Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2003, Page 8

Læknablaðið - 15.01.2003, Page 8
RITSTJORIU Williiím Carlos Williams Myndir frá Bruegel ARGREINAR þeirrar miklu þekkingar sem nútíma læknisfræði býr yfir. Pað er siðferðislega rangt að þegja yfir þessum upplýsingum og miðla þeim ekki til al- mennings! Vandað fræðsluefni sem fjöldi heilbrigðis- starfsfólks kemur að, sett fram af varkárni í fjöl- miðlum með aðstoð fólks með sérþekkingu á al- mannatengslum hefur aukið þekkingu almenn- ings. Sú þekking hlýtur að skila sér í bættri líðan, betri lífsmáta án lyfja eða með skynsamlegri notkun þeirra og vonandi fækkun á nýgengi og dánartíðni af völdum sjúkdóma, svo sem krabbameins. I nútímaþjóðfélagi gerir gæðastjórnun almennt kröfur um fyrirbyggjandi aðgerðir. Heilbrigðis- mál þar sem rætt er um líf og heilsu fólks verða ekki undanskilin þeirri kröfu. Forvörn er fyrir- hyggja og það er nauðsynlegt að við beitum okk- ur á því sviði. Þannig er hægt að hafa áhrif á fram- vindu mála með góðu fræðsluefni fyrir almenning og forða sjúkdómum. Augljóst er að þátttaka okkar með skynsamlegum og skipulögðum hætti er margfalt betri en þögnin og sennilega mætti nefna aðgerðarleysi á þessu sviði kæruleysisvæð- William Carlos Williams Vetrarforleikur Mölflugan undir ufsinni, vængirnir eins og trjábörkur, kúrir, samhverf, kyrr - Og ástin er furðuverk með mjúka vængi, bærist ekki undir ufsinni meðan laufin falla - Þetta ljóð eftir bandaríska lækninn William Carlos Williams er hér í þýðingu Árna Ibsen. Þýðingar hans á ljóðum Williams komu út fyrir jólin í bókinni Myndirfrá Bruegel. Áður hafa þýðingar Árna á ljóðum Williams komið á prent hjá bókaforlaginu Bjarti í bókinni Rauðar hjólbörur, 1997. Ljóðin í nýjustu bókinni eru frá síðari hluta skáldferils Will- iams en hann var eitt fremsta skáld Banda- ríkjanna á 20. öld og dó árið 1963. 8 Læknablaðið 2003/89

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.