Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Blaðsíða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Blaðsíða 75
Gjaldeyriskreppan og forrœði Bandaríkjanna Hin miklu átök Bandaríkjanna til að ná þessu marki og halda því hafa svo haft í för með sér mikla eyðslu á auðlindum heimalandsins, og hefur forskot þeirra fram yfir keppinauta þeirra, Japan og Evrópu, þar sem hagvöxturinn er hraðari, þess vegna minnkað. A hak við aðgerðir þeirra nú er vilji til að vinna gegn þessari þróun, og byggjast aðgerðirnar á því að nota í senn ýmsar leiðir efnahags- og varnar- mála til þess að hindra keppinauta þeirra í að draga þá þannig uppi, og koma að nýju á óskertum eínahagsyfirráðum. 1) Hnignun efnahagsstöðu Bandaríkjanna Þegar seinni heimsstyrjöldinni lýkur eiga Bandaríkjamenn svo að segja engan keppinaut á sviði efnahagsmála. Árið 1950 er framleiðslumáttur Evr- ópuríkjanna, sem eru enn ekki búin að ná sér eftir eyðileggingar stríðsins, aðeins helmingur af framleiðslumætti Bandaríkjanna. Á sama tíma er þjóðar- framleiðsla Japans tæplega 5% af þjóðarframleiðslu Bandaríkjanna. 011 utanríkisstefna Bandaríkjanna var reist á grundvelli þessara óskiptu yfirráða, og er hún einstök blanda af sönnu örlæti og valdagræðgi, hvort sem um er að ræða Marshalláætlunina, uppbyggingu alþjóðlegs efnahags- kerfis á grundvelli dollarans eða varnarkerfis, sem hvílir á kjarnorkuvíghún- aði Bandaríkjanna. Þessir yfirþyrmandi yfirburðir efnahagslífs Bandaríkjamanna, sem réðu að því er virtist yfir ótakmörkuðum tekjulindum, gerðu það kleift að stefna samtímis að markmiðum á sviði efnahagslífs, stjórnmála og hermála, þótt þau hefðu í för með sér mikil útgjöld og sóun á auðlindum innan- lands. Tuttugu árum síðar hafa valdahlutföllin gjörbreytzt með tilkomu tveggja nýrra þróunarmiðstöðva. Einfaldur samanburður á tölum gefur góða hug- mynd um breytinguna. Á minna en tuttugu árum hefur framleiðsla Japana vaxið úr 5% í 20% og framleiðsla Evrópumanna úr 55% í 80% af þjóðar- framleiðslu Bandaríkjamanna. Allar tölur eru samhljóða. Þannig var meðalhagvöxtur Bandaríkjanna um 3,5% á ári milli 1950 og 1970, en meðalhagvöxtur Evrópumanna náði næst- um því 5% og Japana 10%. Sérstaklega má benda á að síðustu tíu ár hefur hagvöxtur Japans enn aukizt og er nú rúmlega 11%. Framleiðniaukningin á hvert nef hefur verið á tíu árum 150% í Japan og 65% í Evrópu en aðeins 32% í Bandaríkjunum. Hvað heimsmarkaðinn snertir hefur hlutur Japans næstum tvöfaldazt, úr 185
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.