Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1942, Blaðsíða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1942, Blaðsíða 99
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 93 ræðis, þar sem i var fólginn vísir að alræði öreiganna. Ef Skúli Þórðarson hefði túlkað þessi mál örlitið nánar, þá hefði póli- tisk starfsemi Leníns komið fram i skýru og sönnu sögulegu ljósi; en þá er um leið ekki trútt um, að nokkur skuggi hefði fallið á hinn „ágæta“ Trotski. Skúli segir að visu siðar (bls. 97), að Lenín hafi haft „gleggri skilning á bændum“ en Trotski, en ekki ræðir hann neitt frekar um það atriði, enda þótt bændamálið hafi verið örlagamál liinnar rússnesku byltingar. Ágreiningur Leníns og Trotskís um bændurna virðist i rauninni ekki bera vott um annað en Trotski hafi verið „sjálfstæðari gagnvart honum en nokkur annar rússneskur kommúnisti,“ eins og Skúli segir. Þetta er líka mála sannast, en mensjevikar voru einnig „sjálfstæðir“ gagnvart Lenín og enduðu ævi sína á „öskuhaug veraldarsögunnar“, eins og Trotskí komst einu sinni að orði um þá. Þar tók Trotskí sér einnig gröf. Hin ógæfusamlega ást, sem Skúli Þórðarson hefur fellt til Trot- skís, hefur einnig brjálað nokkrar sögulegar staðreyndir i rúss- nesku byltingunni. Hann segir á bls. 40, að 23. október hafi Lenin komið frá Finnlandi til Petrógrad, „og gat hann þá með tilstyrk Trotskís fengið*) miðstjórn bolsjevíkaflokksins til að sam- þykkja að steypa stjórninni og taka völdin hinn 7. nóv.“ .... Það verður ekki annað ráðið af þessu en að bolsjevíkaflokk- urinn og miðstjórn hans hafi verið mjög ófús til að leggja út i byltinguna. Þetta er þjóðsaga, sem ekki nær nokkurri átt og hefur verið marghrakin. Lenín naut „tilstyrks" fleiri en Trotskís, þvi að öll miðstjórnin, að undanteknum Kamenev og Sinovjev, var á einu máli um að steypa stjórninni, og þurfti ekki að „berja hana til byltingarinnar". En þegar Lenín og hinn tryggi fylginautur hans Trotskí, höfðu „fengið“ miðstjórnina lil þess að steypa stjórninni, þá segir Skúli Þórðarson um Brest-Litowsksamninginn, að „þeir“ liafi „eftir harða baráttu fengið flokkinn og sovétþingið til að sam- þykkja friðarsamninginn.“ Ef geta ætti sérstaklega þeirra manna, er studdu Lenín í baráttu hans fyrir samþykki friðarsamnings- ins, þá hefði verið sannleikanum samkvæmara að geta annarra fyrr en Trotskís. Það hefði kannski ekki átt illa við að minn- ast þeirra Sverdlovs og Stalins, því að þeir voru tryggustu fylgis- menn Lenins í þessari hættulegu flokksdeilu, er Lenin hótaði að segja sig úr miðstjórn flokksins og ríkisstjórninni. Þegar at- hugaðar eru fundargerðir miðstjórnar bolsjevíkaflokksins frá 24. janúar til 23. febrúar 1918, þá sést greinilega, að Trotski lét *) Leturbreyting mín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.