Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.11.2014, Qupperneq 88

Fréttatíminn - 28.11.2014, Qupperneq 88
 RitdómuR mói hRekkjusvín - misskilinn snillinguR  mói hrekkjusvín - Misskilinn snillingur Kristín Helga Gunnarsdóttir Æðisleg og fyndin bók A llar persón-urnar höfðu fyndið eða skemmtilegt hlutverk. Mér fannst til dæmis danski kallinn í flotta tjaldinu ein af fyndn- ustu persónunum, eins og þegar að hann sagði fyrst; Dí skal ikki gera tetta! Þá hélt ég að höfundur- inn, Kristín Helga, hafði annað hvort gert prentvillu eða að hún hefði sofnað á lyklaborðinu. Og mér fannst líka myndirnar eftir Lindu afskaplega fallegar og geymdu svo mikla töfra. Mér fannst annað hvort Mói (Mar- teinn) eða Danski Rassi (Rasmuss) vera skemmtilegastir í þessari bók. Og mér fannst líka hann Byssu Jói rosa mikil- vægur í þessari bók. Og skemmtilegt hvað Orri og Mói eru mikið saman og gott að þeir fara ekkert að rífast eða neitt þannig. Mér fannst sérstaklega fyndið þegar að þeir voru að gera sig fína fyrir opinberu heim- sóknina hjá forset- anum og þeir rökuðu sig með ekkert skegg! Haha. Og þessi góða þjónustukona var svo indæl og ég held að höfundarnir, Linda og Kristín, séu líka indælar og fyndnar eins og þessi bók. Og ef þið ætlið að hætta að búa til bækur þá er svarið: Nei punktur og pasta og bannað að breyta. Og ef þið búið til aðra misskilinn snillingur myndi ég vilja hafa þennan danska kall sem var svo reiður alltaf greyið, í næstu bók. Mér fannst þetta æðisleg bók og fyndin en ekki samt mikil spennusaga, bara svona gamansaga og mér finnst að hún megi koma í flestar bókabúðir á Íslandi. Áróra Jónsdóttir 10 ára  tónlist PlAtA til styRktAR fóRnARlömbum stRíðsins í PAlestínu Breytingin byrjar hjá okkur sjálfum Þ að er gaman að gefa af sér,“ segir Eva Einarsdóttir sem var ein af 6 borgarfulltrúum Besta flokksins sáluga sem gengu inn í Bjarta framtíð í kosningunum í vor. „Það kom mér á óvart hvað póli- tík ætti vel við mig. Ég er á því að hver sem er gæti plumað sig í póli- tík þar sem þetta eru fjölbreytt hlut- verk sem maður gegnir,“ segir Eva sem á dögunum ákvað að gefa út plötu með nokkrum hljómsveitum og listamönnum og gefa ágóðann til fórnarlamba stríðsins í Palestínu. „Ég lét málið mig varða. Þetta stríð, sem var áberandi síðasta sum- ar, skyggði mjög á annars ágætt sumar. Það hefur verið vitað lengi hvernig ástandið er en ég held að almenningur hafi vaknað í sumar, segir Eva. Ég var dugleg að mæta með manni mínum og börnum á mótmælin, en mig langaði að gera eitthvað meira,“ segir Eva sem gaf út svipaða safnskífu undir nafninu Frjáls Palestína fyrir 10 árum. „Ég ákvað að endurtaka leikinn. Það er ekki gleðileg ástæða, en samt er það auðveldara nú vegna þess að það er meiri vitund meðal fólks,“ segir hún. Eva er tveggja barna móðir, gift Eldari Ástþórssyni, sem vinnur hjá CCP, og eru þau bæði með brenn- Eva Einarsdóttir varaborgarfulltrúi stendur að útgáfu safnplötu til styrktar fórnarlömbum stríðsins í Palestínu. Baráttan er mikið til umræðu á heimilinu og sonur hennar var farinn að halda að hann hefði komið til Palestínu. Ljósmynd/Hari n GusGus n FM Belfast n Sóley n Cell 7 n Mammút n Mugison n Múm n Ojba Rasta n Ólafur Arnalds n Prins Póló n Sin Fang n Snorri Helgason n Uni Stefson n Ghostigital n Borkó n For A Minor Reflection n Moses Hightower n Hjaltalín n Samaris Flytjendur á safnplötunni Tónlist fyrir GAZA andi áhuga á mannréttindamálum af ýmsum toga. „Þetta er mikið rætt á heimilinu, kannski full mikið því sonur okkar sagði í skólanum að hann hefði verið í Palestínu í sum- ar,“ segir Eva. „Hann tók virkan þátt í mótmælunum með okkur og kannski fannst honum bara eins og hann hefði verið á staðnum. Mann- réttindi eru eitthvað sem varðar alla og margar leiðir til þess að taka þátt. Breytingin byrjar hjá okkur sjálfum og ég er ekkert hætt,“ segir Eva sem er menntuð tómstunda- og félagsmálafræðingur. „Ég ákvað að demba mér í MBA námið og ætla að tengja mína fyrri reynslu og nám til þess að halda áfram að láta gott af mér leiða,“ segir hún. Platan Tónlist fyrir GAZA kemur út í vikunni og á laugardaginn verð- ur haldið útgáfuhóf á KEX Hostel. „Það voru fleiri sem vildu vera með á plötunni, svo það eru margir sem láta þetta mál sig varða, segir Eva. Í útgáfuhófinu á laugardaginn, sem hefst klukkan 16, koma fram listamennirnir Uni Stefson, Cell7 og Sóley. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Eva Einarsdóttir er varaborgarfulltrúi Bjartrar framtíðar og MBA nemi við Háskól- ann í Reykjavík. Hún hefur mikinn áhuga á réttindamálum ýmiskonar og ákvað að gefa út plötu til styrktar AISHA sam- tökunum sem sinna neyðarhjálp við konur og barnafjölskyldur á Gaza-svæðinu. MAGNOLIA skartgeymsla 1.960 kr. CONCEAL ósýnilega hillan Lítil 2.950 kr. Stór 3.950 kr. BLACK TIE bindahengi 2.450 kr. BOHO klútahengi 2.950 kr. TEKK COMpANy KAupTúN 3 SíMI 564 4400 vEfvErSLuN á www.TEKK.IS Opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13-18 Fallegar jólagjafir frá Umbra BOw-DrESS skartgeymsla 2.950 kr. HANGIT hengi fyrir myndir og minnismiða 4.950 kr. BIrDIE snagi 3 fuglar í pk. 3.950 kr. pANE myndarammi 3.450 kr. pLATfOrM skartgeymsla 4.950 kr. STICKS snagi 5.950 kr. 88 menning Helgin 28.-30. nóvember 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.