Helgafell - 01.12.1942, Síða 137

Helgafell - 01.12.1942, Síða 137
BRÉF 407 ekki hægt að neita því, að réttindaaukning Verzlunarskólans er bein móðgun og svívirða í garð Gagnfræðaskóla Reykvíkinga af stjórnar- valdanna hálfu. Við stúdentar teljum, að G. R. bafi sýnt í verki, að hann sé fær um að braut- skrá stúdenta, sem í öllu séu jafngildir stúdent- um fiá Menntaskólanum á Akureyri og Mennta- skólanum í Reykjavík. Hins vegar virðist okkur mega ráða af reglugerð lærdómsdeildar Verzl- unarskóla íslands, að þaðan se áð vænta stud- enta, sem fremur lækki menntastig háskóla- stúdenta en hitt. Þetta er þá afstaða okkar stúdenta til þessa máls. Ég hef skýrt skilning okkar á reglugerð- inni og staðizt þá freistingu að snúa út úr henni, en til þess gefur hún vægast sagt ærið tilefni. En ég læt Speglinum það eftir. Ég vona, að þessi fáu orð nægi til að sýna, að það er ekki fjandskapur f garð nýrra háskólaborgara eða menntaleg einokunarstefna, sem ræður skoðun okkar um þetta mál. Hins vegar er okk- ur Ijóst, að íslenzkri menntamannastétt er meiri þörf á vöruvöndun en framleiðsluaukningu. Kristján Eldjárn. Enn um menntamálaráð í septemberhefti „Helgafells" þ. á., bls. 271 — 272, standa þessi orð eftir hr. dósent Gylfa Þ. Gfslason: ,,DeiIa listamannanna og rithöfundanna við Menntamálaráð er hin athyglisverðasta, og sök- um deiluefnisins hljóta allir hugsandi menn að Iáta málið sig nokkru skipta. Styrinn stendur um það, hvort hið opinbera eigi að styrkja rit- höfunda og listamenn eftir verðleikum einum eða eftir stjórnmálaskoðun og fylgispekt við valdhafana. í rauninnni er því um það deilt, hvort íslenzkir rithöfundar og listamenn eigi að búa við óskorað andlegt frelsi eða ekki. En það hlýtur að koma þeim, sem utan við deiluna standa, dálítið kynlega fyrir sjónir, hverjir gerzt hafa fjandmenn andlegs frelsis á íslandi og hverjir eru meðal formælenda þess. Mennta- málaráð er eingöngu skipað mönnum úr lýð- ræðisflokkum, en meiri hluti þess virðist samt þeirrar skoðunar, að rithöfundar og listamenn, sem hafa „gagnbyltingarsinnaðar" skoðanir, þ. e. a. s. aðrar skoðanir en meirihlutinn, eigi ekki tilverurétt, heimkynni þeirra sé „utan við mann- félagið". Það er m. ö. o. lýðræðissinnaður meirihluti í Menntamálaráði, sem hér á landi beitir sér fyrir ráðstjórnar-ritfrelsi, þ. e. a. s. frelsi fyrir þá eina, sem eru ekki „gagnbylt- ingarsinnaðir" eða „á móti mannfélaginu". Ég geri ráð fyrir, að fæstum þyki það heið- urstitill að vera kallaðir ,,fjandmenn andlegs frelsis á fslandi**, að minnsta kosti tel ég það eitt af verstu skammaryrðum, og hef síðan ég var unglingur og las bók Mills ,,Um frelsið“ haft megnustu óbeit á andlegu ófrelsi, og ég veit ekki til, að ég hafi nokkurn tíma í orði eða verki léð því lið. Herra Gylfi Þ. Gísíason færir í grein sinni engar ástæður fyrir þessum orð- um sínum. Ég hef spurt hann, hvar eða hve- nær meirihluti Menntamálaráðs hafi beitt sér fyrir ,,ráðstjórnar-ritfrelsi“ hér á landi, eins og hann skilgreinir það og skýrir í ritgerð sinni, en hann gat ekki sagt mér það. Ég hef spurt félaga mína í Menntamálaráði að hinu sama, og þeir vilja ekki kannast við, að þeir hafi átt þátt í slíkri baráttu. Vér verðum því að líta nánar á málið, og er þá fyrst að gera sér Ijóst, hvað ritfrelsi er, en það er ein grein and- legs frel8Ís. Auðsætt er, að líkt á við um frelsi listamanna til að semja og birta verk eftir sín- um 8mekk, og trúmanna til að láta trú sína í ljós. Allt er þetta andlegt frelsi. í stjórnarskrá vorri stendur: ,,Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar á prenti; þó verður hann að ábyrgjast þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar tálmanir fyrir prentfrelsi má aldrei í lög leiða'*. Þessi grein veitir engan annan rétt eða frelsi en orð hennar ákveða. Hún veitir t. d. engum listamanni eða rithöfundi rétt tij að heimta, að aðrir meti verk hans jafnmikils og sjálfur hann. Hún verndar engan gegn því, að ritað sé um verk hans öðru vísi en honum sjálfum líkar, hún heimilar þvert á móti hverjum einum að birta á prenti skoðun sína á verkinu, hvernig sem hún er og hvort sem hún kemur í bága við skoðun höfundarins eða ekki. Og hún gef- ur engum rétt til að heimta, að aðrir kaupi verk hans af honum eða að honum sé veitt fé til þess að hann geti lifað og skrifað. Sá réttur verður ekki leiddur af því, sem hingað til hefur verið talið andlegt frelsi. Þetta verður ef til vill enn augljósara, ef vér berum andlega frelsið saman við annað frelsi, t. d. verzlunarfrelsi. Hugsum oss kaupmann, sem í skjóli verzlunarfrelsisins býður fram vör- ur, sem hann hefur sjálfur framleitt. Maður kemur í búðina, lítur á vörurnar, kaupir einn hlut og segir, að sér hafi litizt betur á hina hlut- ina, sem hann vanhagaði um, f annarri búð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.