Morgunblaðið - 14.04.2012, Síða 24

Morgunblaðið - 14.04.2012, Síða 24
24 FRÉTTIRViðskipti Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012 STUTTAR FRÉTTIR ● Útboð á óverðtryggðum ríkisbréfum, RIKB 14 0314, fór fram hjá Lánamálum ríkisins í gærmorgun. Öll samþykkt til- boð buðust á sama verði. Lægsta sam- þykkta verð (hæsta ávöxtunarkrafa) ákvarðaði söluverðið. Alls bárust 16 gild tilboð í flokkinn að fjárhæð 3.978 m.kr. að nafnverði. 11 tilboðum var tekið fyrir 2.888 m.kr. að nafnverði á söluverðinu 99,350 (5,11% ávöxtunarkröfu). 5,11% ávöxtunarkrafa ● Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn segir að þrátt fyrir að- hald í fjármálum hins opinbera sé ljóst að það muni taka lengri tíma en áður var áætlað að ná jafnvægi í rík- isfjármálum. AGS telur því mikilvægt, eigi að takast að ná settu markmiði í þeim efnum, að stjórn- völd ráðist í frekari ráðstafanir í rík- isfjármálum sem nemur 0,5% af landsframleiðslu. Slíkar ráðstafanir, hvort sem um væri að ræða niðurskurð í ríkisútgjöldum eða skattahækkanir, þyrftu því að vera um 8 milljarðar. AGS telur þörf á meira aðhaldi í ríkisfjármálum Höfuðstöðvar AGS. Glacier Securities, dótturfyrirtæki Íslandsbanka sem sérhæfir sig í verkefnum á sviði jarðvarma í Bandaríkjunum, mun veita ráðgjöf við jarðvarmaverkefni í Nevada í Bandaríkjunum. Viljayfirlýsing vegna þess var undirrituð í vikunni. Verkefnið hefur verið í und- irbúningi í langan tíma og hafa starfsmenn Glacier unnið að því með samningsaðilum. Hjá Glacier starfa sjö manns í New York og á Íslandi, samkvæmt tilkynningu. Verkefnið sem um ræðir snýst um 15 milljón Bandaríkjadala lán- veitingu frá Geothermal Regional Center (GRC) til U.S. Geothermal Inc. (USG) vegna þróunar og upp- byggingar á orkuveri í San Emido í Nevada í Bandaríkjunum. Áætlað er að verkefnið muni auka raf- orkuframleiðslu í Bandaríkjunum um 17,1 megavatt og skapa fjölda starfa. Charles Arrigo, sem leiðir jarð- hitaráðgjöf Glacier Securities í New York, segir að reynsla og þekking fyrirtækisins á sviði fjár- mögnunar jarðhitaverkefna veiti því sérstöðu. Morgunblaðið/Ómar Jarðvarmi Glacier Securities er dótturfélag í eigu Íslandsbanka. Veitir ráðgjöf í Bandaríkjunum  Kemur að stóru jarðhitaverkefni VIÐTAL Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Álið er umhverfisvænt þegar allt ferlið er skoðað frá upphafi til enda, segir Rosa Garcia Pineiro sem er iðnaðarverkfræðingur að mennt og er með meistarapróf í umhverfis- verkfræði en hefur sl. þrettán ár unnið hjá Alcoa sem á og rekur Fjarðaál á Austurlandi. Allan tímann hjá Alcoa hefur hún unnið í deildum sem hafa með um- hverfismál og einnig heilbrigðis- og öryggismál að gera. Aðspurð hvort hún sjái enga mótsögn í því að vinna hjá álframleiðanda, en framleiðsla áls er í eðli sínu alltaf mengandi þótt mismikið sé, og vinna að umhverf- ismálum hjá slíku fyrirtæki segir hún að svo sé ekki. „Það er af því að þú lítur aðeins á framleiðsluferlið. Ef þú horfir á allan líftíma álsins þá er það einmitt umhverfisvænt. Þegar búið er að nota álið er mest af því endurunnið. Af öllu því áli sem hefur verið framleitt frá því að það var fyrst búið til árið 1888 hafa 75% af því verið endurunnin eða eru enn í notkun. Svo má ekki gleyma því að athuga hvar í ferlinu mesta mengunin kem- ur. Ef við skoðum kókdós sem er framleidd úr áli, þá er framleiðsla álsins eitt stig, síðan er varan búin til og síðan er hún flutt á milli staða. Ein mesta mengunin er í bílunum sem flytja vörurnar. En sú mesta kemur frá kæliskápunum sem eru notaðir til að halda kókdósinni kaldri. Varðandi bílana, þá er það krafa ríkisstjórna sem láta sig umhverfis- mál varða að ál sé sett í meira mæli í bíla því það gerir þá léttari og minnkar bensíneyðslu og mengun af þeirra völdum. Það er miklu meiri mengun af bílum í dag heldur en iðn- aðinum.