Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.11.2014, Qupperneq 6

Fréttatíminn - 28.11.2014, Qupperneq 6
 | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | S V A R T U R F Ö S T U D A G U R 25%BARA Í DA GAF ÖL LU M V ÖR UM B í l d s h ö f ð a 2 0 • R e y k j a v í k O G D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i S Í M I 5 5 8 1 1 0 0 BA RA Í DA G – F ÖST UDAGINN 28. NÓVEM BEROPIÐ TIL KLUKKAN 2200 * * Gildir ekki ofan á önnur tilboð, t.d. ef vara er fyrir á jólatilboði. S kema var að taka það stóra skref að flytja starfsemi sína úr Háskólanum í Reykjavík þar sem við höfum verið með að- stöðu og aðgengi að ómetanlegri og faglegri ráðgjöf frá stofnun,“ segir Árdís Ármannsdóttir, fram- kvæmdastjóri Skema. Starfsemi fyrirtæksins er nýflutt að Síðu- múla 23 þar sem þann 13. desemb- er verður formlega opnað fyrsta tæknisetur sinnar tegundar. Rak- el Sölvadóttir stofnaði Skema árið 2011 en aðferðafræði fyrirtækisins við að kenna ungu fólki, allt frá 6 ára aldri, að forrita er studd af rann- sóknum á sviði sálfræði, kennslu- fræði og tölvunarfræði. Rakel er bú- sett í Bandaríkjunum þar sem hún rekur fyrirtækið reKode Education, móðurfélag Skema, sem byggir á sömu aðferðafræði en Rakel kem- ur til landsins til að vera viðstödd opnunina. Nýja húsnæðið er sérstaklega innréttað fyrir starfsemina og ætl- unin er að bjóða þar upp á hvetjandi og uppbyggjandi tækniafdrep fyrir börn og unglinga á aldrinum 6 til 16 ára. Fyrstu námskeiðin eru að hefjast í byrjun desember og er þeg- ar uppbókað á þau en meðal nám- skeiða sem eru í boði eru grunn- námskeið í forritun, forritun fyrir lengra komna, tækjaforritun í Ma-  Menntun Fjöldi nýrra náMSkeiða hjá SkeMa er í þróun Fyrsta tæknisetur sinnar tegundar Nýtt tæknisetur Skema verður formlega opnað í Ármúla þann 13. desember. Tæknisetrið verður það fyrsta sinnar tegundar en því er ætlað að vera afdrep fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-16. Í bígerð er að bjóða upp á fjölskyldunámskeið þannig að skapast geti vettvangur fyrir sameiginlegt áhugamál foreldra og barna heima við. Húsakynni Skema við Síðumúla 23 verða formlega opnuð í desember. Fyrstu nám- skeiðin þar hefjast eftir mánaðarmót. Mynd/Skema Tæknisetrinu er ætlað að vera afdrep fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-16 ára og þar verður ýmislegt við að vera annað en forritunarsnámskeið. Mynd/Skema Slíkur tækni- grunnur verður grunnkrafa í nánast öllum störf- um innan skamms. key Makey og Finch, Unity 3D, vefsmíði og Mi- necraft auk þess sem í þróun eru fleiri fjölbreytt námskeið þannig að innan tíðar ættu ansi margir hópar krakka að finna eitthvað tæknilegt við sitt hæfi. „Markmiðið er að auka tæknilæsi komandi kynslóða og tryggja þá tæknimenntun sem nauð- synleg er til að skilja okkar tæknivædda samfélag. Slíkur tæknigrunnur verður grunnkrafa í nánast öllum störfum innan skamms,“ segir Árdís. Rakel gekk frá upphafi með þá hugmynd í mag- anum að opna tæknisetur og því er stórum áfanga nú náð. Skema hefur verið að bjóða upp á forrit- unarnámskeið í grunnskólum og heldur það starf áfram þannig að tæknisetrið er í raun hrein við- bót við starfsemina. „Við höfum verið í samstarfi við 7-10 skóla á önn og höldum því áfram. Við viljum að aðgengi að námskeiðum okkar sé greitt og ákváðum því að færa forritunarkennsluna út í hverfin líka og binda hana ekki bara við einn stað. Það sem einnig er jákvætt er að hægt er að nýta frístundastyrki til að greiða niður hluta af nám- skeiðsgjaldinu,“ segir Árdís en Skema hefur staðið fyrir námskeiðum bæði á landsbyggðinni og höfuð- borgarsvæðinu. Nú stendur yfir undirbúningur fyrir vorönnina og segir Árdís í bígerð að bjóða m.a. foreldrum upp á kynningarnámskeið þannig að þeir geti lært að forrita með krökkunum sínum. Slík námskeið fyrir fjölskylduna hafa þegar verið í boði og þá meðal annars á fjölskyldudögum fyrirtækja. „Mörg for- rit eru mjög einföld og það þarf bara aðstoð við fyrstu skrefin. Með því að halda fjölskyldunám- skeið sjáum við fyrir okkur að þarna geti skapast vettvangur fyrir sameiginlegt áhugamál foreldra og barna heima við,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Í kennsluefninu „Örugg saman“ er meðal annars fjallað um hvað einkennir heilbrigð og óheilbrigð sambönd, og hvað telst andlegt, líkamlegt eða kyn- ferðislegt ofbeldi.  Menntun eMbætti landlækniS geFur út ForvarnareFni gegn oFbeldi í SaMbönduM unglinga Kennsluefni um ofbeldi í samböndum unglinga e mbætti landlæknis hefur gefið út kennsluefni fyrir unglinga um heilbrigð samskipti sem ætlað er sem forvarnarefni gegn and- legu, líkamlegu og kynferðislegu of- beldi í samböndum unglinga. Náms- efnið heitir „Örugg saman“ og ætlað til kennslu fyrir 9. og 10. bekk grunn- skóla. Það byggir á reynslumeðferðum til að fyrirbyggja ofbeldi, auka þekk- ingu unglinga á því hvað einkennir heilbrigð og óheilbrigð sambönd, hvað telst andlegt, líkamlegt og kyn- ferðislegt ofbeldi og auka líkur á því að þau sem hafa upplifað ofbeldi leiti sér hjálpar og að þau hjálpi vini eða vinkonu sem þau vita af í slíkri stöðu. „Þetta í fyrsta sinn sem námsefni af þessu tagi er gefið út á Íslandi til almennrar kennslu í skólum, og bætir við mikilvægt efni sem þegar hefur komið út í tengslum við vitundar- vakningu gegn andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á vegum vel- ferðarráðuneytisins, innanríkisráðu- neytisins og mennta- og menningar- málaráðuneytisins sem hefur verið í gangi nú í nokkur ár,“ segir Sigrún Daníelsdóttir, verkefnisstjóri geð- ræktar hjá embætti landlæknis. Hjá embætti landlæknis er vonast til að námsefnið verði kennt í sem flestum skólum en formleg kynning á því fer fram í Smáraskóla á þriðjudag. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is 6 fréttir Helgin 28.-30. nóvember 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.