Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 63

Læknablaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 63
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEILBRIGÐISMÁL Á KOSNINGAVETRI Heilbrigðismál á kosningavetri Þjónusta sértræðilækna er ódýrt og skilvirkt kerfi - segir Stefán E. Matthíasson æðaskurðlæknir og samninganefndarmaður sérfræðilækna Upp er runnið kosningaár og ef marka má ummæli stjórnmála- manna eru töluverðar líkur á að heilbrigðismál verði áberandi í aðdraganda kosninganna í vor. Pau hafa verið mikið til umræðu og gengið á með miklum yfirlýsingum. Margar skýrslur hafa verið teknar saman um einstaka þætti kerfisins og ekki allar fallegar. í lok nóvember var svo komið að Morgunblaðið sá ástæðu til að leggja heilan leiðara undir heilbrigðismálin. Fyrirsögn leiðarans var: Heilbrigðiskerfið í kreppu og þar er að finna svofellda lýsingu á ástandi mála: ... Raunar má segja að umræður um heilbrigðismál undanfarin ár bendi ótvírætt til þess að ákveðið stefnuleysi rtki í þessum málaflokki eða öllu heldur að ekki hafi náðst samstaða um nýja stefnumótun í heilbrigðismálum, sem taki mið af breyttum að- stæðum. Þrátt fyrir gífurlegar fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins hefur ekki tekizt að útrýma biðlistum á sjúkrastofnunum. Það hefur heldur ekki tekizt að ná tökunr á rekstri sjúkra- stofnana. Heilsugæzlukerfið hefur verið í uppnámi undanfama mánuði þótt nú bendi flest til að samningar séu að nást við heimilislækna. Lyfjaútgjöld hins opinbera hækka árlega um verulegar fjár- hæðir á sama tínra og lyfjaútgjöld einstaklinga og heimila eru tví- mælalaust orðin mun meiri en þau voru fyrir einum tii tveimur áratugum. [...] Það er ekki hægt að líta á þetta á annan veg en þann, að opin- bera heilbrigðiskerfið sé að brotna niður að hluta til. Það getur ekki uppfyllt kröfur og þarfir fólks til læknisþjónustu og þá finnur sú eftirspurn sér annan farveg. Eftir þessa lýsingu á ástandi heilbrigðismála reifar leiðarahöf- undur ýmsar hugmyndir sem fram hafa komið um lausn mála en samstaða ekki náðst urn. Síðan segir: Það er löngu tímabært að um þetta fari fram alvarlegar umræður hér á íslandi. Ekki umræður, sem einkennast af pólitísku skít- kasti á milli hægrimanna og vinstrimanna, heldur málefnalegar og fordómalausar umræður, þar sem leitazt sé við að finna efnis- lega lausn á afar erfiðu máli. Undir þetta ákall er sjálfsagt að taka og Læknablaðið hyggst fyrir sína parta verða við ósk Morgunblaðsins og hefja alvarlega og ntálefnalega umræðu urn heilbrigðismál eins og þau horfa við íslenskum læknum. í næstu blöðum rnunu því birtast viðtöl við lækna um heilbrigðiskerfið þar sem þeir verða spurðir álits á því hvar skórinn kreppir og hvað þurfi að gera til þess að kerfið virki eins og allir ætlast til að það geri. Fyrsti viðmælandi blaðsins er Stefán E. Matthíasson æðaskurðlæknir. Hann á sæti í samninganefnd Lækna- félags Reykjavíkur sem semur við Tryggingastofnun ríkisins um gjaldskrá og fjölda læknisverka á einka- reknum stofum. Fyrst var Stefán spurður hvort hann tæki undir með leiðarahöfundi Morgunblaðsins þegar hann stað- hæfir að íslenskt heilbrigðiskerfi sé í kreppu. „Svarið við því er já og nei. Það hefur svo margt verið sagt sem ekki er byggt á staðreyndum, meðal annars það að íslensk heilbrigðisþjónusta sé dýr og óskilvirk. Þegar farið er að skoða tölumar að baki þessari staðhæfingu nánar kemur í ljós að oftar en ekki er verið að bera saman ósambærilega hluti. Þeg- ar við skoðum heilbrigðisútgjöldin og tökum burt tryggingaþáttinn þá eru þau alls ekki hærri en gengur og gerist í kringum okkur, jafnvel þvert á móti. Það er heldur ekki hægt að taka undir þá staðhæf- ingu að íslensk heilbrigðisþjónusta sé óskilvirk. Eitt af einkennum hennar er gott aðgengi að þjónustu miðað við það sem aðrar þjóðir búa við. Hér hefur ríkt valfrelsi sjúklinga sem geta valið sér lækni og meðferðaraðila. Hins vegar hafa heyrst raddir þeirra sem vilja breyta þessu og það er miður. En í heildina tekið er kerfið aðgengilegt og skilvirkt og í því starfar gott fagfólk.“ Nokkrir flöskuhálsar - Þrátt fyrir þetta eru alltaf að verða einhver vand- ræði í kerfinu og það hefur greinilega ekki undan. „Þetta er að hluta til rétt. Biðlistar eru að lengjast á sumum sviðum en öðrum ekki. Það eru nokkrir flöskuhálsar í kerfinu og þar sem kerfið er ein löng keðja þá hafa þessi flöskuhálsar áhrif á endanum. Einn þeirra snertir sjúkdóma tengda öldrun. Fjölgun aldraðra og sjúkdómar tengdir því eru æ meir krefj- andi í kerfinu. Framboð á ýmiss konar læknisþjónustu, til dæmis liðskiptaaðgerðum, legurýmum og ýmsum vistunarformum, háir þjónustukeðjunni og iðulega dvelja sjúklingar með öldrunartengda sjúkdóma lengur en vera skyldi í ýmsum þrepum kerfisins og teppa þar með aðgang annarra. Aðrir flöskuhálsar eru vegna skorts á skynsam- legu skipulagi. Þar má til dæmis nefna heilsugæsluna Þröstur Haraldsson Læknablaðið 2003/89 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.