Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1942, Blaðsíða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1942, Blaðsíða 82
76 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR og sezt að með konu og börn i viðbjóðslegasta eyðigreni uppá fjöllum í Skagafirði. Bærinn er litið annað en yfirgefin moldar- hrúga. Engar þiljur á veggjum, engar fjalir í gólfi, engin súð á þaki, rúmstæðin hlaðnir moldarbálkar, dordinglar og myglu- vefir úr rjáfri, kindarleggur í klinku, frosthörkur, byljir, fann- fergi, burður á baki, — strit, strit, strit. Úr þessu helvíti flýr hann ári siðar niðurí mannabyggðir og hlotnast um skeið skárri vistarvera i gömlum torfbæ. En þaðan verður hann að flæmast með fjölskyldu sína í ömurlegt skíta- kot í grennd við höfuðborg Skagfirðinga. Þaðan flytur fjölskyld- an í lasinn sjóbúðarhjall fastvið sjálfa höfuðborgina. Úr sjóbúð- arhjallinum kemst hann loksins i hús innií horginni. En þaðan hverfur hann aftur til heimkynna hinna útskúfuðu uppá hana- bjálkaloft einhversstaðar í húsaþyrpingunni. Andlega umhverfið á þessu lífssvæði sýnist ekki gnæfa hátt. Framvindan auðsæilega hægfara þróun þau 150 ár, sem liðið höfðu yfir byggðina milli Tlieódórs og Jóns prófasts Steingríms- sonar. Ennþá fáfræði og fylgja hennar fordómarnir, ennjiá öfundssýki, rembingur og snobbiri, ennþá sinnuleysi um allt nema sitt eigið gagn. Þó glitra manneskjur i þessu hrati, seni meira hafa lært, hærra tevgt sig uppúr holtaþoku ishafsins. En í þjóðfélagi, sem sýknt og heilagt höfðar til liinna lægri hvata í manneðlinu, verða slíkir einstaklingar fáir og optast sjúklega skiptir milii þess, er þeir þrá að vera, og hins, sem þjóðfélagið neijðir þá til að vera. Þessvegna verður lífsbarátta Theódórs miklu harðari og afrakstur liennar stórum rýrari en orðið myndi hafa í siðuðu þjóðfélagi. Hann heldur áfram að fara ver úr veri til þess að leita sér viðunanlegri lífskjara, þvi að liungursneyðin þrumir sífellt einsog umsátursher á næstu grösum við heimili hans. Hann getur aldrei notið þeirra lífsþæginda að dveljast heima hjá konu og börnum lengur en nokkrar vikur á ári. Hann sækir verstöðvar í Skagafirði, við Húnaflóa, vesturi Bolungar- vík, austurá Siglufirði, suðurá Garðskaga, innií Njarðvíkuin og útií Vestmannaeyjum. Hann stundar sjó á árafleytum, mót- orbátum, hákarlaskipum og fiskiskútum, beitir lóðir, fletur fisk, dregur lifrarvagna, og þegar upp léttir i verstöðvunum, fer hann í lcaupavinnu, þrælar á eyrinni eða sullar í sláturverkum. Hann á aldrei frí. Líf hans er þindarlaust strit árið út og árið inn. Hann neitar sér um allar lífsnautnir, getur aldrei séð af græn- um eyri sér til upplyftingar, liefur aldrei efni á að gera sér glaðan dag, getur aldrei keypt sér bók, aldrei lagt í þann kostn- að að hafa neitt í kringum sig, sem á rnáli siðaðra manna kallast hýbýlaprýði, ferðast í lest einsog markaðshross milli verstöðv-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.