Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.1988, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.1988, Blaðsíða 4
FRÉTTIR - Þriðjudaginn 19. apríl 1988 HHINGT Á MIÐIN HRINGT Á MIÐIN HRINGT Á MIÐIN HRINGT Á MIÐIN Ólga meðal sjómanna vegna hugsanlegrar stýr- ingar á gámaútflutningi Sjómenn eru heldur óhressir með það ástand, sem hefur skapast vegna yfirstandandi vinnudeilna, en margt er skrýt- ið í kýrhausnum. Hinn marg- umtalaði gámaútflutningur hef- ur tekið á sig furðulegar myndir, þó ekki sé kannski hægt að tala um útflutning í gámum, þá er fiskurinn vissu- lega fluttur í gámum. Það nýjasta í þessum málum er að í litlum mæli er fiskur fluttur í hina áttina, þ.e. til Reykjavík- ur á Faxamarkað, með gáma- skipunum. Ekki eru mikil brögð af þessu ennþá, en ein- hverjir munu vera að kanna þennan möguleika til að koma aflanum í verð og ekki hefur áhuginn minnkað eftir að Breki seldi 146 tonn á Faxamarkaði og fékk ágætt verð fyrir. En þetta er ekki allt því Ásmundur Frostversgoði keypti í gær karfa á Faxamarkaði og flutti hingað til Eyja. Petta minnir nú orðið á söguna um kerlinguna sem vissi ekki ekki úr hvaða átt vindurinn blés. áf dvölinni þar, þó seint gangi með framkvæmdirnar. Ekki reiknar hann með að báturinn komi fyrr en í júní og er hann þá orðinn mörgum mánuðum á eftir áætlun. Emma VE er loksins búin að fara í sínu prufusiglingu og búið að skíra bátinn. Emma Páls sá um þá hlið málanna og hermt er að við þetta tækifæri hafi hún flutt ávarp á pólsku. Vestmannaey VE verður nokkurn veginn á áætlun í maí, þó hafa rigningar tafið sand- blástur, en vonandi stendur það til bóta. Óskar Þórarinsson: Er ad toga á Ingibjargar- skorunni Óskar Þórarinsson skipper á Frá var að toga í Ingibjargar- sem fluttur er út í gámum, er illseljanlegur hérna heima, t.d. koli og steinbítur. „Það má vera að við sjómenn séum skrýtnir en heimskir erum við ekki. Þetta sem gerðist um páskana kom til vegna þessa ýskuskots sem kom og stóð í tvo daga rétt fyrir páska. Þetta vissu menn ekki fyrir, en menn reyndu að losna við þennan fisk eins og hægt var innan- lands, en það var bara ekki fólk til að vinna hann. Já það eru milli 60 og 70% af fiski sem fer út vegna þess að það er ekki til fólk í landi til að vinna hann,“ sagði Óskar og eru þessi orð hans sannarlega umhugsunar- efni. Að lokum sagði hann að sennilega væri þetta bara byrj- unin, í framtíðinni yrðu menn að liggja í landi, nema forráða- mönnum dytti eitthvað annað í hug og taldi að bátaútgerð gæti átt undir högg að sækja í fram- tíðinni. 0 Loðnuskip- in eru nú að skipa yfir á önnur veiðar- færi og eru af þeim sökum miklar annir í Skipalyftunni um þessar mundir. Hann hefði verið í fangið á leiðinni í fjósið, en í bakið á leiðinni til bæjar aftur. En kannski er frystihús á Selfossi lausnin, mitt á milli Reykjavík- ur og Vestmannaeyja. Þetta var nú útúrdúr, en snú- um okkur að alvörunni. Smá saman eru brotin úr Reykjavík- urferð Huginsmanna að smella saman. Myndir úr ferðinni reyndust því miður ekki sú heimild, sem vonast var eftir, en FRÉTTIR eru komnar á sporið. Rannsókn okkar leiðir í ljós, að á laugardeginum komu þeir við í Glóðinni í Keflavík. Samkvæmt heimild- um blaðsins fóru þeir ekkert með veggjum, létu gamminn geysa eins og þeim einum er lagið. Meira verður um málið í næstu blöðum. Leó Óskarsson á Nönnu VE, sem er með bátinn út í Portúgal í breytingum, var hér á ferðinni í síðustu viku. Lætur ekki illa skorunni. „Ég segi ósköp lítið, það er bara rjátl hjá okkur, en ég er að toga í Ingibjargarskor- unni.