Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 62

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 62
Tímarit Máls og menningar Það er hægara sagt en gert, Falútero minn. Fái ég guðslaun fyrir að annast klæði Friðlanna finn ég kannski kvenfulltrúa; enda eru til ýmsar gjafvaxta og margar mannbærar konur á góðum aldri sem eiga gott skilið. Það er erfitt, Beníto, afar erfitt. Trúin er forn. Og hver trúir núna á ámóta ólifnað, eins og fólk er orðið uppfrætt? Eg held fyrir mína parta og þeirra í framkvæmdastjórn að ekkert sé því til fyrirstöðu að þér, sem eruð í senn þurfalingur og ófær til vinnu sökum blindu, ann- ist búning Friðlanna. Já-já. Eg skal dreifa hátíðarklæðum meðal karlmanna. Fornar venj- ur falla þá ekki úr gildi. Nú hypja ég mig. Eg kveð yður og treysti á loforðið. Eg tek yður á orðinu, Falútero minn; á orðinu. Og nú fer ég að leita, guð hjálpar mér. Kaldar hendur Lídu Sal voru löðrandi í sápu. Hún sleppti disk- inum sem hún var að þvo, studdist við arm blindingjans og snerti kar- bætta ermina sem var bót við bót. Beníto Jójón bráðnaði þá og nam staðar, enda á leið heim til sín. Blindinginn átti heima á öllu torginu; og hann spurði hver stöðvaði hann. Það er ég, hún Lída Sal, stúlkan sem þvær diskana í matskálanum. Jæja, dóttir góð, hvað er þér á höndum? Eg vil þér gefið mér gott ráð . . . Ha og hana-nú! Þú ert ein þeirra sem trúir að til séu forn ráð . . . Einmitt af því mig vantar splunkunýtt ráð sem aðeins þér getið fundið og hafið ekki gefið annarri konu áður, ráð sem mér hefði ekki einu sinni dottið í hug. Nýtt eins og gefur að skilja; glænýtt . . . Athugum, sona, ef ég get . . . Um er að ræða, nú þér vitið . . . Eg veit ekkert. Eg er — hvað skal segja — dálítið skotin í manni; en hann lítur ekki við mér. Er hann ókvæntur? Já, laus og liðugur, laglegur og ríkur, andvarpaði Lída Sal. En hver lítur á uppþvottastelpu ef hann er mikill maður? Hertu upp hugann. Eg veit hvað þú vilt. Þú segist vera þvottakona; varla trúi ég þá þú eigir fé til kaupa á fötum á Friðlana. Þau kosta sitt . . . 188
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.