Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.1988, Blaðsíða 5

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.1988, Blaðsíða 5
FRÉTTIR - Þriðjudaginn 19. apríl 1988 ARNDÍS JÓNSDÓTTIR SKRIFAR: Umhverfísmál • Arndís Jónsdóttir. Á allra síðustu árum hafa umhverfismál nokkuð verið til umræðu hér á landi og þó sérstaklega í tíð tveggja síð- ustu ríkisstjórna. Þessi málaflokkur hefur verið dreifður í umsjá 8 ráðu- neyta, og kann það að hafa valdið nokkru um, að hug- takið umhverfismál er ekki skýrt afmarkað í hugum okkar, og ekki sjáum við alltaf í fljótu bragði hvað gert er í umhverfismálum eða hvar þörfin er mest. Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar skipaði nefnd, er var falið það verkefni að semja frumvarp um um- hverfismál í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar. Niðurstaða þessarar nefndar mun vænt- anlega liggja fyrir áður en langt um líður. Vonandi verður þar lagt til um farsæl- ar lausnir á þessum vanda og vonandi tefja menn málið ekki með deilum um hvaða ráðuneyti ráði hverju eða hvaða flokkur geti eignað sér mikilvæga þætti þessa máls. Fyrir nokkrum vikum var haldin ráðstefna um um- hverfismál á vegum Lands- sambands Sjálfstæðis- kvenna og umhverfismála- nefndar Sjálfstæðisflokks- ins. Margt fróðlegt kom þar fram í máli og myndum. Sérstaklega vakti ráðstefnan mig til umhugsunar um hve þessi málaflokkur stendur okkur öllum nærri, einstakl- ingum sem byggja þetta land. Ljóst er að umhverfis- málin eru margþætt og að margir þættir þola ekki mikla bið. Nefna má þætti, sem við þekkjum vel en hugsum ekki oft um, eins og verndun vatnsbóla, sorp- hauga, endurvinnslu margs- konar úrgangs og mengun- arvarnir. Svo er það.auðvit- að stóra málið, sem er gróð- urvernd og stöðvun gróður- eyðingar. Fyrstu lögin um skóg- vernd voru sett árið 1907. Síðan hafa ýmis félög og áhugamannahópar látið til sín taka á þessu sviði. Á þessum tíma hefur þó sigið á ógæfuhliðina. Sum svæði eru nú illa komin vegna upp- blásturs og gróðureyðingar og þar nefna menn til dæmis uppsveitir Árnessýslu. Við megum til að gera okkur ljóst, að takmarkaðir áhuga- Sveitarfélög hljóta að skipa stóran sess í land- verndarstarfí. Til þess að árangur náist verður að móta stefnu á hverjum stað og gera sér grein fyrir verkefnaröð. Oft hefur mér fundist að leggja þurfí meiri rækt og alúð við nán- asta umhverfí á hverjum stað. mannahópar eða félög leysa ekki vandann á eigin spýtur og við getum ekki heldur varpað ábyrgðinni á ríkis- valdið eingöngu. Þetta er mál sem varðar alla þá sem ganga um landið og hafa einhver umráð yfir landi. Við verðum öll að sýna ábyrgð og framtak, til þess að snúa vörn í sókn. Nú þykir orðið brýnt, að fram fari meiri fræðsla um umhverfismál í skólum landsins. Hingað til hefur Landvernd haldið uppi nokkurri fræðslu og útgáfu- starfsemi. í tengslum við þeirra starf hafa verið haldin námskeið og fræðslufundir í Alviðru. Á ráðstefnunni, sem ég áður gat um, kom fram að á komandi hausti muni hefjast kennsla í um- hverfismálum við Garð- yrkjuskóla ríkisins í Hvera- gerði. Ber að fagna þessari nýju námsbraut, sem á von- andi eftir að skila góðum árangri til heilla landi og Þjóð. Sveitarfélög hljóta að skipa stóran sess í land- verndarstarfi. Til þess að árangur náist verður að móta stefnu á hverjum stað og gera sér grein fyrir verk-' efnaröð. Oft hefur mér fundist að leggja þurfi meiri rækt og alúð við nánasta umhverfi á hverjum stað. Þarna koma til þýðingar- miklir þættir, eins og gróð- ureyðing á árbökkum og út frá skurðum, frárennslis- málin, sorphaugarnir og vatnsbólin. Við megum ekki gleyma því, að almenn hirðusemi hefur áhrif á um- hverfið. Ég trúi því, að með sam- eiginlegu átaki og almenn- um vilja verði gerðar breyt- ingar sem um munar til batn- aðar víða um land. í stjórn Landssambands Sjálfstæðis- kvenna hefur verið stungið upp á því að stjómin hvetji allar sjálfstæðiskonur til að gróðursetja tré í nánasta umhverfi sínu vorið 1988. Ekki ætla sjálfstæðiskonur með þessu að gera umhverf- ismálin eða skógræktina að neinu einkamáli sínu. Hér er um að ræða málaflokk, sem verður að vera hafinn yfir alla flokkspólitíska tog- streitu. Hér er um málefni okkar allra að ræða. Við þurfum lfka að sjá málefnið í vfðu samhengi. T.d. er gróðurvernd ekki aðeins skógræktarmál heldur hlýt- ur hún að byggjast á alhliða ræktunarstarfi fjöldans. Nú nálgast vorið, en vorið og sumarið er einmitt tími tækifæranna í umhverfis- málum. Vonandi höfum við þessi mál í huga um leið og við með hækkandi sól ætlum að njóta þessa fagra lands sem við búum í. Arndís Jónsdóttir Höfundur skipaði 4. sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi í siðustu Alþingiskosningum. I tilefni af sumardeginum iyrsta, ætlar Oddurinn að gefa mömmu og pabba 30% aíslátt á O á batterí-bílum, Odúkkum og O dúkkurúmum handa börnunum sínum þessa viku. GLEÐILEGT SUMAR! RitfongQ- og gjofavönjverslunin ÐDDtlMMM Strondvegi 45 - S 1945 f////////J ÚISALA á handfærakrókum Seljum nú handfærakrókana frá Paravan á 20 kr. til 25 kr. (nr. 10, 11, og 12). Upplagt tækifæri til þess að birgja sig upp fyrir sumarið. SANDFELL HF Strandvegi 77 Sími 98-2975 Verslun til sölu Til sölu verslunin Efnaval. Besti sölutím- inn framundan. Upplýsingar gefur Jón Hauksson á skrif- stofu, ekki í síma. ALHLIÐA RAFLAGNAÞ JÓNUSTA NÝLAGNIR — ENDURBÆTUR — VIÐHALD VIÐGERÐIR Á SIEMENS HEIMILISTÆKJUM Friðþjófur Sigursteinsson, rafverktaki ‘2? 2280

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.