Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.11.2014, Side 92

Fréttatíminn - 28.11.2014, Side 92
Nóg til frammi  Hljómsveitin Eva Konur hafa orðið Hljómsveitin Eva er hugarfóstur þeirra Völu Höskuldsdóttur og Sigríðar Eirar Zop- honíasardóttur. Þær syngja frumsamin lög og texta við undirleik eins kassagítars, fyrir utan í einu lagi þar sem önnur hljóðfæri koma við sögu. Þetta eru krúttleg lög og margir textar plötunnar eru stórskemmtilegir. Það er skemmtilegur húmor í textunum, athyglisverð kvenrétt- indabarátta og skopleg sýn söngkvennanna á hinum ýmsu málum. Mér finnst þó hljóðheimurinn full einhliða á plötunni. Þær Vala og Sigríður eru fínar söngkonur og raddirnar þeirra parast vel saman. Ég er þó á því að það hefði mátt krydda lögin með aðeins meiri hljóðfæraleik, þó það væri bara til þess að brjóta þetta upp. Bestu lögin eru Nefið, Ömmulagið og Hver er kallinn. Containing the dark  Geislar Dökkt, fallegt og dularfullt Geislar er hugarfóstur tónlistar- og kvikmynda- gerðarmannsins Styrmis Sigurðssonar. Með honum í Geislum eru margir af færustu hljóðfæraleikurum landsins og er vandað mjög til verka í öllu á þessari plötu. Tónlist Styrmis er bæði dökk, falleg og dular- full í senn. Textarnir líka, með fallegum undirtóni. Laglínur laganna daðra mjög við djass og má segja að þetta sé einhvers- konar hlið á milli djass og popps. Lögin mynda mjög synematískan heim og stundum fannst mér ég vera að hlusta á tónlist úr kvikmynd, franskri jafnvel. Þetta er áhuga- verð plata og vonandi liður ekki á löngu þar til Styrmir sendir frá sér meira efni. Allur hljóðfæraleikur og framkvæmd er til mikillar fyrirmyndar en sérstaklega ber að nefna strengjaút- setningarnar sem eru fullkomnar. Bestu lögin eru Boundary of Hope, Goodbye, Stone Cold Stone og Resolution in Revolution. Aría  Gissur Páll Frábær söngvari Tenórinn Gissur Páll Gissurar- son sendir hér frá sér sína aðra sólóplötu. Á Aríu syngur Gissur allar stærstu óperuaríurnar frá hinum sígildu óperuhöf- undum ásamt Sinfóníuhljóm- sveit Íslands undir stjórn Petri Sakari. Platan byrjar á hinu undurfallega Una furtiva lagrima úr Ástardrykknum eftir Donizetti og fer með mann í ferðalag um lendur og strendur meistaranna og endar svo á Nessun dorma úr Turandot eftir Puccini. Ég er á því að styrkur Gissurar sé meiri í kröftugu aríunum, frekar en hinum angurværu og við- kvæmu. Hann á mjög auðvelt með lög eins La donna é mo- bile, Lunga da lei úr La Traviata og Tombe degli avi miei. Hins vegar finnst mér vanta einhverja þykkingu í aríum eins og Una furtiva lagrima og E lucevan le stelle. Nessun dorma er þó glæsilega sungið. Taka skal þó fram að ég er með ósanngjarnan samanburð við gömlu meistarana sem áttu sín bestu ár þegar þeir voru komnir á fimmtugsaldurinn. Gissur er ungur söngvari þegar óperusöngur er annarsvegar, þó hann sé reynslumikill. Ég hlakka til að fylgjast með honum áfram og heyra röddina þróast. Platan er öll hin glæsi- legasta og umgjörð eins og best verður á kosið. Bestu aríurnar eru Nessun dorma, Lunga da lei, La donna é mobile og Tombe degli avi miei.  