Þjóðlíf - 01.05.1986, Síða 12

Þjóðlíf - 01.05.1986, Síða 12
andstaða hans við Víetnamstríð Bandaríkjanna þekktust, en 1972, er hann var forsætisráðherra, líkti hann loftárásunum á N-Víetnam við verstu glæpi sögunnar og nefndi til sögunnar Guernica, Babi-Jar, Lidice og Tre- blinka. Kallaði stjórn Bandaríkjanna þá heim sendiherra sinn í Svíþjóð. Spænsku fasistaleiðtogana kallaði hann 1975 „djöfuls morðingja" (satans mördare) og leppa Sovétríkjanna í Tékkóslóvakíu, Husak-stjórnina, nefndi hann „skepnur einræðisins" (diktatur- ens kreatur). Palme var þannig alls- endis óhræddur við að taka afstöðu og fylgja henni eftir, og á alþjóðavettvangi hélt hann sérstaklega á lofti málstað smáþjóða og ríkja þriðja heimsins. En þegar kemur að því að meta þau áhrif sem þessi alþjóðaafskipti höfðu, Hugsanlega er skynsamlegt að greina áhrifin í þessu sambandi í tvennt. Annars vegar höfum við þá mælanlegar stærðir, svo sem þróunar- aðstoð og efnislegan stuðning við ýmis ríki þriðja heimsins og frelsishreyfingar. Þannig veitir sænska stjórnin nokkra aðstoð til þeirra sem eiga um sárt að binda í Afghanistan og fer sú aðstoð fram í gegnum sænsku Afghanistan- nefndina. Hins vegar eru svo áhrif sem eru síður eða alls ekki mælanleg, en þurfa þess vegna ekki að vera óraun- verulegri. Ómælanleg eru til að mynda þau áhrif sem frumkvæði Palme í af- vopnunarmálum hefur haft á umræðu og skoðanamótun, bæði í Svíþjóð og annars staðar í heiminum. Maður finnur það vel sem íslendingur hversu jákvætt það er að hafa fyrir augum og eyrum Palme sagði í síðasta viðtalinu sem við hann var tekið, að hann liti á árið 1986 sem ár hinna miklu möguleika. vandast málið. Hvernig ber líka að meta slíkt? Rétt er að minna á, að þótt Svíar séu ekki nema um 8 milljónir er landið eitt hinna ríkustu í heimi. Svíþjóð iðnvædd- ist tiltölulega seint og þá hratt og færð- ist á nokkrum árum frá jaðri hins alþjóð- lega kapítalisma til miðjunnar. Sænsk- ur kapítalismi er mjög alþjóðlegur og teygir anga sína víða. Þannig voru um 14 prósent starfsmanna sænsks iðnað- arkapftalisma búsett utan Svíþjóðar 1965 og um 20 prósent árið 1974. Þetta atriði vegur eðlilega þungt þegar hugað er að mikilvægi sænskra al- þjóðastjórnmála. Einnig ber að hafa í huga að Svíar hafa haldið fast við það markmið að verja einu prósenti þjóðarteknanna til þróunaraðstoðar. Munu fáar aðrar þjóðir geta státað af slíku. Það má því Ijóst vera, að sænsk orð hafa a.m.k. þann möguleika að á bak við þau búi ákveðinn þungi. En þetta svarar að sjálfsögðu ekki þeirri spurningu hvert mikilvægi þeirra sé. Mér er aðeins kunnugt um eina rann- sókn á utanríkispólitískum áhrifum sænskra orða á síðari tímum. Fjallar hún um áhrif Svía á bandarísk stjórnvöld í sambandi við Víetnamstríð- ið (Jerneck, Magnus: Kritiksom utrik- espoiitiskt medel. Lund 1983). Höfund- ur kemst að þeirri niðurstöðu að gagn- rýni Svía hafi litlu eða engu skipt fyrir bandarísk stjórnvöld og ákvarðanir þeirra. En sú spurning hlýturóhjá- kvæmilega að skjóta upp kollinum hvort gagnrýnin hafi e.t.v. haft áhrif á hina alþjóðlegu skoðanamyndun og þannig ýtt við Bandaríkjastjórn. Eins má spyrja hvaða áhrif gagnrýnin hafði á Víetnama, og þá sérstaklega Þjóð- frelsisfylkinguna. þjóðarleiðtoga sem ekki fellur inn í hina stöðluðu kaldastríðsmynd, heldurer utan og ofar henni. Þjóðarleiðtoga, sem taldi mikilvægara að opna dyr en loka þeim, en var jafnframt ófeiminn við að segja skoðun sína. Þetta er meiri and- leg endurnæring en þeir fá skilið sem þekkja aðeins íslenska utanrikispóli- tíska „umræðu". Þeirri skoðun var hreyft í blaðinu Dagens nyheterí minningargrein um Palme, að ein ástæða hins ótrúlega hatursáróðurs sem hann varð fyrir hafi einmitt verið sú, að hann féll ekki inn í hina tvískiptu mynd af heiminum sem kaldastríðsmenn