Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.11.2014, Síða 22

Fréttatíminn - 28.11.2014, Síða 22
É g fór á feikilega hressandi tilraunasýningu hjá Mið-Ís-landi á dögunum. Hópurinn hélt þrjár slíkar sýningar til þess að prufukeyra nýtt efni sem fer á fjal- irnar eftir áramót. Ég varð að vísu þeirrar gæfu aðnjótandi að fá tvær sýningar þetta sama kvöld. Önnur samanstóð af parinu í sætaröðinni fyrir framan mig og hin af grínistun- um á sviðinu. Sú fyrri var voðalega sakleysisleg í byrjun. Augngotur og blíðlegar strokur (á stöðum sem leyfilegt er að handleika á almanna- færi). „Æ, ferlega eru þau krúttleg,“ hugsaði ég með mér á meðan ég tók í sundur Stjörnurúlluna sem ég smyglaði með inn. Ég bið Þjóðleik- húskjallarann hér með formlega af- sökunar á því að hafa stungið lakkr- ísnum undir sætið mitt, ég borða bara þetta bleika, sko. Jæja, eitthvað eru nú leikar að æsast þarna fyrir framan mig. Allt í lagi, örlítið eyrnasneplanart hefur aldrei drepið neinn. Ég er ekki svona mikil tepra. Áður blíð- legu strokurnar þykja mér nú samt orðnar helst til ákafar. Og víðförlar. Ég lít á klukkuna, gott korter í sýningu. Í mínum dimmustu hugar- fylgsnum (og martröðum) hvarflar að mér að þau gætu í raun lokið sér af á þeim tíma. Tvisvar. Fyrir framan mig. Nei, róleg. Söðlaðu hestinn, Guðrún Veiga, það er enginn að fara að stunda kynlíf í þriðju sætaröð í Þjóðleikhúskjallaranum. Fimm mínútur í sýningu. Konan er eiginlega í fanginu á manninum. Höndin á henni óþarflega langt ofan í hálsmálinu hjá honum. Hendurnar á honum – já, þær voru á stað sem bara á að snerta bak við luktar dyr. Undir fjögur augu. Eða einn síns liðs ef því er að skipta. Eitt augnablik dauðsé ég eftir að hafa ekki boðið ömmu minni með á sýninguna. Hún hefði sent þessa saurlífisseggi til síns heima við fyrsta brot. Loks slokkna ljósin og ég blessunarlega blindast á atlotin fyrir framan mig. Hefst þá seinni sýning kvöldins. Alveg jafn óviðeigandi og sú fyrri. En svo miklu miklu betri. Saga Garðarsdóttir lét mig jafnvel efast um kynhneigð mína í skamma stund. Frussandi fyndin og klám- fengin. Kona að mínu skapi. Já, það má vel ausa yfir mig klámfengnum orðum, læf sjóv er allt annar hand- leggur. Strákarnir voru ekki síðri en Saga. Ekki mikið allavega. Á tíma- bili prísaði ég mig sæla að amma væri eftir allt saman ekki með í för. Sumir brandararnir voru þannig að blása hefði þurft ítrekað í hana lífi. Og losa um eina fjóra blóðtappa. Virkilega gott grín. Ljósin kvikna á nýjan leik. Það er komið hlé. Þegar ég hef lokið við að þurrka hláturstárin úr augunum átta ég mig á að þau eru ennþá þarna. Graða parið. And- skotinn. Maðurinn stendur upp og fer eitthvað. Almátt- ugur, mér er borg- ið. Engar gælur í hléinu. Ekki er hann nú lengi að snúa aftur. Sest hann niður? Nei. Sest hann klof- vega yfir konuna? Já. Hann staldraði þó aðeins við í skamma stund á lendum hennar. En það tók mig langan tíma að átta mig á hverju ég hefði eiginlega orðið vitni að. Ég skil það hrein- lega ekki ennþá. Ég þyrfti að vera lögga. Mig langar svo oft að hand- taka fólk. Eða bara nefbrjóta það. Ég ætla að leyfa mér að mæla með ferð á Mið-Ísland í janúar. Maður þarf jú á upplyft- ingunni að halda, staurblankur og spikfeitur eftir desembermánuð. Og þið þarna. Já þið – sem eruð almennt óþarflega kynferðislega æst í hvort annað. Verið heima hjá ykkur. Alla daga. Alltaf. Guðrún Veiga Guð- mundsdóttir er mannfræðinemi frá Eskifirði sem vakið hefur athygli fyrir bloggskrif sín. Hún stjórnaði sjónvarps- þættinum Nenni ekki að elda og var að gefa út samnefnda bók. Guðrún Veiga fór á prufusýningu hjá Mið-Íslandi og sat fyrir aftan tvo saurlífisseggi. Ástaratlot í Þjóðleikhúskjallaranum Guðrún Veiga Guðmundsdóttir ritstjorn@ frettatiminn.is Nei, róleg. Söðlaðu hestinn, Guðrún Veiga, það er enginn að fara að stunda kyn- líf í þriðju sætaröð í Þjóðleikhús- kjallaranum. Tvöföld ánægja með RED jólum Viðskiptavinir í RED áskrift sem kaupa snjalltæki á jólatilboði fá tvöfalt gagnamagn í 12 mánuði. Kynntu þér málið á Vodafone.is eða í næstu verslun Vodafone Góð samskipti bæta lífið Vodafone Smart 4 mini 14.990 kr. stgr. Vodafone Smart tab 39.990 kr. stgr. Hægt er að greiðsludreifa í allt að 18 mánuði. 22 pistill Helgin 28.-30. nóvember 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.