Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.11.2014, Síða 8

Fréttatíminn - 28.11.2014, Síða 8
www.icewear.is ÞINGHOLTSSTRÆTI, REYKJAVÍK - HAFNARSTRÆTI, AKUREYRI LOÐSKINN STÓRLÆKKAÐ VERÐ TIL JÓLA! SIGYN Trefill úr kanínuskinni kr. 15.400 SJÖFN Trefill úr kanínuskinni kr. 15.200 9.540Tilboð9.660Tilboð U m 70 prósent Íslendinga eru fylgjandi því að læknar fái meiri launahækkanir en aðrar starfsstétt-ir í samfélaginu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem MMR vann fyrir Frétta- tímann*. Um 87 prósent styðja kjarabaráttu lækna og 92 prósent hafa áhyggjur af stöðu heilbrigðiskerfisins. Fyrsta læknaverkfall sögunnar hófst þann 27. október síðastliðinn og hefur lítið þokast í samningaviðræðum, að sögn deilenda. Læknar leggja áherslu á að fá leiðréttingu á launum sínum sem þeir segja að hafa dregist aftur úr launum annarra stétta undanfarin ár. Læknar benda jafnframt á að kjarabarátta þeirra snúist ekki aðeins um laun heldur einnig um eðlilega endurnýjun í læknastéttinni því læknar sem mennta sig erlendis snúa síður aftur heim að námi loknu nú en áður. Hringrás launahækkana Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur gefið það upp að kröfur lækna hljóði upp á að minnsta kosti þrjátíu prósenta hækkun og að sett yrði af stað fyrirsjáanleg hringrás launahækkana ef gengið yrði að þeim. Hann hefur einnig sagt opinberlega að hann telji enga almenna samstöðu um launahækkun tiltekinnar stéttar umfram aðrar án þess að einhverjar breytingar séu gerðar á starfsum- hverfi og launauppbyggingu. Niðurstaða könnunar Fréttatímans sýnir hins vegar, þvert ofan í þessar fullyrðingar, að almenn samstaða er meðal landsmanna að hækka laun lækna umfram laun annarra stétta, þar sem sjö af hverjum tíu aðspurðum eru hlynntir því. Ekki munur eftir tekjuhópum Þegar rýnt er nánar í svör við spurningunni: „Hversu fylgjandi eða andvígur ert þú því að læknar fái meiri launahækkanir en aðrir í sam- félaginu?“ kemur í ljós að ekki er mikill munur á svörum eftir tekjuhópum. Mestur stuðningur er meðal tveggja tekjulægstu hópanna og hinum hæsta, hjá fólki með heimilistekjur undir 250 þúsund og á bilinu 250-399 þúsund og svo hjá fólki með heimilistekjur yfir milljón. Hlutfallslega minnsti stuðningurinn er meðal fólks með tekjur á bilinu 400-599 þúsund, þar sem stuðningurinn er samt sem áður rúm 65 prósent. Ef svörin eru skoðuð eftir störfum kemur í ljós að mestur stuðningur er meðal námsmanna, bænda og sjómanna. Minnsti stuðningurinn er meðal iðn- aðarmanna og sérhæfðra í iðnaði, þar sem 43 prósent eru fylgjandi því að læknar fái meiri launahækkun en aðrar stéttir. Var það eina starfsgreinin þar sem fleiri voru andsnúnir því en fylgjandi. Áhugavert er að einn af hverjum tíu þeirra sem segjast ekki styðja kjarabar- áttu lækna (sem eru sam- tals 13,5% aðspurðra) eru samt sem áður fylgjandi því að læknar fái meiri launahækkanir en aðrar stéttir. Á móti kemur að alls eru 15,4% þeirra sem styðja kjarabaráttu lækna andvíg því að þeir fái meiri launa- hækkanir en aðrar stéttir. Niðurstöðurnar skiljan- legar Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir niðurstöðurnar skiljan- legar. „Þær staðfesta í raun það sem ég hef ítrekað haldið fram að heilbrigðis- kerfið okkar sé það þjón- ustukerfi sem landsmenn hafi kosið til þess að setja upp til þess að annast um veika og sjúka. Í það smáu þjóðfélagi sem okkar er þetta gríðarlega mikilvægt verkefni. Við tengjumst öll þessu þjónustukerfi með einum eða öðrum hætti allt okkar líf, flestir fæðast inn í það og flest