Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.11.2014, Qupperneq 38

Fréttatíminn - 28.11.2014, Qupperneq 38
Myndspilari Xtreamer Wonder Verð: 24.990 kr. Fartölva Dell Inspiron 3531 Verð: 54.990 kr. Fartölvubakpoki Dell Tek - tvær stærðir Verð frá: 9.990 kr. Hörðustu pakkarnir fást hjá Advania Guðrúnartúni 10, Reykjavík Mánudaga til föstudaga frá 8 til 17 Tryggvabraut 10, Akureyri Mánudaga til föstudaga frá 8 til 17 advania.is/jol Kíktu til okkar í kaffi – við tökum vel á móti þér í verslunum okkar Far- og spjaldtölva Dell Inspiron 7347 Verð: 179.990 kr. Fartölvutaska Bogart 13V Verð: 8.990 kr. Fartölvuumslag PC Skin Brown - þrjár stærðir Verð frá: 1.490 kr. Heyrnartól - þrír litir Jabra Revo Stereo Verð: 29.990 kr. Ferðahátalari - margir litir Jabra Solemate Bluetooth Verð: 29.990 kr. nóvemberdagur. Giftingin hafði verið bókuð klukkan þrjú eftir há- degi og athöfnin skyldi fara fram í hinu fræga Campidoglia virki, sem Michelangelo hannaði, í miðri Rómarborg. Lystivagninn þennan merka dag í lífi okkar var gamall Rolls-Royce sem ég hafði útbúið hljómflutningskerfi til að spila heil- mikinn lagalista, sem við Kristín höfðum sett saman. Allt voru það lög sem höfðu sérstaka merkingu fyrir okkur og samband okkar síðustu 20 árin. Við mættum með stæl til Campidoglia þar sem lög- bókandinn sem tók á móti okkur reyndist vera forstöðumaður stofn- unarinnar og sláandi líkur Mússol- íni (alveg niður í heiðursorðurnar á brjóstborðanum hans) eins og 87 ára gamall vígsluvottur minn benti á. „Ég man eftir honum, við vorum samtímamenn hér,“ hvíslaði hann brosandi. Athöfnin fór fram á ítölsku með vígsluvottana tvo og túlk okkur við hlið. Stundin var töfrandi og mjög skemmtileg líka. Tilfinningin var ótrúleg að ganga hönd í hönd út á torgið fyrir framan höllina og spjalla við heimamenn sem óskuðu okkur til hamingju. Dagurinn var fullkominn að öllu leyti - án efa besti dagur lífs míns. Við keyrðum um Rómarborg í Rolls- Royce-bílnum okkar þetta síðdegi, drukkum kampavín með tónlistina ómandi og gluggana opna, brosandi andlit heilsuðu okkur og bravó-hróp gullu við. Við rúntuðum fram hjá flottustu stöðum og minnisvörðum Rómar og nutum andartaksins. Við vorum bara tvö saman, höfðum ekki minnstu áhyggjur en áttum þarna stórkostlegt nýtt upphaf. Og eins og til að innsigla hamingju okkar mætti lítil prinsessa inn í líf okkar tíu mánuðum síðar. Lífið var mjög gott – og til þess gert að lifa því.“ Björgólfur Thor fjallar um samband sitt og föður síns, Björgólfs Guðmundssonar, í bók sinni. Hann telur að faðir sinn hefði ekki átt að fara út í erlendar fjárfestingar á uppgangstímunum og láta sér Landsbankann duga. „Samband mitt við föður minn hafði líka orðið fyrir skakkaföllum á uppgangsárunum. Í ágústmánuði 2003 gáfum við út yfirlýsingu um að héðan í frá myndum við einbeita okkur að aðskildum hlutum. Faðir minn, sem hafði verið í stjórn Pharmaco, sagði sig úr henni og ákvað að einbeita sér að Landsbankanum þar sem hann var formaður bankaráðs. Á sama tíma fór ég að taka mun meiri þátt í daglegum rekstri Pharmaco, þar sem ég var stjórnarformaður. Ég keypti hlut föður míns í Pharmaco. Við vorum sammála um að Pharmaco væri áhættusamari fjárfesting en Landsbankinn. Þar að auki krafðist for- mennskan í Landsbankanum allrar hans athygli. Ég á föður mínum og ævintýraþrá hans margt að þakka. Hann var viðskiptafélagi minn í Rússlandi og í lyfjaiðnað- inum í Búlgaríu, þar sem við unnum náið saman og fengum mikinn arð. Þegar hann einbeitti sér aftur að Íslandi fann hann stöðu sem hann gat hugsað sér að sitja