Helgafell - 01.06.1942, Blaðsíða 47

Helgafell - 01.06.1942, Blaðsíða 47
LIFENDUR OG DAUÐIR 181 anna. Og hamingjusöm mætti sú kona vera, sem ekki ætti verra atlæti hjá eiginmanninum en vélin hjá Sæ- mundi. Hann veik vart frá henni, nótt né nýtan dag, og annaðist hverja þörf hennar með gleði. Stöðugt var hann að smyrja hana, þreifa á henni, hvort hún hitnaði ekki um of, þukla á henni, hátt og lágt, fága hana með tvisti, þurrka af henni með klút, sínum eigin vasaklút. Enda gljáði á skrokkinn á henni — eins og gull. Skrokkurinn á Sæmundi gljáði líka, einkum andlit- ið, og það var hreint undur, hvað þeim svipaði saman, vélinni og honum. Það var með þeim hjónasvipur. Rétt seinna var kominn vetur og þennan vetur bar það til tíðinda, að Sigurþór fiskimatsmaður veiktist. Læknir, lækna sjálfan þig, hugsaði nú víst einhver í hjarta sínu, eins og Nazaredarnir gömlu á dögum Krists, en Sigurþóri fór sem lausnaranum: öðrum gat hann hjálpað, en sjálfum sér gat hann ekki hjálpað. Þetta var krabbi, sem að honum gekk. Hann lá lengi í rúminu og veslaðist upp. Hann varð ákaflega horaður, þegar fram í sótti, gat ekki borðað mat, varð að láta sér nægja það, sem þynnra var: loftið eitt. Það var átak- anlegt að horfa upp á þetta, og allir á Sandeyri tóku það nærri sér, mest fékk það þó á Sæmund. Hann kom til hans svo oft sem hann gat, ef ske kynni, að hann gæti eitthvað gert, en hann gat ekkert gert, bara vanrækt vélina sína, og það verkaði ekki sem læknisdómur á Sigurþór. ,,Ég sá það strax á þér, Sæmundur, þegar þú komst til mín meiddur upp ur sjónum, að þú hafðir góðan mann að geyma,“ sagði Sigurþór einn dag- inn, og var þá mjög af honum dregið. ,,0, seiseiseisei," andvarpaði Sæ- mundur, og fannst hann nú hvorki mega segja já né nei, þrátt fyrir þau ummæli ritningarinnar, að einmitt svo skyldi ræða manns vera. ,,Það er dagsanna,“ hélt Sigurþór áfram. ,,Og nú langar mig til þess að biðja þig einnar bónar og hún er sú, að þú haldir undir eitt hornið á kist- unni minni, þegar mér verður skuss- að hérna út fyrir hann Skuggavald.“ Nú munaði minnstu, að Sæmundur gréti, og það hafði hann þó ekki gert síðan hún Gunna, kærastan hans, sveik hann fyrir röskum þrjátíu árum. ,,Það er ekki víst hver annan gref- ur, Sigurþór,“ kjökraði hann. ,,En farir þú á undan mér, þá — ja, það mætti nú ekki minna vera en ég gerði þetta fyrir þig.“ ,,Þakka þér fyrir, Sæmundur**, hvíslaði fiskimatsmaðurinn og rétti honum aðra stóru læknishöndina sína, sem nú var holdlaus orðin, köld og rétt steindauð. Skömmu seinna gaf Sigurþór upp andann. Þetta var í janúarmánuði og mikill snjór á jörðinni, allt niður í flæðar- mál. Frost var einnig og stundum stormur þar að auki, svo snjórinn rauk. Síðan var það eina nóttina, að vonda veðrið lagðist í fótinn á Sæ- mundi, þann sem meiðst hafði. Það hljóp í hann gikt, ákaflega svæsin. Þetta var nóttina fyrir jarðarfarardag- inn, og um morguninn var giktin enn í algleymingi og Sæmundur haltur, er hann kom á fætur, næstum ófær til gangs. Samt lagði hann af stað með líkfylgdinni og hélt undir eitt horn kistunnar, ætlaði sér ekki að láta und- an, beit á jaxlinn og — ja, það verð- ur að segja sem satt er — bölv- aði í hljóði. Að það kæmi svo að haldi ? Nei, ónei, því miður. Sæmund- ur varð að setjast niður. Hins vegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.