Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.11.2014, Page 46

Fréttatíminn - 28.11.2014, Page 46
46 fjallahjól Helgin 28.-30. nóvember 2014  Ævintýri Einstök hjólafErð til los angElEs Ekki viss um að ég endurtaki 25 tíma sólarhringinn EXPOSURE TRACE LJÓSASETT Verð: 21.990 kr. Ótrúlega létt og lipurt ljósasett með USB hleðslutengi. SPECIALIZED DEFLECT HANSKAR Verð: 9.990 kr. Vindheldir, fóðraðir og með endurskini og Wiretap gómum fyrir snertiskjái. PROVIZ REFLECT360 JAKKI Verð: 16.990 kr. Eitt, stórt endurskinsmerki. Það er ekki séns að bílstjórar sjái þig ekki í þessum. SPECIALIZED DEFROSTER TRAIL Verð: 34.990 kr. Vatnsheldir og fóðraðir með Thinsulate til að halda fótunum þínum þurrum og hlýjum. SPECIALIZED DIVERGE COMP SMARTWELD Verð: 399.990 kr. Diverge er hannað til að takast á við allar tegundir vega og hafa betur. Smartweld stell, koltrefjagaffall, Shimano 105 skipting, vökva-diskabremsur. SÉRÐU MIG NÚNA? Allt fyrir veturinn í Kríu. Kría hjól ehf // Grandagarður 7 // 101 Reykjavík s íðastliðið vor bauðst mér og félaga mínum, Emil, að fara til Bandaríkjanna í nóvem- ber og taka þátt í einstakri hjóla- ferð um Los Angeles, Las Vegas og Utah, auk heimsóknar í höfuð- stöðvar Specialized í Morgan Hill. Okkur leist vel á að enda hjólatíma- bil sumarsins með þessum hætti. Í Zion þjóðgarðinum í Utah fóru fram lengstu sólarhringskapphjólreiðar sem sögur fara af, en ástæðan er sú að keppnin fór fram á þeim degi sem klukkunni er breytt og því er hjólað samfleytt í 25 klukkutíma. Þetta hljómaði eins og áskorun sem við gátum ekki hafnað, svo auðvitað skráðum við okkur. Undibúningurinn fyrir ferðina gekk ekki eins og best verður á kos- ið sökum tímaskorts og því einbeitti ég mér meira að andlegum undir- búningi frekar en líkamlegum. Ég er vanur því að ganga í gegnum alls konar sársauka við hinar ýmsu lík- amlegu athafnir svo ég hugsaði að þetta yrði lítið mál, sérstaklega með jafn öflugan félaga mér við hlið eins og Emil er. Eftir óþarflega langt og strangt ferðalag, sökum tafa og umferðar- teppu, komum við á áfangastað rétt fyrir myrkur og náðum að taka út hjólabrautina í Zion sem við eyddum svo næsta sólarhring hringsólandi á. Brautin er 20,6 kílómetra löng og skipta má henni í þrjá hluta. Í fyrsta hlutanum var stöðug hækk- un á tvöfaldri braut, í öðrum hluta brautarinnar var hjólað niður í móti á einfaldri braut sem einkenndist af bröttum, hlykkjóttum vegum. Síðasti hluti brautarinnar saman- stóð svo af erfiðum malarvegi með miklu grjóti. Ég skrifaði því á bak við eyrað: Ekki vera þreyttur í þriðja hlutanum! Pökkuðum helst til frjálslega Keppnisdagurinn rann upp, bjartur og fagur. Það entist hins vegar ekki lengi því mikil óveðursský nálguð- ust okkur jafnt og þétt. Sú staðreynd að við höfðum pakkað heldur frjáls- lega hjálpaði heldur ekki til á þessum tímapunkti. Engin regnfatnaður var til að mynda með í för. En keppnin hófst og Emil hjólaði fyrsta hringinn. Ég ákvað að tileinka mér hugsun skjaldbökunnar í stað hérans, enda var markmiðið ekki í sjálfu sér að vinna keppnina, heldur að halda sér á brautinni í heilar 25 klukkustundir. Við fundum fljótlega taktinn og hjól- uðum sitt hvorn hringinn til skiptis. Hvíldarhringurinn einkenndist svo- sem ekki af mikilli hvíld, heldur fór hann í að troða sig út af orkuhlaupi, banönum, rúsínum, orkudrykkjum og vatni. Allt gekk að óskum þar til myrkr- ið skall á með rigningu í þokkabót. Búandi á Íslandi töldum við okkur fullbúna til að takast á við smá rign- ingu en þetta reyndi virkilega á and- legan styrk, frekar en líkamlegan. Til allrar hamingju hafði ég slysast til að pakka vetrarhjólabuxunum mínum sem reyndust mjög vel í síð- asta hluta brautarinnar því rigning- in gerði það að verkum að brautin breyttist í eitt allsherjar drullusvað. Í myrkrinu unnum við marga litla persónulega sigra. Það að pína sig upp úr blautum svefnpokanum, hlustandi á dropana dynja á tjaldinu til þess að hjóla rúma 20 kílómetra í myrkri og drullu er til dæmis ótrú- legt afrek út af fyrir sig. Frábær lífsreynsla Þegar sólin kom upp að nýju hætti að rigna og við gáfum okkur örstutt- an tíma til að spjalla við annað lið sem samanstóð af fjórum keppend- um. Eftir þessa 22 klukkutíma var hver þeirra búinn að hjóla tvo hringi á meðan ég var að leggja af stað í minn sjöunda. Þessi staðreynd gaf mér hins vegar auka kraft og átt- undi og síðasti hringurinn minn varð sá besti og okkur tókst að ljúka keppni. Niðurstöðurnar komu okk- ur líka skemmtilega á óvart, en við enduðum í þriðja sæti í okkar flokki með því að ljúka 16 hringjum. Þessi ferð var frábær lífsreynsla, en ég er ekki viss um að ég myndi endurtaka 25 klukkutíma hjólreið- arnar, en í staðinn líður mér eins og ég færi létt með að hjóla stans- laust í hálfan sólarhing. Utah er án efa staður sem við verðum að heim- sækja aftur, og þá skoða ég mig kannski betur um og sleppi því að hjóla sama hringinn átta sinnum. David Robertson Formaður hjólreiðanefndar ÍSÍ ritstjorn@frettatiminn.is

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.