Helgafell - 01.12.1942, Síða 96

Helgafell - 01.12.1942, Síða 96
366 HELGAFELL kökur í forgrunni myndarinnar. Þetta gefur verkinu dularfullan svip, svo að á- horfandinn trúir því naumast, að hér sé um raunverulega skynjunað ræða, jafn vel þótt hann hafi oft séð marskotturnar áður inni í vinnustofu listamanns- ins. Þar eru þær áþreiíanlegir hlutir, en í miðju Þingvallahrauni eru þær verur frá öðrum heimi. Auk þess hafa þessi aðskotadýr mikla þýðingu fyrir útlit myndarinnar og byggingu. Flatkökurnar, sléttar og kringlóttar, mynda þægilega andstæðu við hrjúft og óreglulegt hraunið, og skotturnar, sem eru í sterkum, rauðum og bláum litum, lífga mjög upp gráa auðnina. Þessi mynd er í ætt við margar huldufólksmyndirnar, þar sem hugarheimur höf- undarins sameinast gráum hversdagsleika þannig, að báðir vinna við. Þá er ótalin ein mjög þýðingarmikil hlið á list Kjarvals, en það eru teikningar hans og andlitsmyndir. En þær eru svo ólíkar hver annarri, að ekki er hægt að lýsa þeim í stuttu máli. Sumar eru hreinræktaður impressio- nismi (sjálfsmyndin, sem fylgir þessu hefti, og mörg andlitin í möppunni), aðrar búa yfir egypzkri tign (svarta konumyndin). Þá hefur Kjarval teiknað margar englamyndir, barnsandlit og ungmeyjahöfuð af slíkri fegurð og sak- lausum yndisleik, að Botticelli sjálfur gæti verið stoltur af. Kjarval hefur gert fjölda af smáteikningum, þar sem snilld hans kemur fram á fullkomnastan hátt. Þær vinnur hann á skemmstum tíma, svo að listin verður fyrir minnstri truflun af íhugun og öðrum hættulegum hlutum. Sumar pensilteikningarnar af einni trjágrein, nokkrum smásteinum eða hrafni eru meira virði en mörg af stærstu málverkunum hans, sem stríðsgróðamenn nú á dögum kaupa eins og álnavöru fyrir tugi þúsunda króna. En það, sem mest hefur aukið á vinsældir Kjarvals meðal alþýðu, eru ekki afrek hans í málaralistinni, heldur tilfinning hans fyrir hinu skoplega, sem víða kemur fram í myndum hans, en ekki sízt í ljóðagerð og daglegri framkomu. Og það skoplegasta af öllu er, í hans augum, aðdáun fólksins á honum sjálfum. Þegar listsýningin var haldin hér í bænum síðast liðið ár, var Kjarval og tveimur öðrum listamönnum boðið í virðingarskyni að velja verk sín sjálfir. Þessu svaraði Kjarval með því að senda þrjár myndir. Hétu tvær ,,Haust“, en daginn áður en sýningin var opnuð, óskaði hann þess, að nafninu á ann- arri myndinni yrði breytt í ,,Vor“. (Ljósgul hraunmynd í van Gogh-stíl). Þriðja myndin hét ..Ljóðaljóð gróandans“, og lýsti listamaðurinn henni sjálfur á þessa leið (orðrétt) : „Fyrst málaði ég landslag, en svo líkaði mér það ekki, svo ég málaði fantasíu ofan í. Svo líkaði mér hún ekki heldur, svo eg málaði annað landslag þar ofan í. Svo líkaði mér ekki neitt af þessu, svo eg krassaði yfir allt saman. Efst í horninu vinstra megin er fallegur blár blettur. Þar sest í himininn á fyrra landslaginu. í miðri myndinni sést aðeins móta fyrir „fígúru . Hún er úr fantasíunni. Og neðst sést svo lítið í stein úr seinna landslaginu“.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.