Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Side 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Side 16
*Meðlimir Memfismafíunnar lögðu upp í frægðarför til Kúbu og komu margs vísari heim »18Ferðalög og flakk Í St. Paul, Minnesota er gott að vera. Úrvalið af fersku hollmeti í stór- mörkuðunum er einstakt og borgin skipulögð þannig að aldrei er lengra í græn svæði og leikvelli en 600 metrar. Hamborgarasósan drýpur líka af hverju frönsku strái og eru fleiri bílalúgur hér en sumarhús í Grímsnesi! Segulbandið, brauðristin, sjóskíðin, Betty Crocker, Cheerios og Pills- bury’s Best koma héðan auk teiknimyndasagnanna um Smáfólkið. Dásamlegu ræðismannshjónin hafa búið hér í áratugi og tala óspillta ís- lensku eins og í myndbrotum frá árdögum Ríkissjónvarpsins, vandað málfar og engin linmælgi. Jólaballið nefnist jólabarnaball og eru jóla- sveinavísur Jóhannesar úr Kötlum sungnar hástöfum kringum jólatréð. Ekkert útþynnt. Guðni Már Harðarson stundar meistaranám í predikunarfræðum og sálgæslu við Luther Seminary. Ásdís Björnsdóttir og Guðni Már ásamt börnunum þeim Dagmar Eddu 4 ára og Nóa Pétri 7 ára. Hauslitir í Minnesota. Heimaborg Betty Crocker Börnin njóta þess að tína epli. PÓSTKORT F RÁ ST.PAUL Eitt af markmiðum Vina Vatnajökuls er „að efla skiln-ing umheimsins á mikilvægi Vatnajökulsþjóðgarðs ogeinstakri náttúru hans á heimsvísu“. Það liggur beintvið að spyrja Kristbjörgu Hjaltadóttur, fram- kvæmdastjóra samtakanna, nánar út í hvað sé svona sérstakt við þetta svæði og hvort Íslendingar átti sig almennilega á því hvað þarna sé að finna. „Í raun og veru gera þeir það kannski ekki alveg. Það eru allmargir Íslendingar sem ekki þekkja stærð Vatnajökulsþjóðgarðs og átta sig ekki á því að hann nær yfir um 13% af landinu og þarna inni eru margar af okkar fallegustu náttúruperlum. Þetta er stærsti þjóðgarð- ur í Evrópu. Við erum með vatnsmesta foss í Evrópu, stærsta jökul utan heimskautasvæðanna og þarna er hæsti tindur landsins. Það er svo margt sérstakt við Vatnajökuls- þjóðgarð sem er ekki að finna neins staðar annars staðar,“ segir hún. Til að átta sig á stærðinni má nefna að Ásbyrgi er innan hans. „Það liggur við garðurinn nái milli stranda norður og suður og hann mun væntanlega gera það í framtíðinni,“ segir hún. Vegagerðin hefur áhrif á hvernig þjóð- garðurinn er heimsóttur, útskýrir Krist- björg. Hún bendir á að um 30.000 manns fari að sjá Dettifoss árlega en þangað ligg- ur malbikaður vegur en mun færri koma í Ásbyrgi en vegurinn þangað er mun lakari. Þetta hindrar för fólks, segir hún og bendir líka á Öskju og Lakagíga í þessu sambandi. „Á að hindra för fólks með vondum veg- um eða á að hafa góða vegi og skipuleggja svæðið þannig að það bíði ekki skaða af því að fólk heimsæki það?“ spyr hún en ítrekar að öll þessi innviðamál séu á könnu stjórn- ar Vatnajökulsþjóðgarðs. „Vatnajökulsþjóðgarður sér um alla innviði og rekstur á þjóðgarðinum. Vinir Vatnajökuls koma eingöngu að kynningu á þjóðgarðinum, fræðslu um hann og rannsóknum í og við þjóðgarðinn,“ segir Kristbjörg en hún segir þetta fyrirkomulag hafa reynst vel. Næstkomandi föstudag er framundan styrkveiting hjá sam- tökunum sem hafa nú þegar veitt tugi milljóna í ýmis verk- efni. „Núna er til dæmis verið að leggja lokahönd á kvik- mynd um garðinn sem Vinirnir styrktu og svo verða fjórir sjónvarpsþættir gerðir um mismunandi svæði í garðinum,“ segir hún en þættirnir verða að öllum líkindum á dagskrá RÚV á næsta ári. Samtökin eru opin öllum, segir Kristbjörg. „Við gleðjumst yfir hverjum nýjum vini og sjáum fyrir okkur í framtíðinni að þetta verði sterk og fjölmenn samtök.“ www.vinirvatnajokuls.is Morgunblaðið/RAX TUGIR MILLJÓNA Í VERKEFNI TENGD VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐI Vinir í raun KRISTBJÖRG HJALTADÓTTIR ER FRAMKVÆMDASTJÓRI VINA VATNAJÖKULS OG ER STOLT AF STÆRSTA ÞJÓÐGARÐI EVRÓPU. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Kristbjörg Hjaltadóttir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.