“ Aðspurð hvort barnafólk, hvort sem það er umhverfisvænt eða ekki, muni ekki frekar kjósa stál í bíla sína en ál, af því að það hugsar ekki um umhverfið þegar það veltir fyrir sér öryggi barnanna, segir hún að svo sé ekki. „Í dýrari bílunum er efna- blanda áls sem er jafn sterk og stál. Dýrari bílar eru því jafn sterkbyggð- ir og þeir væru úr stáli en eru jafn- framt léttari vegna álsins. Ál er orðið gríðarlega vinsælt í byggingum, um 40% af framleiddu áli fara í byggingariðnaðinn í dag, og er nú til í útgáfum sem beinlínis hreinsa loftið í nálægð við bygging- arnar. Þessi gerð áls kom á markað í fyrra og vonumst við til vinsælda hennar í gerð bygginga í borgum,“ segir Pineiro Álið leikur stærra hlutverk í umhverfisvernd í heiminum  75% af öllu því áli sem hefur verið framleitt frá upphafi eru enn í notkun Umhverfisverkfræðingur Rosa Garcia Pineiro er framkvæmdastjóri um- hverfis-, heilbrigðis- og öryggismála frumframleiðslu Alcoa í Evrópu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Alcoa » Fyrirtækið var stofnað 1888, árið sem álið var uppgötvað. » Stærsti álframleiðandi í heiminum. » 61.000 manns vinna hjá Al- coa, þar af 17.000 manns í Evr- ópu. » Árleg sala fyrirtækisins er upp á 25 milljarða dollara. » Samkvæmt mannfjölda- spám munu jarðarbúar fara úr 6,6 milljörðum og upp í 9,1 milljarð árið 2050. Alcoa telur að ál muni leika stórt hlutverk í að takmarka mengunaráhrif af svo mikilli fólksfjölgun.                                          !"# $% " &'( )* '$* +,-.-/ ,0+.12 +,1.3/ ,,.404 ,+.20+ +5.13/ +35.1 +./-,/ +2/.3, +--.-1 +,-.2/ ,0,.,5 +,1.1, ,,.41 ,+.2-/ +5.12 +32.02 +./-1+ +2/.2 +-1.+4 ,,2.+053 +,1.,/ ,0,.11 +,5.02 ,,./3- ,,.0,2 +5.54/ +32.45 +./1+1 +2-.45 +-1.-+ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Pineiro er nýkomin úr heimsókn í Fjarðaál þar sem hún skoðaði ál- verksmiðju Alcoa. Hún er ákaflega ánægð með hvernig hefur til tekist og segir að öllum hæstu viðmiðum sé mætt hvað varða öryggis- og umhverfismál. „Ekki einn einasti dagur á síð- asta ári tapaðist vegna vinnuslyss. Öryggismálin eru í lagi. En það gladdi mig ekki minna að sjá hve nærsamfélagið er jákvætt gagnvart starfseminni og hvað það er mikil samvinna við það. 76% af starfsmönnum Fjarðaáls hafa unnið í sjálf- boðavinnu í nær- samfélaginu. Enda eru sam- kvæmt könn- unum 82,3% fólksins á þess- um hluta Austur- lands á því að framlag Fjarðaáls til samfélagsins sé mikið.“ En sú könnun ku hafa náð til þess hluta Austurlands sem liggur frá Stöðvarfirði til suðurs og að Borgarfirði eystri til norð- urs. Alcoa á Austurlandi ÖRYGGIS- OG UMHVERFISMÁL Góð brauð - betri heilsa Handverk í 18 ár Dalvegi 4 - 201 Kópavogur Hamraborg 14 - 200 Kópavogur Opnunartími Dalvegi: Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00 laugardaga frá 6:00 til 17:00 sunnudaga frá 7:00 til 17:00

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.