Fréttablaðið - 11.04.2015, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 11.04.2015, Blaðsíða 38
FÓLK|HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Áskorun SÍBS og gönguklúbbs-ins Vesens og vergangs hófst formlega á miðvikudag en að sögn Einars Skúlasonar, stofnanda gönguklúbbsins, er fólk enn að slást í hópinn og ekkert mál að byrja seinna og lengja átakið í hinn endann sem því nemur. Göngu- klúbburinn Vesen og vergangur, sem hóf göngu sína fyrir tæpum fjórum árum, og SÍBS tóku höndum saman síðastliðið haust og efndu til svokallaðrar haustáskorunar. Hún var hugsuð fyrir þá sem voru að stíga sín fyrstu skref í göngu og jafnvel að stíga upp úr veikindum eða meiðslum. „Þátttakan var mjög góð og endurtókum við leikinn í vor. Nú ákváðum við að ráðast í þriðja samstarfsverkefnið og nú þegar hafa um 400 skráð sig. Þótt við köllum þetta framhaldsverkefni þá ætti þessi áskorun að höfða jafnt til byrjenda sem lengra kominna, enda nóg að ganga 3,6 kílómetra á dag til að standast áskorunina. Þá er alveg sama hvort gengið er á fjöll, jafnsléttu, innan- eða utandyra enda er þetta ekki keppni heldur áskorun fyrir hvern og einn,“ segir Einar. Þátttakendur eru þó hvattir til að vera virkir á vegg viðburðarins og láta vita af afrakstri dagsins. „Því fylgir bæði ákveðið aðhald og svo er ekki verra ef fólk deilir því hvernig gekk og líðaninni á eftir því betri líðan er jú það sem við erum að sækjast eftir.“ 10 SKIPULAGÐAR GÖNGUR Þátttakendur geta bæði gengið á eigin vegum eða tekið þátt í skipulögðum göngum á vegum gönguklúbbsins sem verða tíu talsins á tímabilinu. Bæði er um að ræða styttri kvöldgöngur á virkum dögum í og við höfuðborgarsvæðið og lengri helgargöngur á Suður- og Vesturlandi. Markmið áskorunar- innar er að sögn Einars að fólk geri göngur að daglegri venju, eflist að líkamlegum og andlegum styrk og kynnist skemmtilegu fólki í leiðinni. AUÐVELT AÐ MÆLA En hvernig eru vegalengdirnar mældar? „Margir eru með snjall- síma eða -úr en það er þó alls ekki nauðsynlegt enda hægt að notast við ýmiss konar aðgengileg kort á netinu til að reikna út vegalengdir. Já.is er til dæmis með mjög gott kort. Þar er mælistika sem er dregin á milli punkta til að reikna út kílómetrafjöldann. Landmælingar eru með sams konar kort og sömu- leiðis Borgarvefsjá, Google maps og flestöll sveitarfélög,“ útskýrir Einar. Hann segir hins vegar oft geta verið gaman að nota snjalltækin. „Það er hægt að hlaða niður ýmsum skemmtilegum forritum eins og til dæmis Endomondo. Þar er hægt að sjá hvað maður hefur farið hratt, hversu mikil hækkun var á leiðinni og ýmislegt annað. Það kryddar auðvitað aðeins.“ TÆP TVÖ PRÓSENT ÞJÓÐARINNAR Í KLÚBBNUM Í dag eru um 5.700 meðlimir í gönguklúbbi Einars. „Þetta er í kringum 1,7 prósent þjóðarinnar þótt allur sá fjöldi hafi reyndar ekki mætt í göngur. Þetta hefur undið mikið upp á sig og í dag er það ekki aðeins ég sem skipu- legg göngur. Trausti Páls- son, einn með- limur klúbbsins, hefur verið með vikulegar þriðjudagsgöngur og svo voru nokkrir í hópnum sem tóku sig saman og fóru að skipuleggja göngur fyrir vaktavinnufólk og aðra sem eru lausir á daginn. Það hafa því sprottið ýmsir angar út frá þessu og við erum oft með 4-5 göngur á viku. Einar á von á því að framhald verði á samstarfinu við SÍBS en markmið þeirra er að stuðla að aukinni lýðheilsu. Áhugasamir eru hvattir til að ganga í hópinn 100 km áskorun SÍBS og Vesens og ver- gangs á Facebook. ■ vera@365.is 100 KÍLÓMETRA GÖNGUÁSKORUN 3,6 KÍLÓMETRAR Á DAG 100 kílómetra áskorun gönguklúbbsins Vesens og vergangs og SÍBS hófst í vikunni. Þátttakendur setja sér það markmið að ganga 100 kílómetra á 28 dögum. Þegar hafa 400 manns skráð sig til leiks. GÓÐUR FÉLAGSSKAPUR Einar segir meðlimi gönguklúbbsins eflast bæði andlega, líkamlega og félagslega. „Það er ekki nóg með að fólk styrkist, kynnist landinu, fái ferskt loft í lungun og hraustlegt útlit heldur myndast oft langvarandi vinabönd.“ EINAR SKÚLASON LIFÐU í NÚLLINU! 365.isSími 1817 Til hvers að flækja hlutina? 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 4 2 -E 1 F C 1 6 4 2 -E 0 C 0 1 6 4 2 -D F 8 4 1 6 4 2 -D E 4 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 1 1 2 s _ 1 0 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.