Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 104

Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 104
104 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5 - Nú ert þú búsettur í Frakklandi og fjar- lægðir miklar á milli ykkar stjórnenda fyrir- tækisins. Gerir það ykkur ekkert erfitt fyrir? „Við vinnum þetta ennþá allir heiman frá okkur og það er ágætt að hafa mig hér úti því ég sé um tengslavinnu við flugfélögin sem flest eru í Evrópu. Við notfærum okkur nettækni og höldum nánast daglega símafundi yfir netið. Við hittumst síðan einu sinni í mánuði á Íslandi. Ég neita því ekki að það væri miklu skemmtilegra að vera allir á einum stað þó að þetta gangi alveg svona til að byrja með. Þetta væri auðvitað ekki hægt nema af því að við þekkjumst vel og getum unnið sjálfstætt. Þegar félagið fer að hafa einhverjar tekjur og starfs- mönnum fjölgar verður sett upp skrif- stofa á Íslandi. - Ert þú að gera eitthvað fleira? „Já, ég hef mjög gaman að nýsköpunar- verkefnum. Ég er svo heppinn að vera þátttakandi í mörgum spennandi sprota- fyrirtækjum á Íslandi og sú reynsla kemur sér vel núna í starfi mínu hjá dohop.“ Frosti hefur m.a. verið ráðgjafi og stjórnar- formaður hjá CCP hf., sem fékk útflutningsverð- launin í ár, Spurl ehf., 3-Plus hf., sem framleiðir dvd-kids, og Vísindagörðum Háskóla Íslands. - Þið eruð stöðugt að vinna að endurbótum á dohop. „Já, flugleitarvélin er bara byrjunin á miklu stærra verkefni. Við vinnum markvisst að því að gera dohop sífellt öflugra verkfæri til að hjálpa fólki að finna alla þá ferðamöguleika sem eru í boði á Internetinu. Mikilvæg viðbót þegar við náum að bóka ferðalög fyrir notendur. Við erum með lista yfir ýmsar áhugaverðar nýjungar sem við munum kynna á næstu vikum og mánuðum. - Þið notið Ísland sem reynslumarkað. „Við ákváðum að kynna dohop eingöngu á Íslandi í fyrstu. Íslendingar virðast vera óvenju áhugasamir þegar kemur að nýjungum og tækni og kröfuharðir í þeim efnum. Ef okkur tekst að standa undir væntingum Íslendinga er líklegra að aðrir Evrópubúar verði líka ánægðir með okkur. Ísland er vel afmarkaður markaður sem hægt er að ná til án mikils markaðskostnaðar. Þetta hefur tekist vel fram að þessu og við erum mjög þakklátir öllum þeim sem hafa sent okkur ábendingar um það sem mátti betur fara. Nú styttist óðum í að við getum hafið kynningarstarf dohop í Evrópulöndum.“ - Ætlar dohop víðar en til Evrópu í náinni framtíð? „Við stefnum auðvitað á allan heiminn en áttum okkur á því að þetta þarf að vaxa í skrefum og við megum ekki dreifa kröftunum of mikið meðan við erum smáir. En það eru margir að biðja okkur um að bæta inn Asíu og Bandaríkjunum og það er mikilvægt að verða við því sem fyrst. Það myndi samt tefja okkur í að klára aðra mikilvæga þætti kerfisins eins og bókunarþáttinn sem við viljum endilega bjóða upp á sem allra fyrst.“ segir Frosti. Til að byrja með verður lögð áhersla á evrópsk lágfargjaldaflugfélög en síðar verður bætt við tengingum við hefðbundin flugfélög. Þegar þetta er ritað er einmitt verið að þróa tengingu kerfisins við Icelandair. Frosti heldur uppi merki dohop.is, en fyrirtækið hjálpar ferðalöngum að finna hagstæðustu flug- fargjöldin á Netinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.