“ Aðspurður um hvernig nafnið væri tilkomið, sagði hann að ýmist væri þetta kallað Ingibjargar skoran, eða Ingu- skarð. „Þetta er á milli Hellis- eyjar og Álseyjar. Þarna hafði aldrei verið togað, þar til ég byrjaði á því fyrir þremur árum og þá kom Eiríkur hestur með þetta ágæta nafn. Annars er þungt hljóð í sjó- mönnum eftir viðtalið við Hall- dór ráðherra í Ríkissjónvarp- inu í gær. Sjálfur sá ég ekki viðtalið, en þarna var verið að tala um að stjórna útflutningi á fiski í gámum. Það verður þægi- legt fyrir framsóknarráðherr- ana að geta sett stopp á útflutn- ing á fiski í gámum, þegar Sambandstogararnir þurfa að sigla. Já, það er ólga í sjómönn- um út af þessu," sagði Óskar og benti á að mikið af þeim fiski Andrés Sigurðsson: Bræla í nokkra daga Andrés Sigurðsson á Bjarn- arey VE, var að toga á Papa- grunni. „Já við erum hérna í frekar leiðinlegu veðri. Reynd- ar er búin að vera bræla í nokkra daga,“ sagði Andrés. Aflinn var um 1 1/2 tonn í hali, þorskur. Sagðist hann nú hafa séð þá stærri. Var ekki frá því að það vantaði eitthvað inn í miðjuna á þeim. „Síðast lönduðum við 23 tonnum upp á markað og 6 kör fóru í gáma, sem verður selt á morgun. Já það eru þrír aðrir Eyjabátar hérna, Valdimar Sveinsson, Gjafar og Halkion eru hérna á svæðinu," sagði Andrés að lokum. IGuðniHjör- leifsson skip- verji á Álsey VE. Gísli Garðarsson: Síðasta viku heldur slöpp Gísli Garðarsson skipstjóri á Dala-Rafni var heldur daufur í dálkinn. „Ég segi lítið, það er frekar dauft hjá okkur. Við erum að draga trossurnar nérna suður í kanti. Erum að draga 3. trossuna, það hafa verið þetta 180 í trossuna af einhverjum kokteil.“ Gísli sagði að aflinn hjá þeim væri á bilinu 520-530 tonn á vertíðinni. „Þetta hefði mátt vera meira hjá okkur og ég veit ekki hvað við endumst á netum. Síðasta vika var heldur slöpp hjá okkur, man ekki hvað það var mikið, en við settum eitthvað í gáma.“ Aðspurður um veðrið sagði Gísli að enn sem komið væri það ágætt, rétt austan kaldi. Hafsteinn á Jökli: Er að spá vit- lausu vedri Einn var sá sem var alveg laus við að vera fá’ann, Haf- steinn á Jökli. „Hvað heldurðu að maður segi, ekkert að hafa. Erum búnir að draga 2 trossur, ætli það sé ekki um hálft tonn í hvora. Við erum með þær við Þrídrangana og það eina góða við þetta er að fiskurinn er góður þorskur og ýsa. Síðasta vikan var léleg, einu sinni 8 tonn og svo þetta 3-4 tonn. Ekki er hægt að kvarta yfir veðrinu núna norðan gola, en hann er að spá vitlausu veðri.“ Ekki vissi Hafsteinn hvað þeir entust lengi á netunum, en þeir fara á humar í maí. Bergvin Oddsson: Veriö að leggja byggð- arlagið í rúst Bergvin Oddsson á Glófaxa var á sínum stað í kantinum, en hafði ekki erindi sem erfiði. Var að byrja á 3. trossunni, það voru 150 og 260 í fyrstu tvær. „Ég hef ekki hugmynd um hvað þetta var mikið hjá okkur í síðustu viku. Lönduðum annan hvorn dag vegna yfirvinnu- bannsins. Menn geta ekki orðið um frjálst strokið vegna kjara- deilna. Það er verið að leggja byggðarlagið í rúst með þessu öllu, maður getur aldrei fengið að róa í friði. “ Beddi kom líka inn á hug- myndir um stjórnun á gáma- útflutningi, sagðist hann ekki hafa efni á að selja ufsann á 6 krónur á mark- aðnum hérna, eins og kom fyrir um páskana. Svo vildi hann leggja áherslu á að þeir á Glófaxa flyttu út allar sortir. „Þrátt fyrir þetta er meðalverð- ið hjá okkur 15 krónum hærra en hæsta þorskverð hér heima.“ Beddi var ósáttur við að setja stjórnunina í hendurn- ar á LÍÚ, „ef af því verður, er spurning hvort við eigum samleið með samtökunum eða ekki,“ sagði Beddi að lokum. Hermann á Breka: Komnir með 2100 tonn frá ára- mótum Hermann á Breka VE og hans menn voru búnir að fara víða frá því þeir fóru út frá Reykjavík á miðvikudaginn. f Reykjavík seldu þeir 146 tonn og var Hermann ánægður með verðið sem þeir fengu. Ýsan var á kr. 51,45 kg., þorskur kr. 44,63 kg., karfinn á kr. 27,11 kg. og ufsinn 27,44 kr. „Við byrjuðum túrinn á grálúðua- slóð út af Víkurálnum, en náð- um trollinu aldrei heilu. Fórum síðan norður fyrir og þar var ieiðindaveður og nú erum við komnir á Öræfagrunnið og ennþá bræla. Við höfum ekkert fengið síðan við fórum út, en frá áramótum erum við komnir með rúmlega 2100 tonn.“ Afli Breka í síðasta túr var rúm 200 tonn, af því seldu þeir 146 tonn eins og áður sagði, en hitt fór út í gámum. Fyrir þessi 146 tonn fengust 4,685 þús. og meðalverðið var 32 kr.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.