Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Side 172

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Side 172
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012172 íÞrÓttakennara- og íÞrÓttafræðinÁm Á laUgarvatni fYrr og nú fyrst og fremst hafa menntað íþróttakennara og starfið verið í nokkuð föstum og hefðbundnum skorðum. Árni Guðmundsson tekur við af Birni Jakobssyni sem skóla- stjóri árið 1956 (Anna Lilja Sigurðardóttir og Óli Barðdal, 2001) en þrátt fyrir fjölda námsgreina og hugmyndir íþróttahreyfingarinnar um tveggja vetra nám (Ingimar Jónsson, 2000) lengdist námið ekki fyrr en árið 1972 (Guðrún H. Eiríksdóttir, 1996). Þá varð íþróttakennaranám að tveggja ára námi (tveir vetur) og skyldu nemendur starfa við íþróttakennslu í a.m.k. 70 klst. sumarið á milli námsvetranna (Emil örn Kristjáns- son og Rósa Þórisdóttir, 1981). Námsefni skólans jókst við þessa lengingu og skiptist í þrennt: Kjarna (sameiginlegt námsefni allra nemenda), kjörsvið (námsefni, greinar og greinaflokkar valdir af nemendum) og valgreinar (allt annað námsefni nemenda) (Lög um Íþróttakennaraskóla Íslands nr. 65/1972). Einnig var tekin upp sú nýbreytni, sem ekki lagðist af fyrr en skólinn sameinaðist Kennaraháskóla Íslands, að nemendur og kennarar Íþróttakennaraskólans sáu um alla íþróttakennslu við aðra skóla á Laugarvatni (Emil örn Kristjánsson og Rósa Þórisdóttir, 1981). Árið 1974 útskrifuðust síðan fyrstu íþróttakennararnir eftir þessa lengingu námsins (Guðrún H. Eiríksdóttir, 1996) en á þessum árum voru nýir nemendur teknir inn í skólann annað hvert ár. Það breyttist ekki fyrr en árið 1987, en þá var farið að innrita nemendur árlega. íÞróttAkEnnArAnámið á lAugArVAtni sEm háskólAnám Árið 1997 tók Erlingur Jóhannsson við sem skólastjóri Íþróttakennaraskólans og strax í janúar árið eftir sameinaðist skólinn Kennaraháskóla Íslands (Þórir Ólafsson, 1999). Hugmyndir um sameiningu eða samvinnu þessara skóla höfðu reyndar komið fram löngu áður og einnig áhugi á því að Íþróttakennaraskólinn færðist upp á háskólastig (Emil örn Kristjánsson og Rósa Þórisdóttir, 1981). Íþróttakennaraskóli Íslands breyttist því í námsbraut í íþróttafræði (og síðar íþrótta- og heilsufræði) innan Kennaraháskólans (Lög um Kennaraháskóla Íslands nr. 137/1997). Þar með var íþróttakennaranám komið á háskólastig eins og allt annað kennaranám á Íslandi og orðið þriggja ára nám til bakkalárgráðu. Samfara þessari lengingu námsins og uppfærslu á háskólastig var námið endurskipulagt með tilliti til breytinga á skólakerfinu, breyttra lifnaðarhátta og hlutverks íþrótta og líkamsræktar (Erlingur Jóhannsson, 1999). Hið nýja nám byggðist á 120 einingum í íþróttafræðum og íþróttagreinum og 60 einingum í uppeldis- og kennslufræðum. Fyrstu tvö árin voru skipulögð með tilliti til íþróttakennslu í grunn- skólum og þriðja árið undirbjó nemendur meðal annars fyrir kennslu í framhalds- skólum. Á þriðja árinu gátu nemendur líka valið um þjálfunarsvið annars vegar og tómstunda- og félagsmálasvið hins vegar (Erlingur Jóhannsson, 1999). Einnig urðu með samruna Íþróttakennaraskólans og Kennaraháskólans þær breytingar að útskrif- aðir nemendur gátu jafnframt kallað sig íþróttafræðinga en fram að því kölluðust útskrifaðir nemendur einungis íþróttakennarar. Fyrstu íþróttafræðingarnir, lærðir á Íslandi, sem jafnframt voru íþróttakennarar útskrifuðust 2001 og höfðu eftir sem áður kennsluréttindi í bæði grunn- og framhaldsskólum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.