Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.11.2014, Síða 72

Fréttatíminn - 28.11.2014, Síða 72
É g er spurður um upp-skriftir á hverjum einasta degi og hef yfirleitt sent fólki þær í tölvupósti. Nú fannst okkur tími til kominn að gefa fólki færi á að fá allan pakkann, öll leyndarmál síðustu fjórtán ára,“ segir Bjarki Freyr Gunnlaugsson, matreiðslumaður á Tapasbarnum. Bjarki og Carlos Horacio Gime- nez sendu á dögunum frá sér veg- lega matreiðslubók með uppskrift- um frá hinum vinsæla veitingastað Tapasbarnum en þeir eru yfirmat- reiðslumenn staðarins. Fjórtán ár eru síðan Tapasbarinn var opnaður og hefur hann fyrir löngu skapað sér fastan sess í veitingaflórunni í miðbæ Reykjavíkur. Í bókinni er að finna uppáhalds- uppskriftir þeirra félaga. Sumar hafa verið notaðar á staðnum frá árinu 2000 en aðrar hafa orðið til í gegnum árin. „Þetta eru alls kyns réttir, sumir eru frekar flóknir en al- mennt séð ætti hver sem er að geta eldað þennan mat heima hjá sér án mikilla vandræða. Þetta er náttúr- lega tapasstíllinn, margir smærri réttir, þannig að hver réttur á ekki að taka langan tíma,“ segir Bjarki. Bjarki og Carlos hafa unnið að gerð bókarinnar síðustu tvö ár og haft gaman af. „Við fórum í gegnum allar gömlu uppskriftirnar og þær nýju líka. Við höfum verið að upp- færa þær á meðan við skrifuðum bókina. Þessi vinna hefur sannar- lega aukið hugmyndaflugið.“ Ekki veitir af því matreiðslan á Tapasbarnum er síbreytileg. Til að mynda í Óvissuferðinni, sjö rétta seðli sem nýtur mikilla vinsælda. „Við erum með eitthvað nýtt þar á hverjum einasta degi,“ segir Bjarki. Óvissuferðin er öll í bókinni, rétt eins og jólaseðill staðarins og ýmsir skemmtilegir drykkir. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is 72 matur & vín Helgin 28.-30. nóvember 2014 Vín vikunnar Kröftugt og alkóhólríkt með töluverða fyllingu og jafnvel rúsínukeim. Plómur og snefill af súkkulaði í bragðinu. Þetta er vín til að drekka með kraftmiklu kjöti og villibráð. Það sómir sér líka vel með bragð- sterkum harð- ostum. Þetta er spennandi vín frá Andalúsíu á Spáni sem er syðsta hérað Spánar og ekki mjög þekkt fyrir víngerð. Lókal þrúgunni tintilla de rota, sem er lítið notuð utan Andalúsíu, er blandað saman við hefðbundnari þrúgur sem gefur þroskað vín og áfengisríkt með vanillu og eik. Gott með bragðmiklu kjöti. Þetta vín kemur frá Acqui í Piedmont héraðinu á norður Ítalíu. Svæðið er frægt fyrir stór og mikil vín en framleiða einnig mikið úr dolcetto- þrúgunni líkt og þetta vín sem er þá ætlað strax til drykkjar. Þetta er berjaríkt og ferskt rauðvín með mildum keim. Fínt ostavín. Casa Vinironia Appassimento Edizione Oro Gerð: Rauðvín Uppruni: Ítalía, 2012 Styrkleiki: 14,5% Verð í Vínbúðunum: kr. 2.498 Banfi l’Ardi Dolcetto d’Acqui Gerð: Rauðvín Uppruni: Ítalía, 2013 Þrúga: Dolcetto Styrkleiki: 143% Verð í Vínbúðunum: kr. 2.498 Finca Moncloa Gerð: Rauðvín Uppruni: Spánn, 2011 Þrúga: Blanda úr cab. sauv., syrah, merlot og tintilla de rota Styrkleiki: 14,5% Verð í Vínbúðunum: kr. 2.848 Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is Hamraborg – Nóatún 17 – Hr ingbraut – Austurver – Grafarho l t Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar* *Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero 2198,- Verð aðeins + 1 flaska af 2 L VAKANDI!VERTU blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR 93% þolenda þekkja þann sem beitir þá kynferðislegu ofbeldi! Lundirnar 500 g lambalundir ½ l Kikkoman sojasósa ½ l appelsínusafi 1 appelsína, skorin í sneiðar 2 stjörnuanísar 1 msk. rósapipar 3 greinar garða- blóðberg 1 msk. balsamedik Öllu blandað saman. Gætið þess að lambalundirnar séu vel hreinsaðar og vöðvinn heill, þá er auðveldara að skera kjötið. Látið liggja í 24-36 klst. í kæli. Við það verður kjötið stífara og dekkra og sýgur í sig bragðið úr maríneringunni.  Útgáfa Uppskriftabók tapasbarsins komin Út Tíu tonn af humri í vin- sælasta réttinn Tapasbarinn hefur verið einn vinsælasti veitingastaður Reykja- víkur síðan hann var opnaður árið 2000. Nú hafa yfirmat- reiðslumennirnir Bjarki og Carlos tekið saman allar uppskriftir staðarins og gefið út á bók. Bjarki Freyr og Carlos, yfirmatreiðslu- menn á Tapasbarnum, hafa tekið saman bók með helstu uppskriftum staðarins. Í henni er að finna alla leyndardóma staðarins vinsæla. Ljósmynd/Teitur Hvítlaukssmjör 500 g smjör 50 ml sterk hvítlauksolía 50 g steinselja Hrærið smjör, hvítlauksolíu og steinselju saman í hrærivél í nokkrar mínútur þar til þið fáið þykkt og fallegt smjör. Humarinn 600 g humarhalar 80 g brauðraspur 1 sítróna sjávarsalt Takið humarhala og klippið skelina langsum niður að halablöðkunni, án þess að klippa humarinn í sundur. Opnið skelina í miðjunni þar sem hún er klippt og hreinsið halann vel undir köldu vatni. Ýtið kjötinu upp úr skelinni, en látið það ennþá vera fast neðst hjá halablöðkunni og notið skelina sem nokkurs konar fat fyrir humarinn. Leggið humarinn í eldfast mót. Dreifið vel af brauðraspi yfir hann og dreifið hvítlaukssmjörinu á hvern hala fyrir sig. Bakið svo humarinn í ofni við 200°C í 4-5 mín. Þumal- puttareglan er að þegar ykkur finnst hann tilbúinn er hann ofeldaður. Humarinn er bestur þegar hann virðist aðeins glær þegar hann er tekinn úr ofn- inum. Berið fram með sítrónu- sneið og dreifið sjávarsalti yfir. Hvítlauksbakaðir humarhalar Þetta sælgæti er langvinsælasti rétturinn á Tapasbarnum. Um 9-10 tonn af humri fara í þennan rétt árlega! Það skiptir miklu máli að nota mjög mikið af brauðraspi og að nóg sé af bragðmiklu hvítlaukssmjöri ofan á. Lamb í lakkrís Í áranna rás hefur lamb í lakkrís verið einn af okkar vinsælustu réttum. Þennan rétt er fullkomið að nota sem forrétt því að kjötið er grafið, ekki eldað. Einnig er gott að nota vel snyrt lambafillet í réttinn, sem er algjört sælgæti. Lakkríssósa 125 ml majónes 125 ml sýrður rjómi 1 tsk. balsamedik 1 tsk. sojasósa 1 tsk. hunang 1 stjörnuanís 1 tsk. rósapipar 1 kardimomma 1 grein garðablóðberg Sjávarsalt og nýmal- aður pipar eftir smekk Hrærið majónes, sýrðan rjóma, bal- samedik, sojasósu og hunang saman. Merjið og berjið kryddið vel saman í mortéli og sigtið ofan í sósuna. Smakkið og bragðbætið með salti og pipar eftir þörfum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.