Í tAkt við tÍmANN birgir SteiNN StefáNSSoN Djús-sjúkur söngfugl Birgir Steinn Stefánsson er 22 ára gamall Kópavogsbúi. Hann er nemi í tómstunda- og félagsfræði við Háskóla Íslands. Birgir hefur mikinn áhuga á tónlist og söng nýverið lag inn á jólaplötu föður síns, Stefáns Hilmarssonar. Lj ós m yn d/ H ar i Plötuhorn hANNeSAr Staðalbúnaður Ég versla frekar mikið þegar ég er erlendis og reyni yfirleitt að klára „verslunarkvótann“ þar, en hérna heima kaupi ég flestar flíkurnar mínar í Gallerí Sautj- án, og skó í Kaupfélaginu. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá líður mér nú samt best bara í einhverjum íþróttafötum, ég held að ég eigi yfir 40 fótbolta- boli frá mismunandi liðum. Það má í rauninni segja að þar fái ég útrás fyrir söfnunaráráttuna sem blundar í mér. Hugbúnaður Ég hef mikinn áhuga á íþróttum og að stunda þær, tónlist og núna nýlega fékk ég loksins al- mennilegan áhuga á námi. Satt best að segja finnst mér virki- lega gaman í skólanum. Ef það er ekki mikið að gera í skólanum eða í vinnunni þá þykir mér gott að nýta frítíma minn t.d. í að hlusta á eða semja tónlist, fara í bíó eða út að borða og eyða tíma með kærustunni, fjölskyldu og vinum. Ég fylgist vel með fót- bolta en horfi annars voða sjald- an á sjónvarp nema þegar það eru leikir. Ég hlusta á allskonar tónlist og tel mig vera með mjög fjölbreyttan tónlistarsmekk en í uppáhaldi eru hljómsveitir á borð við Coldplay, Muse, John Mayer, Bastille og núna nýlega George Ezra, hann er virkilega flottur! Einnig hef ég gaman af ýmsum þáttaseríum, en Break- ing Bad eru alltaf jafn góðir, svo var ég að byrja aftur á Lost eftir að hafa gefist upp á þriðju seríu, þeir eru góðir. Vélbúnaður Ég á átta ára gamla MacBook Pro tölvu sem hefur aldrei verið betri! Ég nota hana bæði í skól- anum, í að semja tónlist og svo auðvitað bara almenna notkun. Ég á iPhone 4 sem er því miður alveg að syngja sitt síðasta, og ég á nú von á því að ég fari bráð- lega að kaupa mér nýjan síma. Ég er ekkert svo mikill app fíkill eins og margir vinir mínir, ég nota aðallega þessi helstu eins og Facebook, Instagram, Snapc- hat og kannski Twitter. Ég er reyndar húkt á einum tölvuleik sem heitir Hay Day, og af sjálf- sögðu er ég með hann í síman- um, hann er svona „next level“ Candy Crush, alveg hrikalega ávanabindandi. Aukabúnaður Ég er mikill matmaður og hef ansi oft fengið spurninguna: „Hvernig stendur á því að þú ert ekki 300 kíló?“ Ég held ég borði bara bókstaflega allt nema skötu, hákarl og rauðkál. Ég er alveg djús-sjúkur og drekk óeðli- lega mikið af appelsínudjús og fæ mér yfirleitt Fanta Orange í staðinn fyrir Coke ef gos er í boði. Ég held að það sé ekki séns fyrir mig að segja til um hver er uppáhalds maturinn minn, en svona topp þrír yrði kjúklingur, grjónagrautur og svo gerir amma alveg himneskt heitt slátur. Ég klikka ekki á að fá mér pítsu og hamborgara um helgar og auðvitað fæ ég mér nammi um helgar, annað er bara algjört rugl. Ég keyri um á rauðum Volkswagen Golf sem ég fékk mér í fyrra og uppáhaldsstaður eða borgin mín er New York. Svo finnst mér mjög gaman að komast til Spánar líka, svona annað slagið. Jóla verð- sprengJan er hafin! 50% grensásvegi 8 - sími 553 7300 Opið mán-fim 12–18, fös 12–19, lau 12–17 peYsUr, BUXUr, BOlir, leggings, TOppar, KJólar, sKYrTUr, TÖsKUr, sKarT Og fleira AFSLÁTTUR AF ÖLLUM FATNAÐI GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ, GERÐU DÚNDUR KAUP FYRIR JóLIN 92 dægurmál Helgin 28.-30. nóvember 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.