Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Blaðsíða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Blaðsíða 25
Vésteinn Lúðvíksson Siðlausar sálir þinga (Ræða flutt á útifundi Herstöðvaandstæðinga, Vietnam-nefndarinnar og Æ.S.Í. 31. maí 1973, í tilefni af kornu Nixons og Pompidous.) Mannkynssaga gamla skólans kenndi okkur að stórmenni hefðu skapað sög- una. Faraóarnir reistu pýramídana og Cæsar lagði undir sig Gallíu. Lýður- inn gleymdist sem verkið vann. Og efnalegir hagsmunir ríkjandi stétta voru huldir þoku. En þótt við höfum nú að einhverju leyti endurskoðað þessa fals- speki, þá hættir okkur enn til að líta svo á, að til séu einstaklingar sem skipti sköpum. Ur fréttaflutningi fjölmiðla má lesa þá óbeinu fullyrðingu, að framtíð mannkynsins sé ráðin á fundum æðstu manna stórveldanna. Og að þessir sömu einstaklingar ráði ríkjum til góðs eða ills með ofurmannlegu hyggjuviti hinna guðsútvöldu. Þeir séu með öðrum orðum sögulegt hreyfiafl vorra tíma. Enn gleymist að þessir menn eru fyrst og fremst þjónar ríkjandi stétta. Og enn gleymast efnalegir hagsmunir þessara sömu stétta. Það eru ekki liðnar nema tæpar tvær vikur síðan breska stjórnin ákvað að senda herskip inní íslenska landhelgi. Ég vona að engum blandist hugur um, að þessi ákvörðun byggðist ekki á klókindalegum útreikningi einhvers einangraðs ráðherra í bresku stjórninni, heldur var stjórnin sem heild að gæta hagsmuna breska útgerðarauðvaldsins. Og þarsem breska útgerðarauð- valdið — og breska auðvaldið yfirleitt — er siðlaust í fégræðgi sinni, þá er breska stjórnin það líka. Þjónarnir hafa engan þann manndóm til að bera, að það svo mikið sem hvarfli að þeim að vinna gegn hagsmunum húsbóndans. Efnahagsleg afkoma smáþjóðar norðurvið Dumbshaf skiptir þá engu. Efna- hagsleg afkoma bresku borgarastéttarinnar skiptir þá öllu. Sama getum við sagt um þá Nixon og Pompidou, sem nú þinga hér niðrá Klambralúni. Þarna er auðvitað ekki um að ræða „stórmenni“ í gamalli og falskri merkingu orðsins. Þarna er fyrst og fremst um að ræða lítilsigldar og siðlausar sálir, sem leitast við að leiða vesturlenska borgarastétt úr hennar eigin ógöngum. En jafnframt því sem mikilvægt er að hafa þjónshlutverk þeirra í huga, þá er ekki síður nauðsynlegt að líta á þá sem nokkurskonar endurspeglun allrar þeirrar úrkynjunar og botnlausu afmenningar sem ein- 135
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.