Helgafell - 01.12.1942, Side 147

Helgafell - 01.12.1942, Side 147
Höfundurinn og verk hans Erindi flutt á vegum Listamannaþingsins Einu sinni, þegar ég var unglingur, dreymdi mig, að ég gekk um götu í brekku, og ofan götunnar, rétt á götu- barminum lágu bækur í röð með götunni, eigi allfáar, og þóttist ég vita í draumnum, að þær væru eftir mig. Fór ég í óða önn að gá í bækurnar, reyndi að setja á mig heiti þeirra og innihald, en varð svo mikið um drauminn, að ég hrökk upp af svefni — og mundi ekki nokkurn staf. Hvort þær bækur, er bera nafn mitt í mannheimum, svara til bókanna úr draumnum, skal ég engum getum að leiða; en vxst er það, að þær eiga, hver og ein, — jafnvel þær af þeim, er bera á sér yfirskin raunveruleika, — rót sína að rekja til drauma. Þótt ég ætti líf mitt að leysa, væri mér gersamlega ómögulegt að gefa neina fullnægjandi skýringu á því at- hæfi mínu að rita bækur og þó enn þá síður á hinu, hvers vegna ég rita bækur mínar eins og ég geri. Vart mun sú skýring talin nægileg, að þetta verður nú einu sinni þannig að vera. Samt mun það vera sú skýring, er næst kemst sannleikanum. Verk mitt vinn ég, af því að mér er það eðlilegt, og ég vinn það eins og mér á hverri stundu býr hugur í brjósti. Á verk mín hef ég aðeins einn mæli- kvarða: Mér finnst, að þannig eigi það að vera; og ég hlíti aðeins einum dómi: rödd í brjósti mínu. Maður, er sinnir listum og notar þau vinnubrögð, er nú var lýst, hlýt- ur á langri ævi að stíga mörg víxlspor, bæði á einn veg og annan. Það hygg ég muni vera óhjákvæmilegt. Enda má hann vel við una, ef aðeins ein- hverjum hluta af því, er hann fær af- kastað, endist gildi út yfir sjálfcin hann, en það er markmið allrar listar, og um leið hin einu laun listamanns- ins, sem orðum er að eyðandi. Allt annað — lof, Jaun, heiður — er í sam- anburði við það tildur eitt. Þýðing þess fyrir listamanninn er á við veðra- brigði; hitt er rétt, að gott veður get- ur verið unaðslegt — og í harðviðrum geta veilir menn og lítt búnir orðið úti. Barningsveður er ef til vill æskilegast, enda lang almennast. Ég hef alla daga talið mér skyldu til bera að vinna að verki mínu, eins og aðrar ástæður fremst leyfðu. Stundum hafa fordild og ástríður af ýmsu tagi rekið á eftir, og verður varla hjá slíku siglt breyskum mönnum. Efnin hafa komið til mín sjálfkrafa flest hver og með ýmsu móti. Skal ég drepa stutt- lega á sögu einstakra bóka. Gest eineygSa skrifaði ég að vorlagi á tólf eða fjórtán dögum. ASventu var ég aftur á móti að glíma við heilt sum- ar, fella orð að orði, þangað til ég
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.