Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 105

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 105
Jarðarför að hausti Guð minn, sagði presturinn. Hann — altsvo — valt, sagði ég einsog til skýringar. Presturinn lyfti hendi og teiknaði kross útí loftið. Hvílík óheppni, dæsti hann. Þegar við mættum til hinnar formlegu athafnar síðar um daginn höfðu öll ummerki um bílinn verið afmáð. Einsog allt hefði gengið samkvæmt áætlun. Eg veit ekki nema athöfnin hefði farið úr böndum ef bíllinn hefði ennþá legið þarna með hjól til himins. Hvað presturinn sagði um afa heyrði ég aldrei, það drukknaði í svita mínum og áhyggjum af hlutverkinu. Eg náði ekki stikkorðinu, en sá þegar hinir líkberarnir risu á fætur og þá fór ég á eftir. Og við vorum í aðalhlutverki. Öðrum þætti lauk án áfalla. Þegar kom að því að drekka kaffið hafði sagan um útafkeyrsluna spurst út. Það var ákaflega vandræðalegt, ekki síst vegna ekkjunnar, ömmu gömlu, en allir vildu heyra söguna. Þannig varð þetta heldur brothætt mál; í kringum ömmu ríkti eindrægni sorgar, en í öllum hornum var „slysið“ skeggrætt í hálfum hljóðum. Við urðum að segja söguna margoft og alltaf voru það jafn gírug andlit sem gleyptu hana með hverjum drætti og þóttust eflaust merkilegri eintök en áður útaf því að hafa verið við svona mergjaða jarðarför. Auðvitað voru allir sammála um að láta þessa vandræðalegu uppá- komu verða þögninni að bráð — menn kinkuðu kolli ábyrgðarfullir og renndu úr bollanum — ekkert skyldi skyggja á minningu afa. En hver getur þagað yfir svonalöguðu? Ekki ég. Og kannski er eins gott að ég segi frá þessu einsog það var — nákvæmlega. Eg treysti engan veginn hinni munnlegu geymd. 231
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.