Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.04.2015, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 11.04.2015, Qupperneq 24
11. apríl 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24 Komið bara klukkan eitt í dag,“ svarar Sigríður Guðmundsdóttir, hjúkr-unarforstjóri Grensás-deildar Landspítalans, þegar ég hringi laust fyrir hádegi til þess að kanna hvort ég megi kíkja einhvern daginn með ljósmyndara og hitta starfsfólkið við vinnu sína. Þessi kona gerir greini- lega ekki einfalda hluti flókna, hugsa ég, flýti mér að kanna verk- efnastöðu ljósmyndaranna og hef heppnina með mér. Ernir er laus upp úr hádeginu. Tilefni heimsóknarinnar er að starfsfólkið á endurhæfingardeild- inni var valið hvunndagshetjur ársins þegar Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt á dögun- um. Almenningur í landinu hafði sent fjölda uppástungna um það og dómnefnd blaðsins var sammála. Það var tímabært að þessi hljóði starfshópur yrði heiðraður fyrir allan þann þrótt og alla þá færni sem hann hjálpar fólki að endur- heimta. Stórir sigrar unnir Sigríður mætir okkur brosandi og býðst til að lóðsa okkur um húsið. Í iðjuþjálfuninni á neðstu hæð rekumst við á Sigþrúði Loftsdótt- ur iðjuþjálfa sem er sérfræðingur í hjálpartækjum, hún sýnir okkur meðal annars ótrúlega hjólastóla sem hægt er að stjórna með augun- um einum ef þörfin krefur. „Mögu- leikarnir til hjálpar eru alltaf að aukast með fullkomnari tækni og árangurinn er oft ótrúlegur,“ segir hún. Í vinnustofunni er margs konar iðja í gangi, mósaíkvinna, við- gerð á dúkkuvöggu úr tágum og við sjáum trönurnar hennar Eddu Heiðrúnar en hún er ekki við þær þessa stundina. „Hér er verið að þjálfa fínhreyfingar og samhæf- ingu og oft eru stórir sigrar unnir í þessari stofu,“ segir Sigríður. „Það er stórkostlegt þegar tekst að virkja þumalputta sem áður var óstarfhæfur og einstakling- ur getur gripið um tannbursta og burstað tennurnar sjálfur.“ Við endann á vinnustofunni er fullkomið eldhús. „Iðjuþjálfunin felst í að koma fólki út í lífið og það þarf að geta bjargað sér, meðal annars í eldhúsinu,“ útskýrir Sig- ríður. „Hér geta líka þrír til fjór- ir eldað hádegismat saman, sér til ánægju og uppbyggingar í stað þess að borða alltaf í mötuneyt- inu.“ Í sjúkraþjálfuninni er verið að þjálfa fólk bæði á bekkjum og í tækjum. Ida Braga Ómarsdóttir er þar hæstráðandi. „Við erum ágæt- lega sett með tækjabúnað og það er mest að þakka Lions-klúbbn- um Nirði og fleiri góðgerðar- samtökum,“ segir hún. Bætir við að um 80 manns nýti sér tækin á hverjum degi, fyrst og fremst þeir sem eru á dag- eða göngudeild en einnig komi fólk sem hefur fengið heilablóðfall eða er mænuskaðað, utan úr bæ. „Svo erum við tiltölu- lega nýbyrjuð að þjálfa þá sem eru með gervifætur. Þeir koma klukk- an átta á morgnana meðan aðrir í húsinu eru að komast í gang. Við reynum að nýta allar stundir.“ Allir geta sagt sitt Kona á leið úr æfingum leggur orð í belg en vill ekki láta nafns síns getið. „Þetta er góður staður sem er alveg búinn að bjarga mér bæði and- lega og líkamlega og ég er ánægð með að starfsfólkið hér skyldi vera heiðrað. Þetta er úrvalsfólk og það eru unnin kraftaverk hér. Maður sér fólk spretta upp. Ég er ekki besta dæmið um það, margir eru betri.“ Við kíkjum aðeins til sálfræð- ingsins, Svanhvítar Björgvinsdótt- ur, sem fæst við að bjarga andlegri heilsu sjúklinga. Hún er upptekin en sendir okkur bros. „Hér er teymisvinnan stór þátt- ur,“ segir Sigríður. „Sjúklingurinn getur fengið aðstoð hjá teymi lækn- is, hjúkrunarfræðings, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara, sálfræðings, tauga- sálfræðings, félagsráðgjafa og tal- meinafræðings ef hann þarf. Teym- SAMFÉLAGSVERÐLAUN FRÉTTABLAÐSINS HVUNNDAGSHETJUR 2015 IÐJUÞJÁLFI Eitt af því sem skiptir máli í að efla hreyfingu er hugsunin um hana, að sögn iðjuþjálfans. Nýjar rannsóknir benda til að ímyndunaraflið virki við enduhæfingu. Svo látum við Grensásgaldurinn HJÚKRUNARFORSTJÓRINN OG LÆKNIR „Stillum okkur upp, systkinin,“ segir Páll sem var einu sinni spurður hvort hann væri „bróðir hennar Siggu“ af sjúklingi sem alls ekki vildi leggjast inn. „Nei, en ég get verið frekur samt!“ svaraði hann. TALMEINAFRÆÐINGURINN Elísabet Arnardóttir aðstoðar fólk sem á við mál- og kyngingarörðugleika að stríða. Sumir sjúk- lingar þurfa að læra að tala upp á nýtt, eftir heilablóðfall. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is FLUTNINGUR Með samstilltum kröftum og öflugum hjálpartækjum eru hlutirnir gerðir auðveldir. Hvunndagshetjurnar eru víða. Starfsfólk Grensásdeildar Landspítalans hlaut Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins 2015 sem hvunndagshetjur fyrir óeigin- gjarnt og mikilvægt starf við að koma fólki aftur út í lífið eftir áföll. Við heilsuðum upp á nokkrar af hetjunum nýlega. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 4 1 -C 8 8 C 1 6 4 1 -C 7 5 0 1 6 4 1 -C 6 1 4 1 6 4 1 -C 4 D 8 2 8 0 X 4 0 0 8 B F B 1 1 2 s _ 1 0 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.