sykursýki af tegund II, brjóstakrabbameins og ristilkrabbameins) megi rekja beint til hreyfingarleysis. Við ættum þó ekki eingöngu að horfa á hreyfinguna í tengslum við sjúkdóma, því áhrif hreyfingar eru annað og meira en verndandi þáttur í þeirri baráttu. Bent hefur verið á að einstaklingar sem stunda reglubundna hreyfingu, þ.e. nota líkamann til þess sem hann er ætlaður, til að ganga, hlaupa og reyna á sig reglulega, hvort heldur sem er í vinnu, heima við, á leið í og úr vinnu eða í frítímanum með fjölskyldunni, hljóti margvíslegan ávinning af því. Þessi hópur fólks öðlast alla jafna aukna líkam- lega og andlega velferð. Þessir einstaklingar eiga auðveldara með að skynja tilgang og gildi lífsins; þeir auka lífsgæði sín, bæta svefn, minnka kvíða og mynda sterkari sam- bönd við aðra og auka félagsleg tengsl svo einhver dæmi séu tekin (Das og Horton, 2012). Það er því til mikils að vinna fyrir litla þjóð í Norður-Atlantshafi að efla þátt- töku allra, óháð kyni, aldri, búsetu og holdafari, í sem fjölbreyttastri hreyfingu. Þetta verður enn mikilvægara ef við setjum það í samhengi við þá tíma sem við nú lifum, þar sem aukins aðhalds skal gætt í öllum útgjöldum samfélagsins. Það að auka hreyfingu hefur oft verið sagt hagkvæmasta aðgerðin sem býðst til að bæta lýðheilsu þjóða, því með aukinni hreyfingu stuðlar samfélagið að auknu heilbrigði, bæði líkamlegu og andlegu (Blair, 2009; Morris, 1994). Einn meginvett- vangurinn þar sem nýta mætti hreyfingu enn betur er skólakerfið. Vandamálið snýst hins vegar ekki um að færa rök fyrir áhrifum af aukinni hreyfingu nemenda á öllum skólastigum, heldur hvernig megi auka hreyfinguna og hvaða aðferðir skili bestum árangri. Það hefur reynst flestum vísindamönnum erfitt að sýna fram á hingað til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.