Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Blaðsíða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Blaðsíða 28
Þórbergur Þórðarson Bréf til Kristínar Guðmundardóttur Stokkhólmi, 18. april, 1926. Góða frú, borgaralega eiginkona. Bréf þitt og skyrið hefi eg meðtekið með klökku þakklæti. Eg tók undir- eins afrit af skyrgerðarlýsingu þinni og sendi til Uppsala ásamt krukkunni. Spurningar mínar hefir þú og afgreitt furðu skilmerkilega. En nú skil eg ekkert í sjálfum mér, hvernig eg hefi freistast til að inna þig eftir þessum hégóma. Því að engin spurningin er mér í neinn stað hugðarefni nema frétt- irnar frá Adyar og trúlofun Hins blessaða. Skyrsendingin og lýsing þín á skyrgerðinni var framtak einstaklingsins, og eg hefi fengið hvort tveggja með skilvísi hins frjálsa framtaks. En það var aft- ur á móti annað, er eg fekk ekki með þessum pósti, þótt eg vænti þess. Og það heyrði undir framtak pólitískrar heildar. Það var Alþýðublaðið. Mér lék hugur á að heyra af endalyktum kaupdeilunnar. En þegar mest á reið, hrást mér nú í annað sinn, síðan eg kom hingað, áreiðanlegleiki „skoðana- bræðra minna“. Afgreiðslan á Alþýðublaðinu virðist enn þá ganga sorglega skrykkjótt, að minsta kosti að því er snertir þessi einlök mín. Fyrir nokkrum árum gerðist eg fastur áskrifandi að þessu blaði. Mér var auðvitað heitið að bera það heim til mín. En afgreiðslumönnunum hefir sennilega ekki fundist mikill skaði skeður, þegar til efndanna kom, þó að blað og blað færi fram hjá smædd minni. Því að þótt eg byggi niður við jörð í galopnum húshjalli, og þótt eg héti nafni, sem mörgum bæjarbúum var þá sæmilega kunnugt, þá fekk eg blaðið rétt svona endrum og eins með löngum hvíldum. Reikningur- inn komst þó heim til mín með góðum skilum. En þá sagði eg blaðinu upp. Á þessum árum hefir Alþýðublaðið varla haft meira en 2000 kaupendur. Þá er eg kom til Stokkhólms í vetur, gerðist eg áskrifandi að Social-demo- kraten. Afgreiðslan hét að senda hann heim til mín. Og þótt eg búi uppi á fjórða lofti í reginstóru steinhúsi, sem alt af er aflokað með kvartelsþykkri eikarhurð, og þótt eg sé næstum öllum Stokkhólmsbúum óþektur og heiti 138
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.