Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.1988, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.1988, Blaðsíða 9
FRÉTTIR - Þriðjudaginn 19. apríl 1988 ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR íþróttablaðið í Vestmannaeyjum: Myndarleg umfjöllun um íþróttalífiö í Eyjum í síðasta tölublaði fþrótta- blaðsins eru nokkrar greinar frá Vestmannaeyjum. Viðtöl eru við fólk í öllum greinum íþrótta og íþróttalífi Eyjanna gerð góð skil. Er þetta á allan hátt hin ágætasta um- fjöllun um þessi mál og kennir þar margra grasa og ættu Eyja- menn ekki að láta þetta eintak íþróttablaðsins framhjá sér fara. Víðavangshlaup á sumardaginn fyrsta Frjáisíþróttadcild ÍBV stend- ur fyrir víðavangshlaupi fyrir 6 ára og eldri á suinardaginn fyrsta eða n.k. fimmtudag. Krakkarnir verða að rísa árla úr rekkju því hlaupið hefst við íþróttamiðstöðina kl. 10:30. Þátttökugjald er kr. 200 og verða veitt verðlaun fyrir sigur- vegara í einstökum flokkum. Allar krakkar 6 ára og eldri eru hvattir til að spretta úr spori á sumardaginn fyrsta. Frjálsíþróttadeild ÍBV Eldri borgarar Vorfagnaður Félags eldri borgara verður í Alþýðuhúsinu á sumardaginn fyrsta og hefst kl. 19:00 með sameiginlegu borðhaldi. Flutt verða skemmtiatriði og stiginn dans. Frá Félagsheimilinu Annað kvöld, síðasta vetrardag, verður dansleikur og kvöldvaka í Félagsheimilinu fyrir 13 ára og eldri. Núverandi unglingaráð mun gera grein fyrir störfum sínum og svara fyrirspurnum. Þeir sem ætla að bjóða sig fram við kosningu til unglingaráðs eru sérstaklega hvattir til að mæta og fræðast um starfið. Við í Féló Atvinna - Flokks- stjórar vinnuskóla Auglýst er eftir flokksstjórum fyrir Vinnu- skólann í sumar. Starfið felst í stjórnun vinnuhópa barna, sem annast almenna tiltekt og hreinsunarstörf á eyjunni auk þess tíma, sem fer til leikjahalds. Einnig er auglýst eftir flokksstjóra fyrir skólagarðana og jafnframt er auglýst eftir yfirflokksstjóra. Umsóknarfrestur er til 1. maí 1988 og ber að skila umsóknum í Ráðhúsið. Æskilegt er að umsækjendur séu ekki yngri en 20 ára. Nánari upplýsingar veitir undirritaður. Tómstunda- og íþróttafulltrúi # Hluti af leikmönnum ÍBV spriklardi í eróbikktíma. Knattspyrna: Lárus ráöinn framkvæmdastjóri ÍBV - Rekstur knattspyrnudeildarinnar kostar um 5 milljónir. Lárus Jakobsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBV í sumar, og hefur hann þegar tekið til starfa. Lárus er ekki alveg ókunnugur þessu starfí því hann gegndi því árið 1986. Lárus sagði í samtali við FRÉTTIR að staða deildarinn- ar væri frekar slæm, hún væri með nokkur hundruðþúsund króna skuld á bakinu. „Við erum núna þegar með allar klær úti til að grynnka á skulda- súpunni og safna í sarpinn fyrir sumarið. Ég gæti giskað á að rekstur meistaraflokks og 2. flokks ÍBV í sumar kosti um 5 milljónir. Og sem fyrr verðum við að treysta á velvilja fyrir- tækja og einstaklinga," sagði Lárus. Meðal nýjunga sem knatt- spyrnuráð ætlar að reyna í sumar er sala á ársmiðum og gildir hver miði einnig sem happdrættismiði. Lið ÍBV hefur æft af krafti undanfarnar vikur fyrir átökin í sumar undir stjórn Ralph Rockemer og Tómasar Páls- sonar, en nú er aðeins mánuður í að íslandsmótið hefjist. Mikill hugur er í leikmönnum og er stefnan sett á 1. deildina. Um helgina leikur ÍBV tvo æfinga- leiki í Eyjum gegn 1. deildarliði ÍBK, á föstudag og laugardag. Knattspyrnuráð lBV skipa Sigurður Ingi Ingólfsson, Þór Firma- og hópa- keppni Týs í innanhúss- knattspyrnu Týr ætlar að halda fírma- og hópakeppni iinnanhús- knattspyrnu. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í þessari keppni tilkynni þátttöku í ® 2861. Næsti kaffifundur verð- ur á miðvikudag, 20. apríl. Týr Valtýsson, Jóhann Ólafsson, Ingibergur Einarsson, Sigfús G. Guðmundsson, Guðni Sig- urðsson og Tryggvi Ólafsson. Uppskeruhátíð handknattleiksfólks n.k. föstudagskvöld Uppskeruhátíð hand- knattlciksfólks ÍBV verður haldin í Kiwanishúsinu n.k. föstudagskvöld og hefst dag- skráin með borðhaldi kl. 19:30. Að sögn Stefáns Jónsson- ar í handknattleiksráði ÍBV verður mjög vandað til há- tíðarinnar að þessu sinni, enda ástæða til þar sem árangur vetrarins var mjög glæsilegur. Tveir íslands- meistaratitlar í höfn. Auk skemmtiatriða verð- ur handknattleiksmaður og handknattleikskona ársins krýnd. Markakóngur og markadrottning ársins verða verðlaunuð og einnig verða framfaraverðlaun veitt. Stefán vildi hvetja alla velunnara og aðra hand- knattleiksunnendur að fjöl- menna á ballið sem hefst um kl. 23 og taka þátt í fagnað- inum með handknattleiks- fólkinu, og fylgjast með því þegar handknattleiksmað- ur- og kona ársins verða krýnd upp úr miðnætti. Lokahóf handknattleiksfólks: Old boys athugið! Lokahóf hjá handknattleiksfólki verður n.k. föstudagskvöld. Hið frækna old boys lið ÍBV sem gerði garðinn frægan í vetur, hefur sérstaklega verið boðið velkomið á lokahófið, enda ekki furða þar sem afrekaskrá vetrarins er ein- staklega glæsileg. Þeir old boys leikmenn sem hafa áhuga að heiðra lokahófið með nærveru sinni, eru beðnir að hafa samband við Þór í síma 2386, ekki seinna en í kvöld. ÍBV

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.