deyjum við í því,“ segir Kristján. „Svörin við fyrstu tveim- ur spurningunum, sem snúa að kjarabaráttu lækna, koma mér heldur ekki á óvart og eru í raun vitnis- burður um það ágæta og frábæra starf sem íslenskir læknar vinna í okkar góða samfélagi. Við búum við þá gæfu að íslenskir læknar eru afar vel hæft fólk til þessara starfa og geta í raun borið sig í hæfni sam- an við kollega sína í hvaða landi sem er. Það eru í mín- um huga alveg gríðarleg verðmæti í þjóðfélagi sem telur ekki nema 328 þúsund manns,“ segir hann. „Svarið við spurningu tvö [hvort fólk sé fylgjandi eða andvígt því að læknar fái meiri launahækkun en aðrar stéttir í samfélaginu] er í raun sláandi, sérstak- lega miðað við það mat sem forseti ASÍ hefur gefið út um þessi mál. Þetta er mjög merkilegt,“ segir Kristján jafnframt. „Ég bind ákveðnar vonir við að viðræður samninga- nefndanna séu komnar í betri gang en þær voru og vonast svo sannarlega að menn nái saman sem fyrst. Til þess að svo megi verða þurfa báðir aðilar að slá af sínum ítrustu kröfum, leita málamiðlana og sætta sjónarmið,“ segir hann. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Sjö af hverjum tíu Íslendingum eru hlynntir því að læknar fái kjarabætur umfram aðrar stéttir í samfélaginu, samkvæmt nýrri könnun sem MMR vann fyrir Fréttatímann. Ráðamenn hafa sagt að eina lausnin í læknadeilunni sé að sátt náist í samfélaginu um að læknar fái meiri launahækkanir en aðrar stéttir. Þjóðin hefur miklar áhyggjur af stöðu heilbrigðiskerfisins og styður lækna í sinni baráttu. Þjóðarsátt um launahækkun lækna umfram aðra? * MMR gerði könnunina að beiðni Frétta- tímans. Um er að ræða netkönnun sem gerð var á dögunum 21.-25. nóvember og var úrtakið Íslendingar á aldrinum 18 ára og eldri valdir handahófs- kennt úr hópi álitsgjafa MMR. Svarfjöldi var 1042. Niðurstöður könnunarinnar eru vigtaðar með tilliti til kyns, aldurs, búsetu og menntunar í þýði.  Mjög miklar áhyggjur  Frekar miklar áhyggjur  Frekar litlar áhyggjur  Mjög litlar áhyggjur Spurt var Á heildina litið, hversu miklar eða litlar áhyggjur hefur þú af stöðu heil- brigðiskerfis- ins á Íslandi? Ekki var marktækur munur á svörum eftir aldri, menntun eða heimilistekjum. Þjónustu- og afgreiðslufólk og verka- fólk og ófaglærðir voru með mestu áhyggjurnar, í kringum 96% sögðust hafa mjög miklar eða frekar miklar áhyggjur. Hlutfallslega minnstu áhyggjurnar höfðu iðnaðarmenn þótt 82% þeirra segðust hafa mjög miklar eða frekar miklar áhyggjur af stöðu heilbrigðiskerfisins á Íslandi. 57,7% 34,5% 6,9% 0,8% Nokkur munur var á afstöðu eftir kynjum. 78,2% kvenna sögðust mjög eða frekar fylgjandi en 61,7% karla. Fleiri höfuðborgarbúar eru því fylgjandi en fólk á lands- byggðinni, 73% á móti 66%. Ekki er marktækur munur eftir menntun og lítill munur er á svörum eftir tekjuhópum. Mestur stuðningur er meðal tveggja tekjulægstu hópanna og hinum hæsta, hjá fólki með heimilistekjur undir 250 þúsund og á bilinu 250-399 þúsund og svo hjá fólki með heimilistekjur yfir milljón. Hlutfallslega minnsti stuðning- urinn er meðal fólks með tekjur á bilinu 400-599 þúsund, þar sem stuðningurinn er samt sem áður rúm 65 prósent. Spurt var Hversu fylgjandi eða andvíg(ur) ert þú því að læknar fái meiri launahækkanir en aðrar starfsstéttir í samfélaginu? Alls sögðust 69,8% vera mjög eða frekar fylgjandi því. 22% 46,9% 21,7% 8,5%  Mjög fylgjandi  Frekar fylgjandi  Frekar andvíg(ur)  Mjög andvíg(ur) Framhald á næstu opnu 8 fréttir Helgin 28.-30. nóvember 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.