Helgafell - 01.06.1942, Blaðsíða 90

Helgafell - 01.06.1942, Blaðsíða 90
L'ETTARA HJAL MÉR, finnst hlýða, áður en ég sný mér að öðrum viðfangsefnum, að tjá ánægju mína og þakkir fyrir þær viðtökur, sem Helgafelli hafa þegar hlotnazt. Það hefur strax í upphafi eignazt margt ágætra lesenda og á sama hátt hafa blöðin tekið því með vin- semd og skilningi. Aðeins eitt hinna stærri blaða hefur hliðrað sér hjá að HELGAFELL gera ýtarlega grein fyrir út- ÞAKKAR gáfu tímaritsins og er vert að taka það fram, að sú afstaða hins vinsæla blaðs mun sízt sprottin af nokk- urri andúð í garð Helgafells, en miklu frek- ar af því, að blaðið kunni því ekki, fyrir hóg- værðar sakir, að taka til máls um rit, sem hef- ur bókmenntir og önnur menningarmál á stefnuskrá sinni. Hins vegar var þess alls ekki að vænta, að tímarit, sem hlaut að taka ákveðna af- stöðu í viðkvæmum málum, kæmist hjá því að hljóta nokkur olnbogaskot. Þannig hefur Helgafell orðið aðnjótandi þeirrar lífsreynslu, að verða fyrir nokkru aðkasti frá tveim blöð- um, sitt í hvorum landsfjórðungi, en þau blöð eru Dagur á Akureyri og Tíminn í Rykjavík. En bæði hafa þau þó áður farið vingjarnlegum orðum um tímaritið og rit- stjórn þess, og þó þau hafi síðar meir séð sig um hönd og gerzt nokkru ókurteislegri, en önnur blöð mundu óska sér að verða, þá er þó vafasamt, hvort þau hafa, með því, brotið verulega í bág við siðalögmál íslenzkr- ar dagblaðamennsku. En þó út í þetta verði ekki frekar farið, nema ný og viðkunnanlegri tilefni gefist, verður þó ekki hjá því komizt, að víta jafn ágætt blað eins og Tímann fyrir þann mála- flutning, sem hann hefur haft í frammi vegna nokkurra hreinskilnislegra ÁSÖKUNUM athugasemda, sem stóðu í SVARAÐ Léttara hjali síðast, um sér- staka mynd, sem Ríkarð- ur Jónsson hafði framið af vítaverðu gáleysi. En þó ég vilji ekki draga í efa listasmekk hinna ýmsu dullarfullu höfunda, sem skrifa nafnlausar og „aðsendar" greinar í Tímann, þá er það samt sem áður eitt af tvennu, allt of mikil tilfinningasemi, eða skortur á stjóm- málalegum manndómi, að geta ekki látið sér koma til hugar, að annað hafi ráðið um af- stöðu Léttara hjals til þessarar myndar en ó- vinátta í garð R. J. fyrir það eitt, að hann treysti sér ekki til að skrifa naín sitt undir skjal nokkurt, sem frægt er orðið af svokall- aðri listamannadeilu. Ég tel fulla ástæðu til að mótmæla þessu, þvf auk þess sem mér er ekki ókunnugt um, að R/karður Jónsson taldi sig hafa persónulega ástæðu til að óska þess að standa utan við fyrrnefnda deilu, þá þykist ég ennfremur mega vænta þess, að R. J. sé gæddur þeim mun meiri virðingu fyrir köllun sinni, en hinn pólitíski listfræð- ingur Tímans, að hann taki það síður en svo illa upp, þó vandað sé um við þann mann, sem lætur til leiðast að sýna léttúð í um- gengni við þá list, sem á að vera honum heilög. Ég vil ennfremur benda hinu greina- góða blaði, Tímanum, á það, að Helgafell hefur, í því hefti, sem nú er í prentun, gert ráðstafanir til að birta nokkrar myndir eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.