Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Síða 119

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Síða 119
Sannleikurinn og lífið væri jafn sundurleitt og hundar virðast vera, þá má Guð vita hvaða réttlætis- hugsjónir hentuðu okkur bezt. En þannig erum við ekki. III Nú er bezt að koma sér að efninu: andmælum Eyjólfs Kjalars gegn sann- mæliskenningunni. Þau eru ári mikil, því ef þau standast hrynur kenningin gersamlega til grunna. Andmælin eru tvenn. Hin fyrri eru á þessa leið: [Það er] ekki trúverðug skoðun að höfuðsynd þess sem kemur í veg fyrir að barn (eða einhver annar) fái að sýna það sem í því býr sé ósannsögli eða lygi eða svikmæli við barnið. Eg fæ ekki betur séð en að slík breytni fái alveg samrýmst fullri sannsögli og fullri vitneskju um verðleika barnsins, bæði þá sem það nú hefur og hina sem það gæti haft til að bera. Það er að vísu rétt að flestir og kannski allir sem koma illa fram við aðra eru haldnir einhverjum blekkingum sem þeir nota til að réttlæta eða afsaka breytni sína. En ranglæti þeirra og illska felst ekki einkum í sjálfsblekkingunni, heldur í þeirra eigin- gjörnu hvötum og illu verkum. Nú ber að kannast við að Þorsteinn segir hvergi í þessum kafla beinlínis að í tilviki sem þessu sé ranglætið fólgið í ósönnum meiningum hins rangláta manns um hinn sem fyrir því verður eða í athöfnum sem túlka má sem ósannar yfirlýsingar. En í ljósi þess sem hann hefur áður sagt um réttlæti sem sannmæli virðist manni þetta vera það sem hann ætti að segja nú. Hér sýnist mér Eyjólfur missa marks. Hann gleymir því í bili sem hann hefur áður lagt mér réttilega í munn með sýnilegri velþóknun: „hvort maður vinnur réttlátt verk eða ekki ræðst ekki af hvötum manns eða ætlan fremur en hvort maður segir satt eða ósatt“. Eyjólfur vill rekja ranglát verk til eigingirni og helberrar illsku. Hann hefði getað nefnt miklu fleiri illar hvatir til ranglætis, afbrýði og öfund til dæmis. En helzt hefði hann þurft að nefna líka nokkrar óaðfinnanlegar hvatir til ranglætis, svo sem góðvild eða vinarhug. Segjum að ég mismuni vini mínum — til að mynda Eyjólfi sjálfum — af einni saman velvild í hans garð, og komi því svo fyrir, skulum við segja, að hann fái verðlaun í kappleik sem annar átti að fá. Hér er ég bersýnilega sekur um ranglæti. Hvers vegna það? Það er vegna þess, vil ég segja, að með þessu móti segi ég ósatt um úrslit leiksins. Nú er maður sem meinar barni að njóta sín svolítið viðsjálli gripur en hinn sem möndlar með verðlaun í leik. Samt fæ ég ekki betur séð en að hann sitji alveg við sama borð. Kannski er hann nirfill sem sinnir ekki þörfum barna sinna. Kannski er hann kennari sem situr á nemanda sínum. Kannski er hann frjálshyggjumaður sem berst gegn jafn- 245
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.