Helgafell - 01.12.1942, Síða 113

Helgafell - 01.12.1942, Síða 113
DR. RHINE OG TILRAUNIR HANS 383 raunafjöldi er tekinn til greina, er ár- angurinn mjög mikilsverÖur, þvf að frávik frá meðaltali fyrir tilviljun ættu að vera nærri því hverfandi. Til þess að tákna stærðfræðilega líkurnar, sem mæla á móti því, að meðaltalið 6,5 fengist út úr 15 000 tilraunum fyrir einskæra tilviljun, þarf tölu, sem skrif- úð er með 50 tölustöfum. Og í 625 til- raunum, þar sem aðeins komu til greina hrein fjarhrif, náði frú Garrett 13,4 réttum sögnum að meðaltali. Lík- urnar á móti því, að hér geti verið um tilviljun að ræða, eru svo óskaplega miklar, að til þess að tákna þær þarf töluna 1 með 96 núllum á eftir, en það er talan 10 margfölduð með sjálfri sér 96 sinnum. Hin nýja bók dr. Rhines: Extra- Sensory Perception After Sixty Years — er að nokkru leyti saga rannsókna á óskilvitlegum hæfileikum, síðan sál- arrannsóknarfélagið brezka var stofn- að árið 1882, en að nokkru leyti er hún svar til gagnrýnenda, er ráðizt hafa á þær niðurstöður, sem birtar eru í bók- unum Extra-Sensory Perception og New Frontiers of the Mind. Síðan ár- ið 1917 hefur dr. Rhine verið að full- komna tilraunaaðferðir sínar, þannig að gagnrýni verði ekki að komið. Nú hefur hann til dæmis tvo athugendur viðstadda hvert próf, og því nær allar tilraunirnar fara fram bak við tjöld og við skilyrði, sem hljóta að gera til- raunapersónunum ókleift að öðlast nokkrar vísbendingar eða gögn fyrir tilstilli hinna venjulegu skilningarvita. Upp á síðkastið hafa tugir annarra könnuða tekið upp rannsóknir þessu líkar, en árangurinn er mótsagna- kenndur. Margar þessara tilrauna hafa reynzt neikvæðar, en aðrar hafa stutt niðurstöður dr. Rhines. Sérstaklega eftirtektarverð tilraunapersóna var ungfrú X., mjög taugaveikluð ung stúlka, en hana uppgötvaði dr. Bern- ard Reiss við Hunter háskóla í New York. Reiss var vantrúaður á kenning- arnar um óskilvitlega skynjun, og hann tók nú að gera tilraunir um þetta. Sátu tilraunapersónan og hann hvort í sínu húsi, og var alllangt á milli. Úr 84 til- raunum, sem gerðar voru á ungfrú X., kom út meðaltalan 16,7. Verður að tákna líkurnar gegn því, að hér geti verið um tilviljun að ræða, með töl- unni 10 í 500. veldi, en sú tala er svo há, að á engra manna færi er að gera sér grein fyrir henni nema stjarnfræð- inga. Það er næstum víst, að bókin Extra-Sensory Perception After Sixty Years á eftir að vekja nýtt uppnám í herbúðum sálfræðinga, en þó geta vel liðið mörg ár, þar til niðurstöður henn- ar hafa annað hvort verið viðurkennd- ar sem hversdagslegar staðreyndir eða þeim varpað fyrir borð af vísndunum í eitt skipti fyrir öll. Háskólaprófessor einn í New York hefur látið fara fram um málið atkvæðagreiðslu meðal sál- fræðinga, og af 352 mönnum, sem svöruðu fyrirspurn hans, litu aðeins fimm á óskilvitlega skynjun sem sann- aða staðreynd. 26 töldu ,,líklegt“, að hún væri til, en hinir mæltu í móti, svo að dr. Rhine á enn eftir að sigr- ast á mikilli andstöðu. Lauslega þýtt úr ,,Li/e“.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.