Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.11.2014, Side 32

Fréttatíminn - 28.11.2014, Side 32
þessum tíma. Búsetan var ýmist í kjallarakompu í Harlem, í frum- kvöðlahúsi í Murray Hill þar sem einn herbergisfélaginn hraut og annar fór í sturtu klukkan 3 á næt- urnar og síðustu vikurnar vorum við fjórar í einu herbergi með tveimur kojum. Næstu fjórar vikurnar þar á eftir voru ekki síður annasamar, enn héldu mentorar áfram að veita hin ýmsu ráð en Rakel segir það hafa verið hluta af lærdómnum að þó ákveðinn mentor sé gríðarlega klár og vel að sér þá þýði það ekki að hann sé alvitur um það sem er fyrirtækinu þínu fyrir bestu. Þrátt fyrir að reKode væri minnsta teymið, en mest voru þær fjórar og stundum bara Rakel, þurfti það að skila jafn miklu af sér og halda öllum boltum á lofti. Hin teymin höfðu um borð fimm til tólf manns. Sendi þeim alvöru póstkort Fjarvistirnar frá fjölskyldunni reyndu á en það var lán í óláni að prógrammið hélt Rakel svo upp- tekinni að það var varla tími til að sakna. „Ég var í vinnunni nánast allan sólarhringinn en reyndi að sofa smá á milli. Ég nýtti tæknina til að tala við fjölskylduna og talaði við hana í gegn um Facetime og Skype.“ Rakel fékk góð ráð frá frumkvöðulinum Brad Feld, einum af stofnendum TechStars, sem hún heyrði fyrst af eftir að hann kom til Íslands til að taka þátt í StartUp Iceland. „Brad Feld sagði við mig að samskipti í gegnum net og síma væri ekki nóg heldur væri gott að hafa eitthvað áþreifanlegra. Ég ákvað því að senda krökkunum póstkort nánast daglega þannig að flesta morgna gátu þau sótt póst- kort frá mér í póstkassann. Ég tók myndir á símann minn og nýtti snilldar app þar sem ég gat búið til póstkort úr myndinni. Ég sendi líka stundum póstkort með gamalli mynd af okkur saman og alltaf skrifaði ég eitt- hvað smá frá deginum mínum og sameiginleg- um upplifunum okkar. Sonur minn límdi svo öll þessi póstkort fyrir ofan rúmið sitt þannig að hann var á endanum kominn með dágott safn.“ Hún hitti börnin sín líka stuttlega á þessum þremur mánuðum þegar skólinn hófst, á fótboltaferðalagi sonarins í San Diego og þegar dóttir hennar var á ferðalagi vegna fyrirlestra sem hún flutti í Flórída. „Hún ferðast bara sjálf og er orðin nokkuð skóluð í því,“ segir Rakel um dótturina. Fyrstu forritunarnámskeiðin fyrir börn á vegum reKode hófust í þessum mánuði og hafa viðtök- urnar verið afar góðar. Unnið er út frá íslenska módelinu og eru nám- skeiðin aldursskipt þannig að 6-10 ára börn eru saman á námskeiði og svo 10-14 ára. „Við höfum fundið fyrir miklu þakklæti, sérstaklega frá foreldrum barna sem hafa ekki fundið sig í öðru sem er í boði fyrir börn.“ Tekur ekki karlmann með á fundi Það vakti nokkra athygli í við- skiptahraðlinum að í teymi reKode voru aðeins konur og var það eina slíka teymið. Hins vegar voru fjög- ur fyrirtæki stofnuð af konum og er það hæsta hlutfallið í Techstars frá upphafi. Miðað við árangur Rakelar sem frumkvöðuls myndu kannski einhverjir telja hana alltaf hafa verið sérstakan femínista en það er alls ekki svo. „Það hefur verið gert grín að því hvað er ég hef verið mikil karlremba. Fyrst um sinn fussaði ég yfir sérstökum kvennasamfélögum og fannst alveg fáránlegt að það væru til sérstakir kvennastyrkir og sjóðir. Ég hef alltaf verið jafn vel, eða betur launuð en karlkyns sam- starfsmenn mínir og gengið í öll störf sem ég hef haft áhuga á. Mér fannst lengi vel að konur ættu bara að sækja það sem þær vildu og að þær þyrftu bara að ganga inn í öll störf og þannig myndu þær komast áfram,“ segir Rakel sem hefur aldeilis skipt um skoðun. „Í Bandaríkjunum upplifði ég það í fyrsta skipti að það er öðru- vísi að vera með vag- ínu. Ég hef skilið sam- hengið betur og ber nú í brjósti endalaust þakklæti til þeirra sem hafa komið jafn- réttismálum á Íslandi á þann stað sem þau eru í dag og er í dag stoltur félagi FKA þar sem ég fæ stuðning frá öflugu tengslaneti og get miðl- að af minni reynslu. Baráttunni er samt alls ekki lokið en Ísland er þó komið mun lengra á veg heldur en til dæmis Bandaríkin.“ Rakel segist hafa lært af reynslunni eftir að hún flutti út þar sem hún tekur aldrei karlkyns samstarfsmann með sér á fundi eða fyrirlestra heldur aðeins konur. „Ef ég er á fundi með karlmanni og varpa fram spurningu til hans eru miklar líkur á að hann horfi á karlkyns samstarfsfélaga minn þegar hann svarar heldur en mig. Stundum átta karlmenn sig ekki á þessu en stundum er þetta algjörlega með- vitað.“ Hún tekur dæmi af einum men- tornum í Techstars sem hún hefur miklar mætur á og segir hann hafa komið að máli við sig eftir að hún greindi frá því að hún væri undr- andi á því hversu jafnréttisbar- áttan væri skammt á veg komin. „Hann kom að máli við mig og sagði að ef það væri eitthvað sem ég sæi í hans fari og framkomu sem ég teldi brjóta á rétti mínum sem kona þá ætti ég að láta hann vita því hann vildi ekki vera slíkur maður.“ Rakel segist nú hætt að vera karlremba og á góðri leið með að verða rauðsokka. Hún hlaut hvatn- ingarverðlaun FKA í ársbyrjun og fyrir hálfu öðru ári valdi tímaritið Forbes SKEMA á lista yfir þau tíu fyrirtæki sem áhugaverðast verður að fylgjast með og líklegt talið að muni slá í gegn hjá neytendum. Rakel virðist hafa tekið hárréttar ákvarðanir á hárréttum tíma og ævintýrið er rétt að byrja. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Hvað er Viðskiptahraðall Hlutverk viðskipta- hraðals (e. business accelerator) er að hraða ferlinu sem fyrirtæki fara í gegn um frá því hugmynd fæðist og þar til viðskipti fara að blómstra. StartUp Reykjavík og StartUp Iceland eru dæmi um við- skiptahraðla. ? Allir fram- kvæmda- stjórarnir og stjórnendur Kaplan Tech- stars saman á Demo Day þegar við- skiptahrað- linum lauk og hvert teymi kynnti sig fyrir fjárfestum. Það var gjarnan þröngt á þingi þegar Kaplan Techstars stóð yfir en teymi reKode lét það ekki á sig fá og smelltu þessari mynd af til að reyna að fanga stemninguna. Niðurtalning. Í Bandaríkjunum upplifði ég það í fyrsta skipti að það er öðruvísi að vera með vagínu. KLAPPARSTÍGUR 40 · 101 REYKJAVÍK · SÍMI 571 4010 nndu okkur á facebook 32 viðtal Helgin 28.-30. nóvember 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.