draga upp. Við höfum einnig á íslandi séð hvernig reynt var að gera að athlægi og draga í svaðið stjórnmálamann, sem ekki fellur inn í þessa mynd en hefur á alþjóðavett- vangi viljað leggja lið baráttu smáþjóða og stuðla að afvopnun og friði. Og það eru ekki einvörðungu pólitískir and- stæðingar hans sem að þessu hafa staðið. Þeir sem áttu að vera samherjar hans hafa einnig tekið þátt í leiknum - af ótta við að frumkvæðið gæti hugsan- lega raskað valdastöðu þeirra og þvingað fram nýjar hugmyndir? Sveitamennskan og útúrboruhátturinn blómstruðu. Hérátti Palme þó hægar um vik; sænski jafnaðarmannaflokkur- inn stóð með honum í alþjóðlegu starfi hans. Líklegt þykir mér einnig að það sé rétt sem ýmsir þeirra leitoga þriðja heimsins, sem voru við útför Palme, létu hafa eftir sér. Þeir sögðu sem svo, að þeim hefði verið styrkur að því að vita af þessum stuðningi, að vestrið væri ekki einungis heimsvalda- og ný- lendustefna, að einhver þar héldi uppi vörnum fyrir rétt smáþjóða í hinu al- þjóðlega samfélagi. Þessi stuðningur Palme við fátækar þjóðir og barátta hans fyrir réttlátari skiptingu heimsins gæða mun ekki hvað síst eiga rætur að rekja til þess er hann ferðaðist um Asíu á yngri árum. Þá sá hann fátæktina og eymdina með eigin augum - og því gleymdi hann aldrei. í stuttu máli er það álit mitt, að þótt erfitt sé að benda á skýr dæmi, hafi utanríkispólitísk áhrif Olofs Palme held- ur fært heiminn til betri vegar eða a.m.k. hægt á hrunadansinum. Sjálfur sagði hann í síðasta viðtalinu sem við hann var tekið að hann liti á árið 1986 sem árhinna miklu möguleika (Dagens nyheter, 3.mars 1986). Svo virtist sem sambúð risaveldanna færi heldur skán- andi og friðar- og afvopnunarvilji al- mennings vaxandi. Dauði Palme varp- ar vissulega stórum skugga yfir árið, en þó er ekki annað hægt en að vona að mönnum takist að nýta einhverja af þeim stóru möguleikum sem Palme sá fyrir sér. Og það er vissulega ekki lítil framför sem felst í því, að tveir af ógeð- felldari einræðisherrum heimsins skuli hafa verið hraktir frá völdum snemma þessa árs. Ólíklegt er að morðið á Palme hafi nokkrar verulegar pólitískar breytingar í för með sér. Höfuðatriði sænskrar jafn- aðarstefnu eru rótfest í hreyfingunni og við stefnumótun er reynt að sjá til þess með umræðu að breið eining ríki í flokknum og verkalýðshreyfingunni. Hreyfingin öll er slíkt bákn að snöggar stefnubreytingareru lítt hugsanlegar. Slíkt myndi strax leiða til óánægju ein- hvers staðar og þar eð fremsta hlutverk flokksformannsins er að halda hreyf- ingunni saman er víst að þaðan er ekki von stefnubreytinga sem á einhvern hátt kynnu að ýta undir óánægju. Hinn nýi flokksformaður og forsætis- ráðherra, IngvarCarlsson, er, líkt og Palme var, einn af „drengjum“ Tage Erlanders og hefur í áratugi verið í valdastöðu innan hreyfingarinnar. Hann gjörþekkir því hreyfinguna og er vafalítið fullfær um að halda fram stefnu jafnaðarmanna og tryggja ein- ingu hreyfingarinnar. Hið eina, sem hugsanlega gæti breyst eru hin alþjóð- legu afskipti. IngvarCarlsson hefurað vísu sagt, að hann vilji halda áfram starfi Palme á alþjóðavettvangi, en óvíst er hvort hann hefur til að bera þá snerpu og tilfinningahita sem gerðu Palme að alþjóðlegum leiðtoga. Það á eftir að koma í Ijós. Ef til vill munu pólitísk áhrif ódæðisins í Stokkhólmi fyrst og fremst felast í því að mátt dreg- ur úr þeim röddum sem tala máli friðar og samvinnu og andæfa glæpaverkum risaveldanna. Vonandi fer svo ekki, en víst er að meðan einhverjir verða til að halda á lofti fána afvopnunar og friðsamlegrar sambúðar verður Olofs Palme minnst með virðingu. Ingólfur V. Gíslason stundar doktorsnám í stjórnmálafræði við háskólann í Lundi í Svíþjóð. 12 ÞJÓÐLlF
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.