Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.1988, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.1988, Blaðsíða 8
FRÉTTIR - Þriðjudaginn 19. apríl 1988 ATVINNA Okkar vantar fiskvinnslufólk til starfa. Kynnið ykkur launin. Upplýsingar hefur Ásmundur í síma 2864 og 1077 (heima). D) 'llVHR ©2864 ATVINNA Starfskraftur, karl eða kona óskast á Bjössabar. Vaktavinna. Þarf að geta hafið störf í maí. Bjossabar Fisk- vinnslu- fólk Fiskvinnslufólk sem undirritað hefur fast- ráðningasamninga en ekki lokið SF-nám- skeiðum er eindregið hvatt til að sækja SF-námskeiðin en þau hefjast að nýju á næstunni. Bóklega kennslan mun fara fram í Al- þýðuhúsinu, en verklegi hlutinn í viðkom- andi frystihúsi. Það starfsfólk sem á rétt á fastráðningu en hefur ekki undirritað fastráðningar- samning, er hvatt til að hafa samband við viðkomandi verkstjóra sem fyrst, þar sem gerð fastráðningasamnings er skilyrði fyrir þátttöku í námskeiðunum. Vestmannaeyjum 18. apríl 1988 ísfélag Vm. hf. Verkakvennafélagið Snót Fiskiðjan hf. Verkalýðsfélag Vm. Hraðfrystistöð Vm. hf. Vinnslustöðin hf. Frystihús FIVE Hlutavelta Hin árlega hlutavelta Kvenfélags Landa- kirkju verður haldin næstkomandi föstu- dag, 22. apríl kl. 17:00 í Félagsheimilinu við Heiðarveg. Fjöldi góðra vinninga. Kvenfélag Landakirkju Frostver semur við Verkalýðsfélagið: Ekkert yfírvinnu- bann þar á bæ — 45.000 kr. lægsta mánaðarkaup. — Sáttasemjari hefur ekki enn boðað til fundar. „Lægsta mánaðarkaup hjá okkur er 45.000 kr. á mánuði, við erum búnir að semja við Verkalýðsfelagið og þetta er með vitund Snótar,“ sagði Ás- mundur Friðriksson í Frostver, þegar hann var spurður um viðbrögð sín við yfírvinnubanni V erkalýðsi elagsins. „Þetta gerir um 254 kr. á tímann og gildir bæði fyrir kon- ur og karla hjá okkur og það er ekkert yfirvinnubann f Frostver," sagði Ásmundur að lokum. Staðan í deilunni er sú að boltinn er hjá sáttasemjara, en hann hefur ekki boðað fund enn sem komið er. SMÁ auglýsingar ÍBÚÐ TIL SÖLU 3ja herbergja íbúð til sölu að Hásteinsvegi 58 með efri hæð. Upplýsingar S 2449. TIL SÖLU Tvöfaldur AEG ísskápur til sölu. Upplýsingar S 2743 milli kl. 5-7. TRILLA TIL SÖLU Trébátur, 2 tonn til sölu. Upplýs- ingar S 2693 á kvöldin. BARNAVAGN TIL SÖLU Silver Cross barnavagn til sölu. Vel með farinn. Verð kr. 8500. Upplýsingar S 2381. Erlend hljómsveit á Skansinum! Hljómsveitin Honey B. and the T-Bones er væntanleg til Eyja á síðasta vetrardag, mið- vikudaginn 20. aprfl, til að skemmta á Skansinum. Hljóm- sveitin dvelur hér á íslandi í vikutíma og eru Eyjar eini stað- urinn sem hljómsveitin heim- sækir utan Keykjavíkur. Honey B. and the T-Bones er vinsælasta blús- og rokka- bíllístuðhljómsveit Finnlands. Hún var stofnað í byrjun þessa áratugar, komst fljótlega á samning hjá EMI útgáfufyrir- tækinu og hefur sent frá sér fjórar stórar hljómplötur. Þær hafa allar selst í stóru upplagi í Finnlandi og víðsvegar um Evr- ópu. Hljómsveitin hefur ferð- ast víða til tónleikahalds og er vel þekkt á sínu sviði í Skandi- navíu og á meginlandinu. Hon- ey B. and the T-Bones leggja mikið upp úr því að vera al- þjóðleg hljómsveit og telja reyndar að tónlistin sé hið al- þjóðlega tungumál. Þau flytja því alla texta sína og kynningar á enskri tungu. Honey B. and the T-Bones er tríó, skipað mexikönskum kvenmanni (Honey B. sjálfri) sem leikur á bassa og tveimur finnskum körlum. Lagalisti sveitarinnar er með óiíkindum langur og breiður þannig að fjölbreytnin sem áheyrendum er boðin er meiri en menn eiga að venjast. Hörkublús eða rokkuð danstónlist er leikin jöfnum höndum. Mikið af vel þekktum „standördum“ eru á lagalistanum ásamt fjölmörg- um frumsömdum lögum. Sviðsframkoman er eitt af aðalsmerkjum hljómsveitar- innar. Ekki er óalgengt að sjá „Honey B.“ plokka bassann, liggjandi á bakinu, fljúgandi í loftinu eða í „spígat". Tak- markið hjá hljómsveitinni er að sjá áheyrendur dansa, hlæja Dagskráin á sumardaginn fyrsta, n.k. fímmtudag, verður með nokkuð hefð- bundnu sniði. Hún hefst með skrúð- göngu frá Stakkagerðistúni kl. 13:30 að íþróttamiðstöð- inni. Þar verður fjölbreytt og svitna, enda er hér um hörku stuðhljómsveit að ræða. Honey B. and the T-Bones er án efa hvalreki á fjörur unnenda góðrar blús- og rokka- bíllítónlistar og á án efa eftir að koma mörgum þægilega á óvart. Óhætt er að hvetja þá sem eru að hugsa um að halda „slut“ á næstunni til að panta borð á Skansinum á síðasta vetrardag, því þeir verða ör- ugglega ekki sviknir af Honey B. and the T-Bones. skemmtidagskrá, kökubasar og fleira. Það er félagið Þroska- hjálp sem hefur veg og vanda af dagskránni, en þess má geta að hin árlega merkjasala félagsins verður einnig á sumardaginn fyrsta. Dagskráin á sumardaginn fyrsta: Skemmtidagskrá í íþróttamiðstödinni — Hefst með skrúðgöngu frá Stakkagerðistúni kl. 13:30. IVlyndin er tekin 1 gær fynr utan Frostver, þegar flutningavagninn með karfanum ur Reykjavík, var opnaður.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.