Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.1988, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.1988, Blaðsíða 6
FRÉTTIR - Þriðjudaginn 19. apríl 1988 Geirseyri, 19. apríl 1988: Hvítasunnumótið nálgast — Fréttir frá SJÓVE. Nú fer sjóstangveiðifólk að taka fram græjurnar, smyrja hjólið og skoða í krókakassann, því framundan er stóra stundin, Hvítasunnumótið. Reyndar eru margir þegar byrjaðir á undirbúningnum til dæmis við að hnýta flugur, en það hefur færst mjög í vöxt að útbúa sína króka sjálfur. Finnst mörgum það ómissandi þáttur í undirbúningnum. Starfið í félaginu hefur verið mjög líflegt í vetur og er skemmst að minnast opnunnar á aðstöðu félagsins í Geirseyri s.l. laugardag. Langt er síðan þeirri hugmynd skaut fyrst upp kollinum að útvega félaginu einhvern fastan samastað, en einhvern veginn dagaði hún uppi. Við sem situm í stjórn SJÓVE vonúm að sú aðstaða sem nú er fengin verði félaginu og starfsemi þess til framdráttar og þökkum við þeim ágætu mönnum sem hér ráða húsum. Eins og ég kom að áðan, er nú farið að styttast í Hvítasunn- una og verður róið dagana 21. og 22. maí í blíðu veðri að sjálfsögðu. Skráning í mótið skal vera lokið eigi síðar en 1. mai. Mótsgjald hefur verið ákveðið 6000 kr. og reiknast okkur til að það sé eins og hálfur dagur í sæmilegri laxveiðiá. Hver keppandi fær með sér nesti á sjóinn. Við viljum hvetja fólki til að vera tímanlega í því að tilkynna sig, því búist er við mikilli þátttöku (sjá auglýsingu í blaðinu). í byrjun júlí verður svo mótið á ísafirði og vonumst við til að geta sent þangað fríðan hóp, svo og á Akureyramótið í september. Þá höfum við haft af því spurnir að fleiri félög séu í burðarliðnum, enda er þessi íþrótt orðin mjög vinsæl hér á landi og kannski ekki að sökum að spyrja, þar sem aðstæður eru sjálfsagt óvíða betri til iðkunar sjóstangveiði. Aðal: lega finnst okkur í Eyjum ekki mikið til koma aflamagn í sjó- stangveiðimótum sem við höf- um haft spurnir af erlendis. Lokapunkturinn er svo innanfélagsmót S.J.Ó.V.E. Ákveðið hefur verið að halda árshátíð félagsins í tengslum við það og vonum við að sú Vorfagnaður eldri borgara Félag eldri borgara Vestmannaeyjum heldur vórfagnað í Alþýðuhúsinu að kvöldi sumardagsins fyrsta, fimmtudaginn 21. apríl n.k. og hefst hann með sameiginlegu borðhaldi kl. 7. Undir borðum verða skemmtiatriði flutt, sungið og síðan stiginn dans. Mætum öll hress og kát, gestir velkomnir. Þeir sem ekki hafa nú þegar látið vita um þátttöku láti vita í síma 1485 (Kristjana). Stjórnin S.s Verðandi Atkvæðagreiðsla u^n uppsögn samninga vegna gengisbreytingar. Samkvæmt gr. 1.42 í kjaraöamningi í FFSÍ og LÍÚ segir m.a. um uppsögn: „ Verði breyting á lögskráðu gengi íslensku krónunnar er samningur þessi uppsegjan- legur með eins mánaðar uppsagnarfresti innan tveggja mánaða frá því gengisbreyt- ing tekur gildi. “ Atkvæðagreiðslan fer fram í Skýlinu á Básaskersbryggjunni frá og með 18.04 til og með 23.04 á vinntíma. S.S. VERÐANDI • Þessi mynd "r tekin um borð í Björgvin á SJÓVE móti árið 1960. Pilturinn á myndinni heitir Ragnar Sigurjó on. nýbreytni mælist vel fyrir. En til þess að geta stundað þessa íþrótt þarf að hafa báta og hafa skipstjórar og útgerðar- menn hér í Eyjum verið okkur mjög hliðhollir í þeim efnum. Fyrir hönd félagsins vil ég þakka þeim og öðrum velunn- urum félagsins frábæran stuðn- ing á liðnum árum, með von um góð samskipti í framtíðinni. Sjáumst á Hvítasunnumóti SJÓVE. Ásgeir Þorvaldsson Um 25 nýjar bifreiðir seld- ust um helgina Hvorki fleiri né færri en þrjár bílasýningar voru í Eyjum um helgina og samkvæmt þeim töl- um sem sölumenn létu blaðinu í té, fjárfestu Eyjamenn í um 25 nýjum bifreiðum, og annar eins fjöldi er að íhuga frekari kaup. Kristján Ólafsson umboðs- maður Heklu hf. sem sýndi nýjustu gerðirnar frá Mitsu- bishi, Seat og Austin, var mjög ánægður með viðbrögð bæjar- búa við sýningunni. Stöðugur straumur fólks hefði verið hjá sér báða sýningardagana. Alls sagði Kristján að hann hefði selt 6-7 bíla og annar eins fjöldi væri að spá í frekari bílakaup, enda væri þetta sá tími sem fólk íhugaði slík kaup. Umferðin: Ákeyrsla á banka- planinu Á fímmtudaginn var ekið á kyrrstæða bifreið á Bankaplan- inu, sunnan Bankans. Skemmdir urðu litlar. Að sögn lögreglu hefur um- ferðin gengið áfallalítið undan- farna daga, nema á mánudag- inn í síðustu viku varð 3ja bíla árekstur. Annars hefur þetta verið rólegt. Hreinn Sigurðsson umboðs- maður Jöfur sem sýndi nýjustu gerðirnar frá Crysler, Skoda og Peugot sagði að hann hefði selt líklega 4-5 bíla og Iíklega bætt- ust fleiri kaupendur í hópinn þegar líða tæki á vikuna. Hreinn sagðist vera þokkalega ánægður með viðbrögðin og aðsóknina, þetta hefði verið eins og hann hefði búist við. Erlingur Hannesson frá Da- ihatsu og Hondu sem var með sýningu á nýjustu gerðunum hjá Bifreiðaverkstæði Muggs sagði að hann hefði selt eina 12-13 bíla og margir hefðu skráð sig og væru enn að spá. „Þetta fór fram úr okkar 9 Sigurður Sveinsson I hug- leiðingum á einni bflasýning- unni sem var um helgina. björtustu vonum,“ sagði Er- lingur. Þeir félagar voru allir sam- mála um að það hefði ekki sakað þótt sýningarnar hefðu allar lent á sömu helginni. Fólk hefði fengið góðan samanburð og slíkt væri kúnanum í hag. Framhaldsskólinn í Eyjum: Til nemenda í 9.bekk og foreldra þeirra Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum býður nemendum í 9. bekk og foreldrum þeirra til kynningar á námi og starfi við Framhaldsskólann, þriðjudaginn 19. apríl kl. 20:30.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.