í fram á eftirlaunaaldur og ég hélt að hann hefði sagt skilið við ævintýramennsku. Ég var hins vegar ungur maður og vildi fleiri ævintýri, stofnaði Novator sem mitt eigið fjárfestinga- fyrirtæki og var með margar hugmyndir um hvað ég vildi gera næst. Ég ætlaði mér að fara inn á aðrar og ókannaðar slóðir og vildi gera það upp á mitt eindæmi með mínu eigin fyrirtæki. Fyrstu tækifærin sem ég fékk í viðskiptum spruttu greinilega af tengslaneti föður míns og vilja hans til að leggja upp í ný ævintýri - en nú voru aðrir tímar. Faðir minn var á réttri hillu í Landsbankanum. Sem for- maður stærsta banka á Íslandi naut hann þeirrar lýðhylli sem hann sóttist eftir og naut þess að vera virtur og dáður í bankanum. Hann gat ornað sér við tilhugsunina um að hafa hafið sig til fyrri vegs í augum þjóðar sinnar. Sumir fóru meira að segja að kalla hann Greifann af Monte Cristo. En það kom mér á óvart að þetta skyldi ekki nægja honum. Hann fór að spila Matador-spilið sem var í gangi á Íslandi á þessum tíma, fjárfesti í eignum sem ég kallaði verðlaunaeignir og fjármagnaði allt með skuldsetn- ingu í gegnum erlend fyrirtæki. Kaup hans á enska fótboltaliðinu West Ham United, sem ég hafði ákveðnar efasemdir um, sögðu mér allt sem segja þurfti. Faðir minn tók þátt í ungæðislegum leik, en þar var ljóst að hann myndi eiga erfitt uppdráttar. Hann þurfti að treysta of mikið á ráðgjafa sína, ferðaðist ekki nógu mikið og fékk því ekki nægilega innsýn og það sjónarhorn sem nauðsynlegt er fyrir svona verkefni. Hann fór inn í verkefni of seint, rétt fyrir hrunið, sem gerði hann persónulega gjaldþrota og rúinn inn að skinni bæði tilfinningalega og fjárhagslega. Þetta er sorglegt því hann hefði líklega getað komist hjá gjaldþroti hefði hann verið sáttur við hlutverk sitt í Landsbankanum. Það voru hinar fjárfestingarnar sem komu honum í klandur, og þetta olli mér jafnvel enn meira angri eftir að hann varð gjaldþrota. Ég hafði alist upp með manni sem hafði verið komið illa fram við og þráði að sanna sig á ný og sjálfur vildi ég líka hreinsa nafn hans. Í þetta skipti vil ég ekki að hann falli í þá gildru að hugsa þannig að það sem kom fyrir hann í fjármálahruninu sé öllum öðrum að kenna. Ég held að hann sé smátt og smátt að sætta sig við að svo var ekki, en það hjálpar mjög að hann er enn virtur og vinsæll í þeim hópum sem hann lifir og hrærist í þótt nafn hans sé flekkað í fjölmiðlum. Ég hef líka ávallt borið mikla virðingu fyrir viljastyrk föður míns þegar kemur að áfengi. Það segir mikið um þrautseigju hans að hann hefur ekki í eitt einasta skipti misstigið sig í öllum sínum eldraunum og sigrum heldur staðið við þá ákvörðun sem hann tók árið 1978 þegar ég var strákur í San Francisco. Þessi þrautseigja er eitthvað sem fjölskyldan mín hefur gengið að sem vísri, en hefði ekki átt að gera af því að við höfum öll haft ávinning af staðfestu hans. Ég gat ekki hjálpað föður mínum eftir hrunið. Úr- tölumenn hafa gagnrýnt mig fyrir þetta og sagt að ég hefði getað klárað málin við lánardrottna föður míns líkt og mína eigin og bjargað honum þannig frá gjaldþroti. En verkefnið sem ég stóð frammi fyrir eftir hrunið var risavaxið. Það var engin leið fyrir mig að semja við lánar- drottna föður míns líka, fyrir utan að taka á mig hans hluta af sameiginlegum skuldbindingum okkar. Ég talaði að vísu við banka til að sjá hvort hægt væri að komast að einhvers konar samkomulagi. En það var ómögulegt.“ Ég gat ekki hjálpað föður mínum eftir hrunið 38 bækur Helgin 28.-30. nóvember 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.