Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 63

Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 63
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5 63 Á Ímark hátíðinni fékk Actavis lúðurinn í þeim flokki sem spannaði besta nýja vöru- og firmamerkið á síðasta ári. Það var kynnt í maímánuði þegar níu fyrir- tæki í allmörgum löndum voru sameinuð undir einu merki – þar á meðal Delta og Pharmaco hér heima. „Í merkinu er leitað við að skilgreina ein- kenni og menningu fyrirtækisins. Merkið táknar töflu, eða hnött sem vísar í alþjóð- leikann, jafnvel rísandi sól. Appelsínuguli liturinn táknar þann eldmóð og kraft sem einkennir starfsemina og lítið eitt hallandi letrið táknar framsækni og framkvæmda- gleði,“ segir Elísabet Hjaltadóttir hjá Innri og ytri samskiptum Actavis. Hönnun merkisins var afrakstur náins samstarfs starfsfólks Actavis, starfsfólks Hvíta hússins og ráðgjafa okkar hjá Financial Dynamics í London. „Áður en farið var af stað settum við fram í sameiningu skilgreiningu sem starfsfólk auglýsingastofunnar hafði til hliðsjónar við hönnun merkisins, þannig að línurnar voru mjög skýrar,“ segir Elísabet – sem bætir við að lögð hafi verið áhersla á að merkið væri einfalt í notkun, nútímalegt, kraft mikið og skæri sig frá keppinaut- unum. „Við lögðum líka mikla áherslu á að við gætum skráð það og tryggt okkur einkaleyfi á því. Okkur fannst líka kostur að hægt væri að stimpla merkið á töfl- urnar sem eru framleiddar í verksmiðjum okkar,“ segir Elísabet og bætir við að merkið hafi uppfyllt allar þær væntingar sem fólk hafði. „Okkar mesta áskorun var að fylkja að baki þessu merki 7.000 starfsmönnum með mjög svo ólíkan menn- ingarlegan bakgrunn, en þessi glæsilega hönnun auglýsingastofunnar Hvíta hússins á merkinu og allri ásýnd fyrirtækisins á eflaust stóran þátt í því hversu vel tókst til með það. Niðurstöður kannana sýna jafnframt að ímynd fyrir- tækisins hér á landi er gríðarlega sterk og að fyrirtækið þykir framsækið og traust.“ FIRMAMERKI Vatnsenda-Rósu hefði líkað vel Eldmóður og rísandi sól Framsækni og framkvæmdagleði. Fulltrúi Actavis, Elísabet Hjaltadóttir, tekur við Lúðrinum og Hrafnhildur Júlíusdóttir frá Hvíta húsinu til hægri. Birgir Hákonarson frá Umferðarstofu tekur við lúðri ÍMARK. Í báðum flokkum almannaheillaauglýsinga var það Actavis sem gaf verðlaunin. Elísabet Hjaltadóttir. Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er haldinn 10. október ár hvert – og það var þá sem þessar auglýsingar fóru í loftið. Þær voru meðal annars birtar í dagblöðum, en einnig sem veggspjöld í framhaldsskólum, heilbrigðisstofnunum og víðar. „Við settum þessi skilaboð einnig í loftið á vefpóstinum Fimmunni og Púls- inum og svörunin við því var mjög sterk. Símhringingum í 1717, hjálparsíma Rauða krossins, fjölgaði að mun og sömuleiðis heim- sóknum á vefsetur landlæknis, ww.thunglyndi.landlaeknir.is, þar sem er að finna haldgóðar upplýsingar varðandi kvíða, þunglyndi og sjálfsvígsatferli. Einnig væntum við þess að fólk hafi orðið sér betur meðvitað um þá þjónustu á þessu sviði sem heilsugæslan veitir,“ segir Salbjörg. Í baráttunni fyrir bættri umferðarmenningu er áherslan ævinlega á hið sama; það er hraðakstur, ölvun undir stýri og notkun bílbelta og annars öryggisbúnaðar. Á þessi atriði er sífellt minnt, en það verður að gerast með sífellt nýjum hætti. „Auðvitað kostuðu þessar auglýsingar sitt, en slysin eru þjóðfé- laginu líka dýr. Að minnsta kosti tel ég að þeim peningum sem við settum í þetta verkefni hafi verið vel varið.“ ACTAVIS Hvíta húsið Með þessari auglýsingu var reynt að ná til fólks með geðræna sjúkdóma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.