Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.1988, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.1988, Blaðsíða 7
FRÉTTIR - Þriðjudaginn 19. apríl 1988 í tilefni þess bjóðum við uppá kaffihlaðborð kl. 15-18 og Kabaretthlaðborð frá kl. 18:30 á sumardaginn fyrsta Erum ávallt með kaffi og góðgæti alla daga vikunnar. Auk okkar vinsæla kaffihlaðborðs á sunnudögum. ___Restaurœ~iL_ mrnim AJ A JM A V' sgJ a Aukafundur félagsmálaráðs um OZ: Hvetur forráða- menn OZ til áfram- haldandi starfsemi - Orð í tíma töluð, segir Svanur Gísli Þorkelsson forstöðum. OZ. Félagsmálaráð boðaði til aukafundar s.l. fimmtudag vegna skemmtistaðarins OZ sem mikið hefur verið i umræðunni að undanförnu. Félagsmálaráð sendi frá sér svohljóðandi ályktun: „Að gefnu tilefni vill félags- málaráð taka fram varðandi skemmtistaðinn OZ: Nefndin hefur haft afskipti af skemmtistaðnum ágrund- velli barnaverndarlaga nr. 53/1966, 1.8, þarsem kveður á um eftirlitsskyldu barna- verndarnefnda með slíkum stöðum. Félagsmálaráði er kunnugt um að skemmti- staðurinn OZ hefur öll til- skilin leyfi til rekstursins og styður þetta viðbótartilboð til unglinga hér í bæ og hvetur forráðamenn staðar- ins til áframhaldandi starf- semi og góðs samstarfs við nefndina. Félagsmálaráð.“ Svanur Gisli Þorkelssón forstöðumaður OZ sagði í samtali við F&ÉTTIR að hann tæki vel í þessi orð félagsmálaráðs. Þetta væru orð í tíma töluð, því fyrri yfirlýsingar frá ráðinu hefðu aðeins þjónað þeim tilgangi að vekja tortryggni meðal almennings á staðnum, sem síðan breyttist í undrun. „Vonandi sér fyrir endann á því að unglingar hér í bæ þurfi ekki að skemmta sér undir stöðugu eftirliti lög- reglu,“ sagði Svanur. Svanur sagði að mjög bráðlega yrði forráðamönn- um bæjarins boðið á sýningu sem unglingarnir í OZ stæðu fyrir þar sem sýnt yrði í hnotskurn það sem þau hafa haft fyrir stafni síðan staður- inn opnaði. Sýninguna nefna krakkarnir, „Undir stöðugu eftirliti". Framkvæmdir við nýjan bryggjukant: Aðalfund- ur Jötuns Aðalfundur sjómannafélagsins Jötuns, verður haldinn sunnudaginn 24. apríl n.k. í Alþýðuhúsinu kl. 14:00. DAGSKRÁ: # Venjuleg aðalfundarstörf. # Önnur mál. STJÓRNIN 70 metrar af stálþili - Verður rekið niður í sumar og gengið frá bryggjukantinum. • Unnið af fullum krafti að undirbúningi við að reka stálþilið niður. Sjóstangveiði- fólk athugið! Hið árlega hvítasunnumót SJÓVE verður haldið dagana 21. og 22. maí n.k. Skráning í mótið skal vera lokið eigi síðar en 1. maí. Skráningu og allar nánari upplýsingar annast Geiri, © 2640 og Ella Bogga í síma 1118 og 1279. Stjórnin Framkvæmdir eru hafnar við bryggjukant frá Skipalyftu og austur fyrir Netagerð Njáls og Sigurðar Inga. Um er að ræða 70 metra af stálþili og verður það rekið niður í sumar gengið frá bryggjukantinum. Að undanförnu hefur verið unnið að dýpkunarfram- kvæmdum við bryggjukantinn, og verður unnið áfram við það í sumar. Þess má geta að áætlað er að alls verði framkvæm: við höfn- ina fyrir 30 milljónic króna á þessu ári. 9 Framkvæmdir eru hafnar við bryggjukantinn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.