Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Blaðsíða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Blaðsíða 47
Órðug stund sendu og deildu síðan út refsingu. Hann hafði lifað eins og hann varð að lifa, hann hafði ekki haft tíma til að vera vitur og gætinn. Hér, á þessum stað í hrjóstinu var þessi djöfullega stingandi, nístandi áminning, í hvert sinn sem hann andaði, hóstaði, geispaði, alltaf á þessum sama stað. Hún hafði aldrei þagnað, síðan fyrir fimm árum í Erfurt að hann fékk hitasóttina ásamt brjóstveikinni skæðu. A hvað vildi hún minna? í sannleika sagt vissi hann það sjálfur alltof vel, hvað svo sem lækninum þóknaðist að halda. Hann hafði ekki tíma til að sýna sjálfum sér viturlega vægð, taka silkihönzkum á sjálfum sér. Það sem hann ætlaði að gera, varð að gerast fljótt, helzt í dag, í skyndi... Siðgæði? En hvernig gat á því staðið, að einmitt syndirnar, hollustan við það skaðvæna og eyðandi, virtust honum miklu siðrænni en öll vizka og kaldur agi? Ekki hann, ekki hin fyrirlitlega list góðrar samvizku, var hið siðræna, heldur barátta og neyð, ástríða og þjáning. Þjáningin... Hvernig brjóst hans belgdist út við þetta orð! Hann rétti úr sér, krosslagði armana og undan rauðjörpum, samvöxnum brúnunum leiftr- aði úr augum hans harmfögur ákæra. Maður var ekki farinn að öllu, ekki ennþá alls vesall, meðan hægt var að gefa eymd sinni stolt og göfug nöfn. Eitt var nauðsynlegt: hraustur hugur, sem kunni að velja lífinu miklar og fagrar nafngiftir! Ekki að rekja meinsemdir sínar til innilofts og meltingar- tregðu! Vera nógu hraustur til að bera sig vel — til að hunza það líkamlega og láta sér fátt um það finnast! Vera barnalegur í þessu einu, en allsgáður í öllu öðru! Trúin, að geta trúað á þjáninguna... En hann trúði einmitt á þjáninguna, svo fast, svo heitt, að allt sem kom undir í þjáningu gat sam- kvæmt þessari trú hvorki verið gagnslaust né illt. Augu hans hvörfluðu yfir til handritsins og armar hans krosslögðust fastar að brjóstinu... Listgáfan sjálf — var hún ekki þjáning? Og ef þetta þarna, þessi hörmulegi óburður, kom honum til að þjást, var það þá ekki eins og vera bar og fast að því góðs viti? Það hafði ennþá engin gróskumerki sýnt, og vantraust hans mundi þá fyrst byrja, þegar sá yrði uppi. Það var aðeins hjá klaufum og gutlurum sem allt blómstraði, hjá hinum kröfulitlu og fákænu, sem lifðu ekki undir oki og aga gáfunnar. — Því gáfan, herrar mínir og frúr, þarna á öftustu bekkjunum, gáfan er enginn barnaleikur, ekkert dægurdund, hún er ekki einu sinni for- takslaus dómgreind. Undirrót hennar er þörfin, gagnrýnin vitund um hug- sjónina, ófullnægja sem þessi vitund fæðir af sér í kvöl og magnar í sífeilu. Og mestu snillingunum, hinum kröfuhörðustu er gáfan beittasti vöndurinn... Ekki kvarta! Ekki raupa! Heldur hógvær, þolinmóð hugsun um það sem maður varð að þola! Og þó að enginn dagur vikunnar, engin stund liði án 157
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.